„Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti“ Bjarki Sigurðsson skrifar 7. maí 2024 15:05 Baldvin Þór Bergsson ritstjóri Kastljóss og María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona sem gerði innslagið í þættinum. Vísir Ritstjóri Kastljóss segist hafa farið yfir athugasemdir Reykjavíkurborgar við innslagi þáttarins í gær og að hann sjái engar staðreyndavillur í því. Verið sé að vitna í gögn beint af vef borgarinnar og úr fjárfestakynningu Haga. Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin. Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Fyrr í dag birtist tilkynning á vef Reykjavíkurborgar þar sem skrifstofa borgarstjóra og borgarritara gerði athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um uppbyggingarreiti og samninga borgarinnar við olíufélög. Telur borgin „alvarlegar staðreyndavillur“ vera í umfjölluninni. Baldvin Þór Bergsson, ritstjóri Kastljóss, segir í samtali við fréttastofu að hann sjái engar staðreyndavillur í þættinum. „Ég sé engar staðreyndavillur í þessum þætti. Það er svo einfalt. Við erum búin að fara yfir þetta,“ segir Baldvin. Beint úr tilkynningu borgarinnar Í athugasemdum borgarinnar var meðal annars rætt um að í innslagi RÚV hafi verið sagt að fjöldi íbúða sem átti að reisa í fyrsta áfanga samninganna eigi að vera sjö hundruð. Hins vegar væru þær ekki svo margar heldur einungis 450. Baldvin segir upplýsingar um sjö hundruð íbúðir koma beint úr fréttatilkynningu á vef borgarinnar. „Það er hægt að skoða tilkynningu Reykjavíkurborgar þar sem hún tilkynnir samningana. Þar sem hún talar um að fyrir utan þessar lóðir séu lóðir við Stekkjarbakka 4-6 þar sem eru tvö hundruð til þrjú hundruð íbúðir. Þannig samtals gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir því í samningum við olíufélögin að það séu sjö til átta hundruð íbúðir í þessum fasa,“ segir Baldvin. Borgin bendir á að Stekkjarbakkalóðin sé ekki hluti af bensínstöðvalóðasamningunum heldur séu það allt önnur viðskipti sem komi málinu ekki við. Þar með sé íbúðafjöldatalan röng. Vitnað í fjárfestakynningu Haga Gerð var athugasemd við verðmat á byggingarrétti fyrir lóð í Norður-Mjódd, sjávarlóð við Klettagarða, lóð við Nýbýlaveg í Kópavogi og aðra við Tjarnarvelli í Hafnarfirði. Í umfjöllun RÚV kemur fram að virðið sé 3,9 milljarðar en borgin vill meina að virðið sé 1,2 milljarðar. „Þar erum við bara að vitna í fjárfestakynningu þar sem Hagar taka sérstaklega fram að það sem þeir setja inn í þetta nýja félag séu lóðir, meðal annars Stekkjarbakkalóðin, og að virðið sé 3,9 milljarðar. Við erum bara að vitna í það. Við erum bara að vitna í fjárfestakynningar frá Högum sjálfum,“ segir Baldvin. Og aftur bendir borgin á að Stekkjarbakkalóðin eigi ekki að vera með í útreikninginum og því sé verðmat á byggingarrétti rangt. Mega vera ósammála viðmælendum Þá komi upplýsingar um að leynd hafi ríkt um málið innan borgarstjórnar ekki beint frá RÚV heldur er það komið frá viðmælendum þeirra. „Þetta eru bara viðmælendur, fulltrúar minnihlutans sem segja þetta. Þau geta alveg verið ósammála því en þetta er bara viðmælendur sem segja þetta. Við erum ekki einu sinni að hafa þetta eftir þeim heldur segja þau þetta sjálf,“ segir Baldvin. Málið sé orðið ótrúlega skrítið. „Þið megið alveg fara að reyna að eyða þessum undarlegu sögusögnum um einhverja þöggun því hún á ekki við nein rök að styðjast. Og er algjörlega forkastanlegt að það sé verið að reyna að blása það upp í fjölmiðlum svo ég sé nú bara alveg heiðarlegur,“ segir Baldvin.
Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Reykjavík Borgarstjórn Jarða- og lóðamál Bensín og olía Tengdar fréttir Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Segir engin annarleg sjónarmið að baki ákvörðun RÚV Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins segir engin annarleg sjónarmið hafa búið að baki því að innslag sem átti að sýna í fréttaskýringarþættinum Kveik síðasta þriðjudag hafi verið tekið af dagskrá. 27. apríl 2024 14:24
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent