„Allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 8. maí 2024 14:07 Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs í Grindavík. Vísir Yfirvofandi eldgoss í námunda við Grindavík hefur áhrif á þá starfsemi sem hafin var í bænum að sögn formanns bæjarráðs. Ákvörðun um hópuppsagnir bæjarstarfsmanna hafi verið erfið en fyrirsjáanleg. Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í gær var greint frá því að bæjarstjórn Grindavíkur hafi hafið undirbúning að hópuppsögnum bæjarstarfsmanna til að bregðast við nýjum veruleika síðustu mánaða. Starfsmönnum fækkar um allt að 150. Hjálmar Hallgrímsson, formaður bæjarráðs segir samstöðu innan bæjarstjórnarinnar um þessa ákvörðun. „Að því gefnu að skólahald var ekki áformað næsta ár þá lá ekkert annað fyrir en að endurskoða allt saman og það eiginlega blasti við að við yrðum að fara í þessar aðgerðir.“ Hans von sé sú að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á bænum eins fljótt og auðið er og ráða starfsfólk til baka. „Nú er búið að skipa þessa framkvæmdanefnd og ég ætla rétt að vona það að gangi vel. Að það verði ekki bara skoðað í allt sumar á meðan veðrið er gott, og það lagað sem hægt er að laga og ekki er hætta á að fari til fjandans aftur. Við þurfum að byrja einhverja uppbyggingu hérna, því næg eru verkefnin.“ Óhugur meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss Hjálmar segir hljóðið í Grindvíkingum misjafnt en hann skynji óhug meðal fólks vegna yfirvofandi eldgoss. „Það er ekki þægilegt að hlusta á í viku, tíu daga, að það séu komin tíu eða tólf milljón rúmmetrar kviku og það sé alveg að koma eldgos. Síðan hefur bara ekkert gerst. En við erum svo sem með varnargarða sem hafa sannað sig, svo einhver bein hætta, hún að mínu mati er ekki til staðar sem slík. En auðvitað er þetta óþægilegt og við þurfum að vera á varðbergi.“ Á meðan óvissan vofi yfir veigri fólk sér eðlilega við að fara inn í bæinn. Það hafi talsverð áhrif á atvinnulífið, til að mynda hafi löndunum fækkað. „Það eru allir að bíða eftir þessum atburði sem ekki skeður.“ Talsverð óvissa uppi um framhaldið Í síðustu viku var hætta vegna hraunflæðis í Grindavík aukin úr töluverðri hættu í mikla, út frá þeim sviðsmyndum sem nú eru taldar líklegastar. Veðurstofan greindi frá því í gær að enn ríki töluverð óvissa um framvindu jarðhræringanna nú þegar eldgos hefur varað í meira en mánuð, eða frá 16. Mars, á sama tíma og um þrettán milljónir rúmmetrar af kviku hafa nú safnast fyrir undir Svartsengi.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Gosið gæti þúsundfaldast við nýjan atburð Gosið virðist vera að lognast út af en búast má við öðru þar sem kvikuhólfið undir Svartsengi er komið að þolmörkum. Prófessor í jarðeðlisfræði bendir á að það nýja gæti orðið um þúsund sinnum aflmeira en það sem nú kraumar. Enginn ætti að vera nærri sprungunni 7. maí 2024 12:58