Vextir geta og þurfa að lækka Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 7. maí 2024 12:46 Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Seðlabankinn Húsnæðismál Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu. Við þessar aðstæður hafa fyrirtæki, mörg í skjóli fákeppni, átt auðvelt með að ýta kostnaðarhækkunum út í verðlag og hagstjórn hins opinbera hefur ekki stutt við hjöðnun verðbólgu. Ólíkt aðstæðum í Evrópu hafði orkukreppa engin bein áhrif á verðbólgu hérlendis en var drifkraftur verðbólgu á meginlandinu. Við þessar aðstæður voru kjarasamningar undirritaðir enda taldi verkalýðshreyfingin brýnt að styðja við hjöðnun verðbólgu og stuðla að lækkun vaxta. Kjarasamningarnir fólust í hóflegum hækkunum sem samræmdust stöðugu verðlagi. Sagan kennir að þótt kjarasamningar séu ekki verðbólguvaldur muni þeir einir og sér ekki slá á verðbólgu og þenslu í hagkerfinu, meira þarf til. Þar liggur ábyrgðin hjá fyrirtækjum og stjórnvöldum sem hafa í hendi sér að beita sköttum, atvinnustefnu og aðgerðum í húsnæðismálum til að stuðla að stöðugleika í hagkerfinu, efnahagslegum og félagslegum. Undirliggjandi verðbólga fer lækkandi Viðbragð Seðlabanka Íslands hefur einkum verið vaxtahækkun á eftir vaxtahækkun. Aðgerðir bankans eru fjarri því óumdeildar. Það hefur sýnt sig að vaxtatækið er bitlítið og seinvirkt enda stór hluti lána heimila ennþá með fasta vexti. Aðrir sækja í verðtryggð lán þar sem áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði eru takmörkuð. Stýrivextir voru síðast hækkaðir um 0,5 prósentur í ágúst á síðasta ári og hafa haldist óbreyttir í 9,25% síðan. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var hækkunin einkum rökstudd með vísan í óvissu um niðurstöðu kjarasamninga, spennu í hagkerfinu og hæga hjöðnun undirliggjandi verðbólgu1. Frá þeim tíma hefur margt gerst. Niðurstaða kjarasamninga liggur fyrir og veita þeir fyrirsjáanleika til næstu ára. Nýlegar hagtölur benda til þess að dregið hafi úr spennu í hagkerfinu. Að auki hefur undirliggjandi verðbólga hjaðnað. Án áhrifa húsnæðiskostnaðar mælist verðbólga 3,9% og samkvæmt kjarnavísitölu án áhrifa reiknaðrar húsaleigu mælist hún 3,5%. Sjálfur segir seðlabankinn undirliggjandi verðbólgu vera þann hluta verðbólgunnar sem seðlabankar ættu að hafa áhrif á og er almennt talinn undir áhrifasviði seðlabanka2. Frá þeim tíma hefur fleira gerst. Eldgos hafa orðið í Grindavík, ferðamönnum fer fjölgandi og húsnæðisvandi hefur í kjölfarið aukist. Segja má að neyðarástand ríki á leigumarkaði. Fyrirséð er að þrýstingur muni myndast á fasteigna- og leiguverð á næstu misserum. Með öðrum orðum, húsnæðismarkaður mun aftur verða drifkraftur verðbólgunnar. Sá vandi verður ekki leystur með háu vaxtastigi. Aðgerða þörf á húsnæðismarkaði Á endanum munu vaxtahækkanir slá á þenslu en eftir því sem hátt vaxtastig varir lengur, þeim mun meiri verða neikvæðu áhrifin á hagkerfið og almenning. Lækningin má ekki verða verri en sjúkdómurinn. Grípa þarf til sértækra aðgerða í húsnæðismálum. Það er ekki bara jákvætt fyrir húsnæðismarkaðinn heldur mun það stuðla að hjöðnun verðbólgu og stöðugleika í hagkerfinu. Fyrstu skrefin eru einföld. Ríkið hefur tryggt stofnframlög til uppbyggingar á almennum leiguíbúðum. Þau framlög duga skammt ef ekki eru til staðar byggingarhæfar lóðir. Það er ljóst að lausnarmiðað samtal þarf að eiga sér stað milli ríkis og sveitarfélaga um hvernig unnt er að standa að úthlutun lóða í þessu samhengi. Samhliða þarf Alþingi að afgreiða tímabærar breytingar á húsaleigulögum. Endurskoða þarf hvata sem ýta undir ásælni fjárfesta í húsnæði og þrýsta upp leigu- og eignaverði. Þessar leiðir eru skynsamlegar og líklegar til árangurs. Með þeim má ráðast hnitmiðað og ákveðið gegn helstu áhrifaþáttum þeirrar skaðlegu verðbólgu sem þjóðin glímir við. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. [1] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/frettir-og-tilkynningar/frettasafn/frett/2023/08/23/Yfirlysing-peningastefnunefndar-23.-agust-2023/ [2] https://www.sedlabanki.is/utgefid-efni/kalkofninn/grein/2024/02/26/Undirliggjandi-verdbolga-hvad-er-thad-/
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun