Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2024 08:59 Teikning af Erin Patterson í dómsal í nóvember. Hún er ákærð fyrir þrjú morð og fimm morðtilraunir. AP/Anita Lester/AAP Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Böndin bárust fljótt að Patterson þar sem hún slapp ein ósködduð frá máltíðinni banvænu. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og hélt því áfram þegar hún tók formlega afstöðu til sakarefnisins fyrir dómstól í Latrobe-dal í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrrverandi eiginmanni Patterson var boðið í matarboðið örlagaríka en hann hætti við á síðustu stundu. Lögreglan sakar Patterson um að hafa reynt að ráða honum bana þrisvar sinnum til viðbótar á milli 2021 og 2022. Réttarhöld í málinu eiga að hefjast fyrir Hæstarétti Viktoríu í Melbourne 23. maí. Hún er ákærð fyrir morð á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóðurinnar og tilraun til að myrða eiginmann systurinnar og fyrrverandi eiginmann sinn í fjórgang. Patterson hefur setið í fangelsi í Melbourne frá því að hún var handtekin í nóvember. Hún hefur ekki sóst eftir því að vera látin laus gegn tryggingu. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Þrír gestir létust og einn veiktist alvarlega eftir matarboð hjá Erin Patterson í Viktoríuríki í Ástralíu júlí í fyrra. Gestirnir voru foreldrar fyrrverandi eiginmanns Patterson, móðursystir hans og eiginmaður hennar. Í ljós kom að grænserkur, einn eitraðasti sveppur heims, var í réttinum sem Patterson bauð upp á, Wellington-steik. Böndin bárust fljótt að Patterson þar sem hún slapp ein ósködduð frá máltíðinni banvænu. Hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu og hélt því áfram þegar hún tók formlega afstöðu til sakarefnisins fyrir dómstól í Latrobe-dal í dag, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Fyrrverandi eiginmanni Patterson var boðið í matarboðið örlagaríka en hann hætti við á síðustu stundu. Lögreglan sakar Patterson um að hafa reynt að ráða honum bana þrisvar sinnum til viðbótar á milli 2021 og 2022. Réttarhöld í málinu eiga að hefjast fyrir Hæstarétti Viktoríu í Melbourne 23. maí. Hún er ákærð fyrir morð á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum og systur tengdamóðurinnar og tilraun til að myrða eiginmann systurinnar og fyrrverandi eiginmann sinn í fjórgang. Patterson hefur setið í fangelsi í Melbourne frá því að hún var handtekin í nóvember. Hún hefur ekki sóst eftir því að vera látin laus gegn tryggingu.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28