Vextir geta og þurfa að lækka Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. maí 2024 12:46 Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun