Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. maí 2024 10:31 Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans. Guðni svaraði þeim aðdróttunum einfaldlega með þeim orðum að hann spyrði ekki vini sína um flokksskírteini. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir framboð Guðna var Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem var einn þriggja í framkvæmdastjórn framboðsins. Aðrir sem störfuðu fyrir framboðið voru til dæmis Janus Arn Guðmundsson, sem situr í miðstjórn flokksins, og Heimir Hannesson sem komið hafa að ýmsum kosningum bæði fyrir og innan hans en starfa nú fyrir framboð Baldurs Þórhallssonar. Með sama hætti er nú reynt af ýmsum pólitískum andstæðingum Katrínar Jakobsdóttur að kasta rýrð á framboð hennar og gera það tortryggilegt með aðdróttunum um það að hún sé frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins. Rökin eru fyrst og fremst þau að Friðjón hafi gengið til liðs við framboðið en þau Katrín hafa verið vinir í áratugi eins og hann hefur bent á. Flestir í kosningateymi hennar koma hins vegar úr röðum Vinstri-grænna. Gekk Guðni erinda Sjálfstæðisflokksins? Með sömu rökum, ef rök skyldi kalla, var Guðni væntanlega frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og af mun ríkari ástæðum í ljósi þess hversu margir innvígðir sjálfstæðismenn störfuðu fyrir framboð hans. Þar á meðal Friðjón. Þá hlýtur það sama að eiga við um Baldur sem fyrr segir og Höllu Hrund sem ýmsir innmúraðir sjálfstæðismenn starfa fyrir. Ekki sízt úr röðum þeirra sem verið hafa líkt og hún sjálf pennar á vefritinu Deiglan. Vísað hefur verið til þess að Stefán Einar Stefánsson, umsjónarmaður Spursmáls á mbl.is, hafi farið óvægnum höndum um Baldur og Höllu í þættinum og ýjað að því án nokkurra raka að Friðjón hafi staðið þar að baki. Hins vegar er ekkert minnzt á það að Stefán var ekki síður óvæginn í garð Katrínar í þættinum þar sem rifjuð voru upp umdeildustu málin á stjórnmálaferli hennar. Þá væntanlega samkvæmt forskrift frá Friðjóni? Mér hefur ekki virzt kjósendur þeirrar skoðunar að Guðni hafi gengið erinda Sjálfstæðisflokksins undanfarin átta ár þrátt fyrir að Friðjón hafi gegnt lykilhlutverki í kosningateymi hans. Þeir Guðni eru einfaldlega gamlir vinir rétt eins og Friðjón er gamall vinur Katrínar. Vitanlega er hér einungis um ómaklega atlögu að framboði Katrínar að ræða sem lýsir ágætlega bágri málefnastöðu þeirra sem kjósa að beita slíkum meðölum. Valdapólitíkus sem vill miklu minni völd? Fleiri tilraunir hafa verið gerðar til þess að reyna að kasta rýrð á forsetaframboð Katrínar. Þar á meðal að saka hana um að vera „valdapólitíkus“ þrátt fyrir þá staðreynd að hún sagði af sér valdamesta embætti landsins til þess að eiga einungis möguleika á því að vera kosin í líklega valdaminnsta embættið. Þá sagði hún enn fremur af sér þingmennsku án þess að þurfa þess auk flokksformennsku. Hefði valdapólitíkus gert það? Talsvert hefur annars verið lagt á sig af pólitískum andstæðingum Katrínar til þess að reyna að gera þátttöku hennar í stjórnmálum tortryggilega. Eðlilega eru skiptar skoðanir á þeim sem gefa sig að stjórnmálum en um leið er um að ræða afar mikilvæga reynslu. Fullyrða má til að mynda að Ólafur Ragnar Grímsson hefði ekki vísað Icesave-samningunum í þjóðaratkvæði ef ekki hefði verið fyrir hans miklu reynslu í þeim efnum. Fjölbreyttur hópur kjósenda hyggst greiða Katrínu atkvæði sitt miðað við niðurstöður skoðanakannana og þar á meðal og ekki sízt með tilliti til þess hvar fólk stendur í pólitíkinni. Þannig kemur til dæmis fram í Morgunblaðinu í dag að Katrín höfði hvað jafnast til ólíkra þjóðfélagshópa af þeim sem eru í framboði miðað við kannanir. Nokkuð sem hlýtur fyrir utan annað að teljast mikill kostur þegar forsetaframbjóðandi er annars vegar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun