Séra Guðrún kjörin biskup Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 12:48 Guðrún Karls Helgudóttir Vísir/Einar Séra Guðrún Karls Helgudóttir var í dag kjörin biskup Íslands. Kosið var milli hennar og Guðmundar Karls Brynjarssonar. Guðrún tekur við af Agnesi M. Sigurðardóttur sem hefur gegnt embættinu síðan árið 2012. Þetta var tilkynnt á vef Kirkjunnar í dag. Þar segir að Guðrún hafi fengið 52,19 prósent atkvæða og Guðmundur hlaut 46,97 prósent atkvæða. Kjörsókn var 88,85 prósent. Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Um var að ræða seinni umferð biskupskjörs en í fyrri hluta kjörsins var valið milli þeirra tveggja, auk Sr. Elínborgar Sturludóttur. Guðrún hlaut þar 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur 28,11 prósent og Elínborg 25,48 prósent. Enginn hlaut meira en helming atkvæða og því var kosið á ný. Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt áttu aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá áttu einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Guðrún var stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000. Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000. Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg. Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg. Hún vígðist þann 11. janúar árið 2011 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008. Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016. Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022. Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Vistaskipti Reykjavík Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Þetta var tilkynnt á vef Kirkjunnar í dag. Þar segir að Guðrún hafi fengið 52,19 prósent atkvæða og Guðmundur hlaut 46,97 prósent atkvæða. Kjörsókn var 88,85 prósent. Sr. Guðrún verður vígð í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. september. Um var að ræða seinni umferð biskupskjörs en í fyrri hluta kjörsins var valið milli þeirra tveggja, auk Sr. Elínborgar Sturludóttur. Guðrún hlaut þar 45,97 prósent atkvæða, Guðmundur 28,11 prósent og Elínborg 25,48 prósent. Enginn hlaut meira en helming atkvæða og því var kosið á ný. Á kjörskrá voru 2.282 einstaklingar, þar af 167 prestar og djáknar og 2.115 leikmenn. Kosningarétt áttu aðal- og varamenn í sóknarnefndum og allt að sjö kjörfulltrúar úr hverju prestakalli, valdir af sóknarnefnd eða sóknarnefndum. Þá áttu einnig kosningarétt aðrir leikmenn sem eiga sæti á kirkjuþingi. Í tilnefningarferlinu hlaut Guðrún 65 tilnefningar, Guðmundur Karl 60 og Elínborg 52. Guðrún var stúdent frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1992 og lauk B.A. í guðfræði frá Háskóla Íslands haustið 1998 og cand. theol. frá sama skóla árið 2000. Guðrún hafði umsjón með barnastarfi við Árbæjarkirkju og var æskulýðsfulltrúi við Akraneskirkju og Grafarvogskirkju 1999-2000. Auk þess sinnti hún ýmsum störfum í kirkjum á höfuðborgarsvæðinu með námi svo sem í Hjallakirkju og Seltjarnarneskirkju og sá um leikjanámskeið í Reykjavíkurprófastsdæmum og hafði umsjón með fermingarbarnanámskeiðum í Skálholti og Gautaborg. Guðrún tók starfsnám í Gautaborgarstifti árin 2001-2003. Hún var meðferðarfulltrúi í kvennaathvarfi í Gautaborg 2000-2001 og æskulýðsfulltrúi í Lunby söfnuði í Gautaborg. Hún vígðist þann 11. janúar árið 2011 í Dómkirkjunni í Gautaborg og þjónaði í Näsets söfnuði 2004 – 2005 og í Lerums söfnuði árin 2005-2008. Hún varð prestur í Grafarvogssöfnuði árið 2008 og hefur þjónað sem sóknarprestur í sama söfnuði frá árinu 2016. Sr. Guðrún lauk framhaldsnámi í prédikunarfræðum frá The Lutheran School of Chicago árið 2016 og sat á kirkjuþingi í tvö kjörtímabil frá árinu 2014-2022. Eiginmaður sr. Guðrúnar er Einar Örn Sveinbjörnsson og eiga þau tvær dætur og tvær dótturdætur.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Trúmál Vistaskipti Reykjavík Tengdar fréttir Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00 Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Agnes segir nýjan biskup taka við annarri kirkju en hún tók við Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands segir nýjan biskup ekki taka við sömu þjóðkirkjunni og hún tók við fyrst kvenna fyrir tólf árum. Niðurstaða í biskupskjöri á að liggja fyrir í hádeginu. 7. maí 2024 12:00
Kjósa þarf aftur til biskups Kjósa þarf aftur á milli þeirra Guðrúnar Karls Helgudóttur og Guðmundar Karls Brynjarssonar vegna þess að ekki fékkst meirihluti í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag í biskupskjöri. Kosið verður aftur þann 2. maí. 16. apríl 2024 13:45