Segir að Viðar hafi ekki mætt á æfingu á leikdegi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2024 10:31 Viðar Örn Kjartansson gekk í raðir KA fyrir tímabilið. Mynd/KA Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar á Stöð 2 Sport, segir að Viðar Örn Kjartansson hafi ekki mætt á æfingu hjá KA á leikdegi. Framherjinn var ekki í leikmannahópi liðsins gegn KR á sunnudaginn. Í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn KR sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að Viðar hefði einfaldlega ekki verið valinn í hópinn og þyrfti að vinna í sínum málum, meðal annars varðandi líkamlegt atgervi. Fjarvera Viðars í leiknum gegn KR var til umræðu í Stúkunni í gær. Þar veltu Guðmundur, Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson því hreinlega fyrir sér hvort Selfyssingurinn myndi spila fleiri leiki fyrir KA. „Þá verður við einnig að ræða Viðar Örn Kjartansson sem Haddi var spurður um í viðtali. Hann sagði bara: Hann komst ekki í hóp,“ sagði Guðmundur. „Samkvæmt okkar heimildum mætti Viðar Örn ekki á æfingu um morguninn á leikdegi. Haldið þið að þessu sé lokið? Það er mín tilfinning, að þessu sé lokið milli KA og Viðars.“ Ganga fullt af sögum Baldur tók þá við boltanum. „Það verður fróðlegt að sjá. Því ef þetta er rétt og hinn almenni fótboltaáhugamaður hefur pottþétt heyrt einhverjar sögur. Það ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar. Þangað til Haddi eða einhver hjá KA kemur fram og segir nákvæmlega stöðuna; þarna er gefin sú útskýring að hann sé ekki valinn í hóp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - Umræða um fjarveru Viðars „Þetta lítur ekki vel út. Þetta er stórt nafn. Í byrjun hefur þetta mögulega vakið miklar væntingar innan hópsins. Þetta er risa nafn og skora mikið í Evrópuboltanum. Menn fengu hann og gerðu væntingar. Hann kemur heim, skorar ekki á vellinum og maður heyrir sögur utan vallar og það er margt í gangi. Ég held að það sé erfitt að glíma við þetta. Eins og við ræddum í fyrsta leiknum var þetta veðmál. Ég veit ekki hvort þetta sé búið en vonandi fyrir KA, og það sem allir vonuðu, mun þetta borga sig. Það hefur ekki gert það hingað til og maður sér ekki hvernig það á að gerast. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum og við sjáum hvað gerist í næsta leik.“ Þarf að taka ákvörðun Viðar kom til KA fyrir einum og hálfum mánuði eða svo og Atli Viðar sagði að ef allt væri eins og það ætti að vera væri Viðar byrjaður að spila á fullu með KA. „Ef hlutirnir væru á hreinu og í lagi væri hann kominn í stand til að vera í leikmannahópnum. Það er alveg ljóst,“ sagði Atli Viðar. „Við vitum að Viðar Örn Kjartansson er nógu góður í fótbolta til að vera kominn í hópinn hjá KA þannig að mig langar í rauninni að hvetja þá til að taka þá ákvörðun sem þeir telja sig þurfa að taka. Það er ómögulegt fyrir þá, hópinn, stuðningsmennina og alla að hafa þetta svona hangandi yfir.“ Umræðuna um Viðar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. 7. maí 2024 08:38 Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. 6. maí 2024 11:00 Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. 6. maí 2024 08:01 „Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek” Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. 5. maí 2024 20:05 Uppgjör og viðtöl: KA-KR 1-1 | Smit stal fyrirsögnunum enn og aftur KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 5. umferð Bestu deilar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag eftir leik sem bauð upp á margt og mikið. 5. maí 2024 18:05 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn gegn KR sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að Viðar hefði einfaldlega ekki verið valinn í hópinn og þyrfti að vinna í sínum málum, meðal annars varðandi líkamlegt atgervi. Fjarvera Viðars í leiknum gegn KR var til umræðu í Stúkunni í gær. Þar veltu Guðmundur, Atli Viðar Björnsson og Baldur Sigurðsson því hreinlega fyrir sér hvort Selfyssingurinn myndi spila fleiri leiki fyrir KA. „Þá verður við einnig að ræða Viðar Örn Kjartansson sem Haddi var spurður um í viðtali. Hann sagði bara: Hann komst ekki í hóp,“ sagði Guðmundur. „Samkvæmt okkar heimildum mætti Viðar Örn ekki á æfingu um morguninn á leikdegi. Haldið þið að þessu sé lokið? Það er mín tilfinning, að þessu sé lokið milli KA og Viðars.“ Ganga fullt af sögum Baldur tók þá við boltanum. „Það verður fróðlegt að sjá. Því ef þetta er rétt og hinn almenni fótboltaáhugamaður hefur pottþétt heyrt einhverjar sögur. Það ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar. Þangað til Haddi eða einhver hjá KA kemur fram og segir nákvæmlega stöðuna; þarna er gefin sú útskýring að hann sé ekki valinn í hóp,“ sagði Baldur. Klippa: Stúkan - Umræða um fjarveru Viðars „Þetta lítur ekki vel út. Þetta er stórt nafn. Í byrjun hefur þetta mögulega vakið miklar væntingar innan hópsins. Þetta er risa nafn og skora mikið í Evrópuboltanum. Menn fengu hann og gerðu væntingar. Hann kemur heim, skorar ekki á vellinum og maður heyrir sögur utan vallar og það er margt í gangi. Ég held að það sé erfitt að glíma við þetta. Eins og við ræddum í fyrsta leiknum var þetta veðmál. Ég veit ekki hvort þetta sé búið en vonandi fyrir KA, og það sem allir vonuðu, mun þetta borga sig. Það hefur ekki gert það hingað til og maður sér ekki hvernig það á að gerast. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstu dögum og við sjáum hvað gerist í næsta leik.“ Þarf að taka ákvörðun Viðar kom til KA fyrir einum og hálfum mánuði eða svo og Atli Viðar sagði að ef allt væri eins og það ætti að vera væri Viðar byrjaður að spila á fullu með KA. „Ef hlutirnir væru á hreinu og í lagi væri hann kominn í stand til að vera í leikmannahópnum. Það er alveg ljóst,“ sagði Atli Viðar. „Við vitum að Viðar Örn Kjartansson er nógu góður í fótbolta til að vera kominn í hópinn hjá KA þannig að mig langar í rauninni að hvetja þá til að taka þá ákvörðun sem þeir telja sig þurfa að taka. Það er ómögulegt fyrir þá, hópinn, stuðningsmennina og alla að hafa þetta svona hangandi yfir.“ Umræðuna um Viðar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla KA Stúkan Tengdar fréttir „Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. 7. maí 2024 08:38 Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. 6. maí 2024 11:00 Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. 6. maí 2024 08:01 „Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek” Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. 5. maí 2024 20:05 Uppgjör og viðtöl: KA-KR 1-1 | Smit stal fyrirsögnunum enn og aftur KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 5. umferð Bestu deilar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag eftir leik sem bauð upp á margt og mikið. 5. maí 2024 18:05 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
„Arnar fór langt yfir strikið“ en nafni hans oftar með dónaskap Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, fór „langt yfir strikið“ í reiðikasti sínu á Kópavogsvelli í gærkvöld en á nokkuð í land með að ná nafna sínum Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings, sem er „langgrófasti þjálfarinn“ í Bestu deildinni í fótbolta. 7. maí 2024 08:38
Öll mörkin í gær: Sjáðu hvernig HK vann meistarana og kóngurinn komst á blað HK kom sér af botni Bestu deildar karla í fótbolta í gær með óhemju óvæntum sigri á Íslandsmeisturum Víkings, 3-1. Mörkin úr öllum fjórum leikjum gærdagsins má nú sjá á Vísi. 6. maí 2024 11:00
Stórfurðuleg atburðarás þegar markvörður KR sá rautt Guy Smit hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu sem markvörður KR og hann fékk að líta rauða spjaldið á Greifavellinum í gær, eftir furðulega atburðarás í 1-1 jafntefli við KA í Bestu deildinni í fótbolta. 6. maí 2024 08:01
„Hef aldrei séð markmann fá gult spjald fyrir leiktöf eftir átta sek” Gregg Ryder, þjálfari KR, var vonsvikinn eftir 1-1 jafntefli gegn KA á Akureyri í dag en KR-ingar voru 1-0 yfir þegar stundarfjóðungur lifði leiks en misstu mann af velli og fengu jöfnunarmark á sig í kjölfarið. 5. maí 2024 20:05
Uppgjör og viðtöl: KA-KR 1-1 | Smit stal fyrirsögnunum enn og aftur KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 5. umferð Bestu deilar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag eftir leik sem bauð upp á margt og mikið. 5. maí 2024 18:05