„Höfum engu að tapa núna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:42 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö fyrir Val í kvöld. Vísir/Diego Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvö mörk er tíu Valsmenn unnu sterkan 3-2 útisigur gegn Breiðabliki í kvöld. „Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
„Við erum allavega mjög ánægðir. Þetta tók á í seinni hálfleik þar sem við erum einum færri, en við erum gríðarlega sáttir. Loksins komu mörkin og þetta var mjög sterkur útisigur,“ sagði Gylfi Þór í leikslok. Efti erfiða byrjun á tímabilinu þar sem Valur hafði aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum mótsins segir Gylfi sigurinn hafa verið kærkominn. „Við höfum engu að tapa núna. Við erum að elta efstu liðin og það eina sem við getum gert er að halda áfram okkar striki og trúa að það sem við erum að gera séu réttu hlutirnir. Þó að þeir hafi ekki verið að detta okkar megin í síðustu leikjum. En ég held að með því að taka þrjú stig á móti góðu liði eins og Breiðabliki þá komi sjálfstraust í hópinn og vonandi náum við að byggja ofan á þetta og koma okkur á skrið.“ Tjáir sig lítið um rauða spjaldið Hann vildi þó lítið segja um rauða spjaldið sem liðsfélafi hans, Adam Ægir Pálsson, fékk snemma í seinni hálfleik. „Ég veit það ekki. Dómarinn sagði að hann hafi sagt eitthvað. Ég myndi ekki vilja vera dómari allavega því þetta er mjög erfitt starf. Mér fannst línan kannski vera smá skrýtin. Það má alveg brjóta af sér án þess að þurfi alltaf að spjalda. En mér finnst allt í lagi að spjalda þegar það er verið að mótmæla dómum eða bekkurinn að mótmæla. Þar er kannski verið að reyna að gera þeim starfið auðveldara með því að gefa þeim vinnufrið og einbeita sér að leiknum en mér finnst mega leyfa aðeins meiri hörku.“ Æfði lítið í vikunni Þá viðurkennir Gylfi að hann sé þreyttur eftir leikinn, enda hafi hann lítið æft í vikunni og spilaði svo allan leikinn í kvöld. „Já það er rétt að eg náði lítið að æfa í vikunni. Með tíu menn þá er mikið um varnarhlaup í lokin. Ég var frekar tæpur fyrir leikinn en var með ferskar lappir í fyrri hálfleik.“ Þrátt fyrir það skoraði Gylfi tvö mörk og átti stóran þátt í sigri Valsmanna. „Loksins komu þau. Ég er búinn að klikka á nokkrum færum í síðustu leikjum, en þau komu í dag á mikilvægum tíma. Ég er bara mjög ánægður með það,“ sagði kampakátur Gylfi að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09