„Segir þeim að hætta þessu fokking rugli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. maí 2024 21:58 Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í kvöld. Hann var þó sendur upp í stúku snemma í síðari hálfleik. Vísir/Diego Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, gat leyft sér að fagna þrátt fyrir að hafa fengið að líta rautt spjald gegn Breiðabliki í kvöld. Hans menn unnu sterkan 3-2 sigur þrátt fyrir að spila stærstan hluta seinni hálfleiks manni færri. „Þetta er léttir. Frammistaðan var hrikalega flott, sérstaklega eftir að við urðum einum færri,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við skapa mun hættulegri færi en Blikarnir og ég er bara ánægður að sigla þessu heim eftir að lenda í enn einum leiknum þar sem er verið henda okkur út af fyrir litlar sakir. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að þessir fjórðu dómarar séu farnir að stjórna leikjum. Þetta er gjörsamlega galið.“ Þjálfarateymi Blika hafi æst upp í Adam Ægi Hann hafði þó ekki lokið sér af í ræðu sinni um dómgæsluna. „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“ „Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“ spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks. „Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl,“ sagði Arnar. Sterkur karaktersigur Þegar Arnar fór svo að einbeita sér að sjálfum leiknum hafði hann ýmislegt jákvætt að segja um sína menn. „Það er mikill karakter í þessu liði og við sjáum bara karakterinn á móti Stjörnunni þar sem við áttum að jafna einum færri og vorum betri aðilinn í þeim leik. Ég held að við höfum fengið betri færi en Blikarnir hérna í seinni hálfleik og áttum að klára leikinn.“ „Lykilatriðið er að við kláruðum þetta og þetta eru virkilega mikilvæg stig fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í. Svo þurfum við bara að safna kröftum og aðeins að njóta núna. Svo er nýr dagur á morgun og nýr leikur á laugardaginn þannig þetta er ekki meira en það,“ sagði Arnar að lokum. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
„Þetta er léttir. Frammistaðan var hrikalega flott, sérstaklega eftir að við urðum einum færri,“ sagði Arnar í leikslok. „Mér fannst við skapa mun hættulegri færi en Blikarnir og ég er bara ánægður að sigla þessu heim eftir að lenda í enn einum leiknum þar sem er verið henda okkur út af fyrir litlar sakir. Mér finnst í rauninni ótrúlegt að þessir fjórðu dómarar séu farnir að stjórna leikjum. Þetta er gjörsamlega galið.“ Þjálfarateymi Blika hafi æst upp í Adam Ægi Hann hafði þó ekki lokið sér af í ræðu sinni um dómgæsluna. „Þjálfari Breiðabliks er að biðja um að fá gult spjald á Adam Ægi og er mjög aggressívur við Gunnar [Odd Hafliðason, fjórða dómara]. Adam á einhver orðaskipti við þá og segir þeim í rauninni að hætta þessu fokking rugli og fyrir það fær hann gult spjald.“ „Hvert erum við komin? Hvað eru þeir að gera? Er þetta í lagi sem þeir eru að gera?“ spurði Arnar og átti þá við þjálfarateymi Breiðabliks. „Ég bara spyr. Mér finnst þetta orðið algjört rugl hvert þetta er komið. Þessi spjaldalæti sem eru í gangi. Við erum búnir að fá að kynnast því á móti Stjörnunni og svo aftur hér og mér finnst þetta rosalega litlar sakir. Menn verða að átta sig á því að þarna eru orðaskipti við þjálfara Breiðabliks, sem eru mjög aggressívir. Ég hélt að það mætti bara einn standa á hliðarlínunni, en þeir eru tveir, og það er ekkert gert í því. Þeir komust upp með að æsa leikmann upp og hann segir eitthvað við þá og það er nóg til að fá gult spjald. Hvert erum við komin? Fyrir mér er þetta algjört rugl,“ sagði Arnar. Sterkur karaktersigur Þegar Arnar fór svo að einbeita sér að sjálfum leiknum hafði hann ýmislegt jákvætt að segja um sína menn. „Það er mikill karakter í þessu liði og við sjáum bara karakterinn á móti Stjörnunni þar sem við áttum að jafna einum færri og vorum betri aðilinn í þeim leik. Ég held að við höfum fengið betri færi en Blikarnir hérna í seinni hálfleik og áttum að klára leikinn.“ „Lykilatriðið er að við kláruðum þetta og þetta eru virkilega mikilvæg stig fyrir okkur í þeirri stöðu sem við erum í. Svo þurfum við bara að safna kröftum og aðeins að njóta núna. Svo er nýr dagur á morgun og nýr leikur á laugardaginn þannig þetta er ekki meira en það,“ sagði Arnar að lokum.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09 Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Fleiri fréttir Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-3 | Manni færri héldu gestirnir út Þrátt fyrir að leika manni færri nánast allan seinni hálfleikinn unnu Valsmenn gríðarlega sterkan 3-2 sigur er liðið heimsótti Breiðablik í stórleik fimmtu umferðar Bestu-deildar karla í kvöld. 6. maí 2024 21:09