Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2024 07:01 Auglýsing fyrir aðalfund MÍR hangir nú í glugga við inngang húsnæðis félagsins á Hverfisgötu. Tillaga um að selja húsnæðið er á dagskrá fundarins. Vísir Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Töluverður styr hefur staðið um starfsemi MÍR undanfarin misseri. Fyrrverandi formaður félagsins og tveir aðrir félagar til áratuga stefndu félaginu eftir að tillaga þáverandi stjórnar um að hætta starfseminni í þáverandi mynd og selja húsnæðið til þess að fjármagna styrktarsjóð fyrir menningarstarf tengt Rússlandi var samþykkt fyrir að verða tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti allar ákvarðanir aðalfundar, þar á meðal stjórnarkjör, sem var haldinn sumarið 2022 á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nægilega vel auglýstur. Aðalfundurinn nú er auglýstur á vefsíðu Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) og á skilti í glugga húsnæðis þess á Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Hann á að fara fram 28. maí. Á dagskrá hans er umræða um stöðu og framtíð félagsins en einnig tillaga um að veita stjórn heimild til þess að selja húsnæðið að Hverfisgötu og kaupa minni eign. Einar Bragason, formaður þáverandi stjórnar MÍR, sagði Vísi í fyrra að dvínandi félagafjöldi og rýrnandi tekjur þýddu að félagið stæði ekki lengur undir því að eiga og reka stórt húsnæði. Fáir hafi jafnframt verið orðnir eftir til að standa að viðburðum í sjálfboðavinnu og gestir á þá viðburði svo voru haldnir að sama skapi fáir. MÍR var töluvert stöndugt félag á sínum tíma með á annað þúsund félaga. Rithöfundarnir Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson voru fyrsti forseti og varaforseti félagsins sem var stofnað árið 1950 og var þá kennt við Sovétríkin. Vefsíða á vegum rétttrúnaðarkirkjuna hvatti til skráningar í félagið Stefnendurnir í dómsmálinu sem kröfðust ógildingar aðalfundarins 2022 stóðu fyrir opnum umræðufundi um framtíð MÍR í síðasta mánuði. Sá fundur var meðal annars auglýstur á rússneskumælandi vefsíðu með íslenskt lén, Rus.is, sem virðist á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Með grein sem birtist á síðunni 14. apríl fylgdi mynd þar sem lesendum var leiðbeint að leggja fé inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjald í félagið. „Fellum stjórnina sem er andsnúin Rússlandi og kjósum nýja stjórn,“ sagði á myndinni. Höfundar efnis á vefsíðunni eru sagðir rússneskir blaðamenn búsettir á Íslandi. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunnu Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl. Rus.is tengist rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Í þessu samhengi vekur athugasemd við fundarboðið á vefsíðu MÍR athygli. Þar er bent á að félagsstjórn MÍR þurfi að samþykkja inntökubeiðni nýrra félagsmanna. Tillögu og atkvæðisrétt á fundinum hafi aðeins skuldlausir og fullgildir félagar sem hafa gengið í félagið minnst þremur mánuðum fyrir aðalfund. Einnig sé hægt að víkja félagsmanni úr félaginu með ákvörðun félagsstjórnar gerist hann brotlegur við stefnu og markmið félagsins. Þá ákvörðun verði þó að bera undir almennan félagsfund til staðfestingar. Athugasemd sem birtist með boði til aðalfundar MÍR á vefsíðu félagsins.MÍR Taldi Rússa reyna að gera MÍR að hluta af pólitísku kerfi Hópurinn sem skipulagði opna fundinn í síðasta mánuði sagði að þáverandi stjórn MÍR hefði tekið fleiri umdeildar ákvarðanir, þar á meðal að slíta tengsl við rétttrúnaðarkirkjuna og rússneskumælandi hópa. Þá hafi samskipti við rússneska sendiráðið á Íslandi og vinasamtök úti í Rússlandi fallið niður í tíð stjórnarinnar. Ákvörðunin um að breyta starfsemi MÍR var tekin um fjórum mánuðum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Einar þáverandi formaður sagði í fyrra að innrásin hefði ekki haft bein áhrif á ákvörðunina. Þá sagði hann að þáverandi sendiherra Rússlands hefði slitið samskiptin við MÍR eftir deilur um öryggisgæslu fyrir sögufrægan fána. „Það var kominn strax þá hugur í Rússana að veiða alla í eitthvert net að við yrðum bara hluti af þeirra pólitíska kerfi sem við vorum ekki tilbúin að gangast inn í,“ sagði Einar þá. Menning Félagasamtök Rússland Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Töluverður styr hefur staðið um starfsemi MÍR undanfarin misseri. Fyrrverandi formaður félagsins og tveir aðrir félagar til áratuga stefndu félaginu eftir að tillaga þáverandi stjórnar um að hætta starfseminni í þáverandi mynd og selja húsnæðið til þess að fjármagna styrktarsjóð fyrir menningarstarf tengt Rússlandi var samþykkt fyrir að verða tveimur árum. Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti allar ákvarðanir aðalfundar, þar á meðal stjórnarkjör, sem var haldinn sumarið 2022 á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nægilega vel auglýstur. Aðalfundurinn nú er auglýstur á vefsíðu Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) og á skilti í glugga húsnæðis þess á Hverfisgötu 105 í Reykjavík. Hann á að fara fram 28. maí. Á dagskrá hans er umræða um stöðu og framtíð félagsins en einnig tillaga um að veita stjórn heimild til þess að selja húsnæðið að Hverfisgötu og kaupa minni eign. Einar Bragason, formaður þáverandi stjórnar MÍR, sagði Vísi í fyrra að dvínandi félagafjöldi og rýrnandi tekjur þýddu að félagið stæði ekki lengur undir því að eiga og reka stórt húsnæði. Fáir hafi jafnframt verið orðnir eftir til að standa að viðburðum í sjálfboðavinnu og gestir á þá viðburði svo voru haldnir að sama skapi fáir. MÍR var töluvert stöndugt félag á sínum tíma með á annað þúsund félaga. Rithöfundarnir Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson voru fyrsti forseti og varaforseti félagsins sem var stofnað árið 1950 og var þá kennt við Sovétríkin. Vefsíða á vegum rétttrúnaðarkirkjuna hvatti til skráningar í félagið Stefnendurnir í dómsmálinu sem kröfðust ógildingar aðalfundarins 2022 stóðu fyrir opnum umræðufundi um framtíð MÍR í síðasta mánuði. Sá fundur var meðal annars auglýstur á rússneskumælandi vefsíðu með íslenskt lén, Rus.is, sem virðist á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Með grein sem birtist á síðunni 14. apríl fylgdi mynd þar sem lesendum var leiðbeint að leggja fé inn á bankareikning MÍR og skrá það sem félagsgjald í félagið. „Fellum stjórnina sem er andsnúin Rússlandi og kjósum nýja stjórn,“ sagði á myndinni. Höfundar efnis á vefsíðunni eru sagðir rússneskir blaðamenn búsettir á Íslandi. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunnu Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl. Rus.is tengist rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Í þessu samhengi vekur athugasemd við fundarboðið á vefsíðu MÍR athygli. Þar er bent á að félagsstjórn MÍR þurfi að samþykkja inntökubeiðni nýrra félagsmanna. Tillögu og atkvæðisrétt á fundinum hafi aðeins skuldlausir og fullgildir félagar sem hafa gengið í félagið minnst þremur mánuðum fyrir aðalfund. Einnig sé hægt að víkja félagsmanni úr félaginu með ákvörðun félagsstjórnar gerist hann brotlegur við stefnu og markmið félagsins. Þá ákvörðun verði þó að bera undir almennan félagsfund til staðfestingar. Athugasemd sem birtist með boði til aðalfundar MÍR á vefsíðu félagsins.MÍR Taldi Rússa reyna að gera MÍR að hluta af pólitísku kerfi Hópurinn sem skipulagði opna fundinn í síðasta mánuði sagði að þáverandi stjórn MÍR hefði tekið fleiri umdeildar ákvarðanir, þar á meðal að slíta tengsl við rétttrúnaðarkirkjuna og rússneskumælandi hópa. Þá hafi samskipti við rússneska sendiráðið á Íslandi og vinasamtök úti í Rússlandi fallið niður í tíð stjórnarinnar. Ákvörðunin um að breyta starfsemi MÍR var tekin um fjórum mánuðum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Einar þáverandi formaður sagði í fyrra að innrásin hefði ekki haft bein áhrif á ákvörðunina. Þá sagði hann að þáverandi sendiherra Rússlands hefði slitið samskiptin við MÍR eftir deilur um öryggisgæslu fyrir sögufrægan fána. „Það var kominn strax þá hugur í Rússana að veiða alla í eitthvert net að við yrðum bara hluti af þeirra pólitíska kerfi sem við vorum ekki tilbúin að gangast inn í,“ sagði Einar þá.
Menning Félagasamtök Rússland Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Fleiri fréttir Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Sjá meira
Boða til fundar til að ræða framtíð MÍR eftir dómsmál Áhugafólk um starfsemi íslensk-rússneska menningarfélagsins MÍR hefur boðað til opins fundar um framtíð þess í kjölfar dóms sem ógilti aðalfund félagsins og ákvarðanir sem voru teknar á honum. Fyrrum stjórn hefur sagst undirbúa nýjan aðalfund. 18. apríl 2024 07:01
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00
Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. 5. apríl 2024 07:02
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent