Óttasleginn mömmuher og Eurovision Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 7. maí 2024 11:31 Afi minn var svona persóna sem mér þótti vera stærri en lífið. Það geislaði af honum sjálfsöryggið, hann var hörkugreindur, flugskarpur og hnyttinn. Hann kynnti sér málin og vissi svo margt. Hann labbaði inn í herbergi og hann átti það, hann hreinlega gleypti það. Ef einhver sagði eitthvað á móti honum, þá var sá sami jarðaður, án nokkurrar illsku og án nokkurrar áreynslu. Hann kunni þá list svo vel að taka upp rök, kryfja þau og finna hið fullkomna andsvar. Lítil stúlka eins og ég hreifst með hans stóra persónuleika, þráði hans athygli en óttaðist hana líka. Og hljóp oft í felur þegar hvassa tungan fór upp á loft. Ég var ekki sú eina sem bar ótta í brjósti til hans afa. Hann var oft á tíðum ekki sá vinsælasti á svæðinu, þótt að hann hafi búið yfir mörgum afar góðum mannkostum. Skiljanlega þá alloft uppskar hvassa tungan hans reiði, hatur og baknag. Reiði sem hefði kannski mátt finna sér betri farveg en hún gerði. Því ljót orð hatursmanna höfðu ekki aðeins afleiðingar fyrir hann. Börnin heyrðu og hlupu í felur og hér hef ég nú setið í tvö ár að reyna að finna röddina. Rödd sem mér hefur verið kennt frá barnæsku að væri mér fyrir bestu að láta aldrei heyrast. Reiðin er afkaplega öflug tilfinning. Við getum átt bágt með að hafa á okkur stjórn þegar hún brýst út og það er voða eðlileg viðbrögð annarra í kring að reisa sér háa varnarmúra vegna ótta. Við sem samfélag erum ekkert svo vitlaus. Við skynjum að orð geta komið af stað óróa. Óróa sem myndar gárur. Og gárur sem geta haft afleiðingar fyrir okkur sjálf. Um leið og órói myndast þá eigum við það að stökkva til, gerast koddar á milli aðila og við reynum oft að gera gott úr öllu. Til að halda öllu góðu, þá vílum við oft ekki fyrir okkur að hunsa og letja orðræðu. Söngvakeppni sjónvarpsins nú í ár var mér mikil vonbrigði. Ég hreyfst af Bashar, laginu og atriðinu í heild. Og þeirri rödd sem hann hafði að segja. Köld kaldhæðnin á bakvið orðin, gæti ekki hafa orðið merkingarmeiri. Það er ekkert gaman að lifa tíma þar sem gyðingar virðast hafa tekið upp „Lebensraum“ stefnu nasista. Stefnu um yfirtöku á landsvæði sem nasistar m.a. réttlættu með útbreiðslu Kanans í hinu villta, villta vestri. Það er engin furða að kenningar hafi komið upp um hökkuð tölvu- og símkerfi, þegar úrslit urðu ljós. Kenningar sem mig beinlínis langaði til að trúa á, í smá tíma. Því það tók mig smá tíma að melta hina hliðina á málinu. Bashar hafði yfirburðarsigur eftir fyrstu atrennu sem svo breyttist eftir seinni atrennu. Kannski að til sé einhver rannsókn í félagsvísindum sem hefur verið gerð á hverjir það eru sem grípa í símann. Ég ætla að leyfa mér að álykta að niðurstaðan sé sú sama og gerist inn á mínu heimili. Þar leyfi ég stelpunni minni að kjósa þrisvar og þykist kjósa þrisvar sjálf, en kýs svo um leið og hún snýr sér að mér bakinu, sjö sinnum til viðbótar, mitt eigið atriði, sem að öllu jöfnu er eitthvað allt annað en hennar atriði. Í ár gerðust þau undur að við vorum báðar sammála. Bashar var algjörlega með þetta og því var undrunin svona stór. Okkar 13 atkvæði reyndust ekki vera nóg. Fílefldur óttasleginn mömmuher virðist hafa tekið öll völd, kaus engar gárur og valdi önnur málalok. Rödd hinna reiðu hér á Íslandi var kæfð niður í fæðingu og við það töpuðust töfrar. Lokað var fyrir útrás á reiði með því að leyfa rödd okkar hljóma í friðsamlegum mótmælum yfir hörmungunum á Gaza. Það tók mig langan tíma að átta mig á það er í lagi að leyfa sér að vera reiður. Að leyfa sér að vera reiður er fyrsta skrefið í að heila annan undirliggjandi þátt. Það er, ef þú nennir að fara í þá vinnu að láta þér líða betur. Því það er alltaf önnur undirliggjandi tilfinning sem kemur af stað reiði. Reiðin eru skilaboð sem eru að segja við okkur, þetta er ekki rétt. Stundum sitjum við í sjálfsblekkingu og verðum reið yfir einhverju sem við ættum með rétti að breyta í eigin hugarfari. En stundum erum við reið yfir utanaðkomandi þáttum sem ættu bara að vera betri. Valið er alltaf okkar. Við getum viðhaldið reiðinni, með því að leyfa henni að malla eða við getum tekist á við hana. Við getum breytt eigin hugarfari og hegðan, sett sátt í það að aðstæður eru eins og þær eru og engu sé hægt að breyta, eða við getum reynt að stíga skref til batnaðar á ástandi samfélags sem er bara ekki í lagi. Hér á landi höfum við verið frekar opin fyrir flest allri umræðu um ofbeldi. Það er kominn aukinn skilningur á því að það megi setja upp mörk og að þau beri svo að virða. En erum við enn smá blind yfir því hvað megi teljast vera ofbeldi? Atburðirnir á Gaza eru tvímælalaust ofbeldi af verstu gerð og ég ætla mér ekki nokkurn veginn að gera lítið úr því hér. En það að vera áhorfandi að hryllingnum, upplifa hann beint í æð bæði frá fréttamyndum og samfélagsmiðlum, tengja sig inn á tilfinningar þeirra sem bágt eiga, en upplifa sig svo varnarlausan þegar kemur að því að stöðva hörmungarnar, það tel ég vera tilfinningalegt ofbeldi. Flest öll höfum við myndað með okkur varnarhjúp í gegnum árin. Við leyfum okkur að horfa framhjá voðaverkum, fáum kannski smá ónótatilfinningu í maga, en hristum hana svo af okkur. Við getum ekkert að gert og við setjum sátt yfir þá staðreynd. En það sem við erum kannski ekki enn farin að átta okkur á, er hversu mikið hlutir eru að breytast með tilkomu samfélagsmiðla. Ofbeldið situr nær okkur. Það er erfiðara að loka augunum. Það er erfiðar að leyfa sér að finna ekki fyrir tilfinningum. Og með slíkum tilfinningunum kemur reiði. Reiði yfir því að þrátt fyrir allar framfarir, þrátt fyrir allan boðskap um frið á jörð, þá séum við enn að upplifa óréttlæti og sorg vegna átaka í heiminum, án þess að við getum að gert. Án þess að við höfum rödd. Allmargir hafa þá getu og/eða vilja til að horfa framhjá átökunum, bæði að hluta til og að fullu. Kannski að það sé að vekja furðu nú að fleiri og fleiri séu ekki á sömu slóðum. Það er að stækka í hópi sterka fólksins. Fólksins sem leyfir sér að finna fyrir tilfinningum í stað þess að hunsa eða bæla þær niður. En við verðum að skilja að það er bara ekki nóg að finna fyrir tilfinningum. Næsta skref er að fá heilbrigða útrás fyrir þær. Því reiði okkar á ekki að skapa ógn og ótta meðal annarra. Við sem erum reið ættum að sýna því skilning að kannski var ekki rétt að reiði okkar væri að hrella óttasleginn mömmuher. Og kannski að sá her sýni nú skilning fyrir því tilfinningalegu ofbeldi sem stór hópur fólks hér á landi hefur verið að ganga í gegnum. Það er réttmæt reiði til staðar yfir ákvörðun stjórnendateymis Eurovision að leyfa Ísrael að eiga rödd í keppninni. Keppnin var stofnuð til að vera tákn sameiningar en ekki sundrungar. Með ákvörðun sinni þá hefur það andstæða gerst. Eurovision, keppnin sjálf er að taka afstöðu með sundrungu. Hún er að setja stimpil samþykkis á öll ósköpin. Svo látum það heyrast frá landinu sem er alltaf með langhæsta áhorfið. Í stað þess að Hera Björk verði táknmynd tapaðra töfra, gerum hana að táknmynd skilaboða um ást og umhyggju íslenskrar þjóðar, fyrir ástandi sem er bara ekki í lagi. Látum Eurovision finna fyrir reiðinni í buddunni. Látum áhorfið í ár vera hið langminnsta. Í stað radda veljum þá þögnina. Slökkvum á tækjunum í dag, á fimmtudag og á laugardag. Kæri lesandi, tökum þátt. Förum á samstöðutónleika, göngum léttan labbitúr og endum út í ísbúð. Og brosum yfir því að skilja að rödd okkar skiptir máli. Jafnvel þó hún sé sögð með þögninni. Að lokum. Ég veit ekki hversu margir fengu að upplifa afa minn eins og ég fékk að sjá hann. Ég upplifði hann aldrei sem illgjarnan mann. Hann var svona maður sem hjálpaði til á bak við tjöldin, án þess að nokkur yrði þess var. Ef fólk hefði haft nægilegan kjark til að takast á við reiði sem kom til vegna hvassrar tungu, með öðrum hætti, þá hefðu mál kannski farið öðruvísi. Þá hefðu rætnar hugsanir og baknag, ekki náð þeim áfanga að hafa haft áhrif á tvær kynslóðir eftir hans daga. En þá hefði ég kannski aldrei fengið að upplifa þá vinnu að byggja upp nægilega mikið sjálfsvirði til að sitja við tölvu og skrifa skrítnar greinar. Og ég hefði kannski ekki öðlast þann skilning að orð skipta máli, en það skiptir líka máli hvernig þau eru sögð. Svo já, kannski bara takk fyrir, samfélagið að norðan, fyrir innblástur af guðs náð. Og ekki má gleyma. Takk fyrir lesandi góður fyrir að hafa endast lesturinn til loka. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Afi minn var svona persóna sem mér þótti vera stærri en lífið. Það geislaði af honum sjálfsöryggið, hann var hörkugreindur, flugskarpur og hnyttinn. Hann kynnti sér málin og vissi svo margt. Hann labbaði inn í herbergi og hann átti það, hann hreinlega gleypti það. Ef einhver sagði eitthvað á móti honum, þá var sá sami jarðaður, án nokkurrar illsku og án nokkurrar áreynslu. Hann kunni þá list svo vel að taka upp rök, kryfja þau og finna hið fullkomna andsvar. Lítil stúlka eins og ég hreifst með hans stóra persónuleika, þráði hans athygli en óttaðist hana líka. Og hljóp oft í felur þegar hvassa tungan fór upp á loft. Ég var ekki sú eina sem bar ótta í brjósti til hans afa. Hann var oft á tíðum ekki sá vinsælasti á svæðinu, þótt að hann hafi búið yfir mörgum afar góðum mannkostum. Skiljanlega þá alloft uppskar hvassa tungan hans reiði, hatur og baknag. Reiði sem hefði kannski mátt finna sér betri farveg en hún gerði. Því ljót orð hatursmanna höfðu ekki aðeins afleiðingar fyrir hann. Börnin heyrðu og hlupu í felur og hér hef ég nú setið í tvö ár að reyna að finna röddina. Rödd sem mér hefur verið kennt frá barnæsku að væri mér fyrir bestu að láta aldrei heyrast. Reiðin er afkaplega öflug tilfinning. Við getum átt bágt með að hafa á okkur stjórn þegar hún brýst út og það er voða eðlileg viðbrögð annarra í kring að reisa sér háa varnarmúra vegna ótta. Við sem samfélag erum ekkert svo vitlaus. Við skynjum að orð geta komið af stað óróa. Óróa sem myndar gárur. Og gárur sem geta haft afleiðingar fyrir okkur sjálf. Um leið og órói myndast þá eigum við það að stökkva til, gerast koddar á milli aðila og við reynum oft að gera gott úr öllu. Til að halda öllu góðu, þá vílum við oft ekki fyrir okkur að hunsa og letja orðræðu. Söngvakeppni sjónvarpsins nú í ár var mér mikil vonbrigði. Ég hreyfst af Bashar, laginu og atriðinu í heild. Og þeirri rödd sem hann hafði að segja. Köld kaldhæðnin á bakvið orðin, gæti ekki hafa orðið merkingarmeiri. Það er ekkert gaman að lifa tíma þar sem gyðingar virðast hafa tekið upp „Lebensraum“ stefnu nasista. Stefnu um yfirtöku á landsvæði sem nasistar m.a. réttlættu með útbreiðslu Kanans í hinu villta, villta vestri. Það er engin furða að kenningar hafi komið upp um hökkuð tölvu- og símkerfi, þegar úrslit urðu ljós. Kenningar sem mig beinlínis langaði til að trúa á, í smá tíma. Því það tók mig smá tíma að melta hina hliðina á málinu. Bashar hafði yfirburðarsigur eftir fyrstu atrennu sem svo breyttist eftir seinni atrennu. Kannski að til sé einhver rannsókn í félagsvísindum sem hefur verið gerð á hverjir það eru sem grípa í símann. Ég ætla að leyfa mér að álykta að niðurstaðan sé sú sama og gerist inn á mínu heimili. Þar leyfi ég stelpunni minni að kjósa þrisvar og þykist kjósa þrisvar sjálf, en kýs svo um leið og hún snýr sér að mér bakinu, sjö sinnum til viðbótar, mitt eigið atriði, sem að öllu jöfnu er eitthvað allt annað en hennar atriði. Í ár gerðust þau undur að við vorum báðar sammála. Bashar var algjörlega með þetta og því var undrunin svona stór. Okkar 13 atkvæði reyndust ekki vera nóg. Fílefldur óttasleginn mömmuher virðist hafa tekið öll völd, kaus engar gárur og valdi önnur málalok. Rödd hinna reiðu hér á Íslandi var kæfð niður í fæðingu og við það töpuðust töfrar. Lokað var fyrir útrás á reiði með því að leyfa rödd okkar hljóma í friðsamlegum mótmælum yfir hörmungunum á Gaza. Það tók mig langan tíma að átta mig á það er í lagi að leyfa sér að vera reiður. Að leyfa sér að vera reiður er fyrsta skrefið í að heila annan undirliggjandi þátt. Það er, ef þú nennir að fara í þá vinnu að láta þér líða betur. Því það er alltaf önnur undirliggjandi tilfinning sem kemur af stað reiði. Reiðin eru skilaboð sem eru að segja við okkur, þetta er ekki rétt. Stundum sitjum við í sjálfsblekkingu og verðum reið yfir einhverju sem við ættum með rétti að breyta í eigin hugarfari. En stundum erum við reið yfir utanaðkomandi þáttum sem ættu bara að vera betri. Valið er alltaf okkar. Við getum viðhaldið reiðinni, með því að leyfa henni að malla eða við getum tekist á við hana. Við getum breytt eigin hugarfari og hegðan, sett sátt í það að aðstæður eru eins og þær eru og engu sé hægt að breyta, eða við getum reynt að stíga skref til batnaðar á ástandi samfélags sem er bara ekki í lagi. Hér á landi höfum við verið frekar opin fyrir flest allri umræðu um ofbeldi. Það er kominn aukinn skilningur á því að það megi setja upp mörk og að þau beri svo að virða. En erum við enn smá blind yfir því hvað megi teljast vera ofbeldi? Atburðirnir á Gaza eru tvímælalaust ofbeldi af verstu gerð og ég ætla mér ekki nokkurn veginn að gera lítið úr því hér. En það að vera áhorfandi að hryllingnum, upplifa hann beint í æð bæði frá fréttamyndum og samfélagsmiðlum, tengja sig inn á tilfinningar þeirra sem bágt eiga, en upplifa sig svo varnarlausan þegar kemur að því að stöðva hörmungarnar, það tel ég vera tilfinningalegt ofbeldi. Flest öll höfum við myndað með okkur varnarhjúp í gegnum árin. Við leyfum okkur að horfa framhjá voðaverkum, fáum kannski smá ónótatilfinningu í maga, en hristum hana svo af okkur. Við getum ekkert að gert og við setjum sátt yfir þá staðreynd. En það sem við erum kannski ekki enn farin að átta okkur á, er hversu mikið hlutir eru að breytast með tilkomu samfélagsmiðla. Ofbeldið situr nær okkur. Það er erfiðara að loka augunum. Það er erfiðar að leyfa sér að finna ekki fyrir tilfinningum. Og með slíkum tilfinningunum kemur reiði. Reiði yfir því að þrátt fyrir allar framfarir, þrátt fyrir allan boðskap um frið á jörð, þá séum við enn að upplifa óréttlæti og sorg vegna átaka í heiminum, án þess að við getum að gert. Án þess að við höfum rödd. Allmargir hafa þá getu og/eða vilja til að horfa framhjá átökunum, bæði að hluta til og að fullu. Kannski að það sé að vekja furðu nú að fleiri og fleiri séu ekki á sömu slóðum. Það er að stækka í hópi sterka fólksins. Fólksins sem leyfir sér að finna fyrir tilfinningum í stað þess að hunsa eða bæla þær niður. En við verðum að skilja að það er bara ekki nóg að finna fyrir tilfinningum. Næsta skref er að fá heilbrigða útrás fyrir þær. Því reiði okkar á ekki að skapa ógn og ótta meðal annarra. Við sem erum reið ættum að sýna því skilning að kannski var ekki rétt að reiði okkar væri að hrella óttasleginn mömmuher. Og kannski að sá her sýni nú skilning fyrir því tilfinningalegu ofbeldi sem stór hópur fólks hér á landi hefur verið að ganga í gegnum. Það er réttmæt reiði til staðar yfir ákvörðun stjórnendateymis Eurovision að leyfa Ísrael að eiga rödd í keppninni. Keppnin var stofnuð til að vera tákn sameiningar en ekki sundrungar. Með ákvörðun sinni þá hefur það andstæða gerst. Eurovision, keppnin sjálf er að taka afstöðu með sundrungu. Hún er að setja stimpil samþykkis á öll ósköpin. Svo látum það heyrast frá landinu sem er alltaf með langhæsta áhorfið. Í stað þess að Hera Björk verði táknmynd tapaðra töfra, gerum hana að táknmynd skilaboða um ást og umhyggju íslenskrar þjóðar, fyrir ástandi sem er bara ekki í lagi. Látum Eurovision finna fyrir reiðinni í buddunni. Látum áhorfið í ár vera hið langminnsta. Í stað radda veljum þá þögnina. Slökkvum á tækjunum í dag, á fimmtudag og á laugardag. Kæri lesandi, tökum þátt. Förum á samstöðutónleika, göngum léttan labbitúr og endum út í ísbúð. Og brosum yfir því að skilja að rödd okkar skiptir máli. Jafnvel þó hún sé sögð með þögninni. Að lokum. Ég veit ekki hversu margir fengu að upplifa afa minn eins og ég fékk að sjá hann. Ég upplifði hann aldrei sem illgjarnan mann. Hann var svona maður sem hjálpaði til á bak við tjöldin, án þess að nokkur yrði þess var. Ef fólk hefði haft nægilegan kjark til að takast á við reiði sem kom til vegna hvassrar tungu, með öðrum hætti, þá hefðu mál kannski farið öðruvísi. Þá hefðu rætnar hugsanir og baknag, ekki náð þeim áfanga að hafa haft áhrif á tvær kynslóðir eftir hans daga. En þá hefði ég kannski aldrei fengið að upplifa þá vinnu að byggja upp nægilega mikið sjálfsvirði til að sitja við tölvu og skrifa skrítnar greinar. Og ég hefði kannski ekki öðlast þann skilning að orð skipta máli, en það skiptir líka máli hvernig þau eru sögð. Svo já, kannski bara takk fyrir, samfélagið að norðan, fyrir innblástur af guðs náð. Og ekki má gleyma. Takk fyrir lesandi góður fyrir að hafa endast lesturinn til loka. Höfundur er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun