Börnum safnað saman og þau skotin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2024 16:01 Abdul Salam Mustafa Adam Hasan, 10 ára, er eitt þeirra barna sem lenti í klóm RSF-liða í El Geneina í júní í fyrra. Abdul var skotinn í kviðinn þar sem hann var á leið í skólann með fimm ára gömlum bróður sínum. Bróðir hans var líka skotinn og lifði ekki af. Abdul hefur síðan síðasta sumar gengist undir sex skurðaðgerðir á sjúkrahúsinu í Adre í Tsjad, þangað sem hann flúði í kjölfarið. Getty/Dan Kitwood Börnum var safnað saman og þau skotin til bana í umfangsmiklum þjóðernishreinsunum í Darfur-héraði Súdan síðasta sumar. Þetta kemur fram í vitnisburði hundruð manna, sem mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa safnað. Allt að fimmtán þúsund voru drepin í borginni El Geneina í Darfur-héraði Súdan síðastliðið sumar. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Ofbeldið gerðist á milli apríl og júní í fyrra og beindist gegn fólki af Masalit-ættbálknum. Í nýrri skýrslu Human Rights Watch, sem fréttastofa Guardian fjallar um, segir að samtökin hafi safnað vitnisburði 221 manns sem varð vitni að ódæðisverkunum. Þar segir að allt bendi til að RSF hafi skipulagt tólf mánaða langa sókn gegn ættbálknum, sem HRW segir þjóðernishreinsun. Lágu í blóði sínu í tíu tíma Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni, sautján ára gamall drengur, segist hafa orðið vitni að því 15. júní síðastliðinn þegar tólf börn og fimm fullorðnir voru drepnir: „Tveir RSF-liðar hrifsuðu börnin úr fangi foreldra þeirra. Þegar foreldrarnir byrjuðu að öskra skutu tveir aðrir RSF-liðar foreldrana til bana,“ er haft eftir piltinum. „Svo söfnuðu þeir börnunum saman og skutu þau á færi. Þeir köstuðu svo líkunum í ána og öllum þeirra eigum sömuleiðis.“ Annað vitni, Ali, segir frá því hvernig hersveitir RSF réðust þennan sama dag á bráðabirgðaspítala í El Geneina, þar sem 25 særðir borgarbúar höfðu leitað aðstoðar. Ali hafði sjálfur verið skotinn í fótinn í fyrri árás. „Þeir hófu skothríð á okkur og drápu alla nema mig og særða konu. Þeir hæfðu mig í hægri handlegginn. Ég lét mig falla fram fyrir mig og þóttist vera dáinn,“ segir Ali. Hann segir að hann og konan hafi legið í blóði sínu, umkringd líkum hinna, í tíu klukkustundir. Á meðan hafi RSF haldið atlögu sinni á borgina áfram. Síðdegis þennan dag hafi annar hópur RSF-liða komið inn á spítalann, gengið í skrokk á Ali og kallað hann niðrandi nöfnum vegna ætternis hans. Vilja viðskiptaþvinganir gegn herforingjum HRW kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Afríkubandalagið setji á vopnasölubann til Súdan og sendi friðarsveitir til Darfur til þess að vernda almenna borgara. Þá er kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á ofbeldinu verði beittir viðskiptaþvingunum. Í þeim hópi er Abdel Rahman Joma'a Barakallah, herforingi RSF í Vestur-Darfur, og alræmdi RSF herforinginn Mohamed „Hemedti“ Hamdan Dagalo og bróðir hans Abdel Raheem. Átta milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan. Getty/Dan Kitwood Frá því að átök milli RSF og súdanska hersins hófust í apríl í fyrra hafa meira en átta milljónir manna flúið heimili sín. Ástandið í landinu er sögð ein versta mannúðarkrísa síðari tíma. RSF hefur náð tökum á nærri öllu Darfur-héraði. Borgin El Fasher er sú síðasta í héraðinu sem súdanski herinn hefur yfirráð yfir. Lík lágu í vegkantinum Fram kom í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári að allt að fimmtán þúsund hafi verið drepin í El Geneina síðasta sumar og vor. Þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir karlmenn voru þá sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Vitni sögðu þá rannsakendum frá því að á leiðinni frá El Geneina hafi lík kvenna og barna legið í hrönnum í vegkantinum. Súdan Tengdar fréttir Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12 Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21. janúar 2024 06:55 Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. 16. október 2023 09:10 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Allt að fimmtán þúsund voru drepin í borginni El Geneina í Darfur-héraði Súdan síðastliðið sumar. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Ofbeldið gerðist á milli apríl og júní í fyrra og beindist gegn fólki af Masalit-ættbálknum. Í nýrri skýrslu Human Rights Watch, sem fréttastofa Guardian fjallar um, segir að samtökin hafi safnað vitnisburði 221 manns sem varð vitni að ódæðisverkunum. Þar segir að allt bendi til að RSF hafi skipulagt tólf mánaða langa sókn gegn ættbálknum, sem HRW segir þjóðernishreinsun. Lágu í blóði sínu í tíu tíma Eitt vitnanna sem rætt er við í skýrslunni, sautján ára gamall drengur, segist hafa orðið vitni að því 15. júní síðastliðinn þegar tólf börn og fimm fullorðnir voru drepnir: „Tveir RSF-liðar hrifsuðu börnin úr fangi foreldra þeirra. Þegar foreldrarnir byrjuðu að öskra skutu tveir aðrir RSF-liðar foreldrana til bana,“ er haft eftir piltinum. „Svo söfnuðu þeir börnunum saman og skutu þau á færi. Þeir köstuðu svo líkunum í ána og öllum þeirra eigum sömuleiðis.“ Annað vitni, Ali, segir frá því hvernig hersveitir RSF réðust þennan sama dag á bráðabirgðaspítala í El Geneina, þar sem 25 særðir borgarbúar höfðu leitað aðstoðar. Ali hafði sjálfur verið skotinn í fótinn í fyrri árás. „Þeir hófu skothríð á okkur og drápu alla nema mig og særða konu. Þeir hæfðu mig í hægri handlegginn. Ég lét mig falla fram fyrir mig og þóttist vera dáinn,“ segir Ali. Hann segir að hann og konan hafi legið í blóði sínu, umkringd líkum hinna, í tíu klukkustundir. Á meðan hafi RSF haldið atlögu sinni á borgina áfram. Síðdegis þennan dag hafi annar hópur RSF-liða komið inn á spítalann, gengið í skrokk á Ali og kallað hann niðrandi nöfnum vegna ætternis hans. Vilja viðskiptaþvinganir gegn herforingjum HRW kallar eftir því að Sameinuðu þjóðirnar og Afríkubandalagið setji á vopnasölubann til Súdan og sendi friðarsveitir til Darfur til þess að vernda almenna borgara. Þá er kallað eftir því að þeir sem beri ábyrgð á ofbeldinu verði beittir viðskiptaþvingunum. Í þeim hópi er Abdel Rahman Joma'a Barakallah, herforingi RSF í Vestur-Darfur, og alræmdi RSF herforinginn Mohamed „Hemedti“ Hamdan Dagalo og bróðir hans Abdel Raheem. Átta milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Súdan. Getty/Dan Kitwood Frá því að átök milli RSF og súdanska hersins hófust í apríl í fyrra hafa meira en átta milljónir manna flúið heimili sín. Ástandið í landinu er sögð ein versta mannúðarkrísa síðari tíma. RSF hefur náð tökum á nærri öllu Darfur-héraði. Borgin El Fasher er sú síðasta í héraðinu sem súdanski herinn hefur yfirráð yfir. Lík lágu í vegkantinum Fram kom í skýrslu sem gerð var fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári að allt að fimmtán þúsund hafi verið drepin í El Geneina síðasta sumar og vor. Þegar fólk hafi lent í höndum RSF-liða hafi konur og menn verið aðskilin og þau beitt ofbeldi. Hundruð eru sögð hafa verið skotin í fæturna svo þau gætu ekki flúið. Ungir karlmenn voru þá sérstaklega teknir til yfirheyrslu og ef þeir reyndust af Masalit-ættum voru þeir gjarnan skotnir í höfuðið. Þá segja rannsakendur öryggisráðsins að fjölda kvenna hafi verið nauðgað. Vitni sögðu þá rannsakendum frá því að á leiðinni frá El Geneina hafi lík kvenna og barna legið í hrönnum í vegkantinum.
Súdan Tengdar fréttir Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12 Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21. janúar 2024 06:55 Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. 16. október 2023 09:10 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Óttast að 222 þúsund börn deyi úr hungri á næstu vikum Ástandið í Súdan fer sífellt versnandi og vara Sameinuðu þjóðirnar við því að hungurkrísan þar gæti orðið sú versta í heiminum. Vannæring færist mjög í aukana og börn hafi dáið úr hungri. Einn þriðji þjóðarinnar, um átján milljónir manna, eigi erfitt með að verða sér út um mat. 21. mars 2024 14:12
Allt að fimmtán þúsund manns drepin í einni borg Allt að fimmtán þúsund manns hafa verið drepin í einni borg í Darfur héraði í Súdan, þar sem gífurlegt ofbeldi hefur átt sér stað. Fólkið er sagt hafa verið drepið af vígamönnum hóps sem kallast Rapid Support Forces eða RSF í umfangsmiklu þjóðernisofbeldi. 21. janúar 2024 06:55
Martraðarástand í Súdan og níu þúsund fallnir Allt að níu þúsund manns hafa fallið á undanförnum sex mánuðum í Súdan og mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst mannúðarástandinu við martröð. Aðstæður almennings í Súdan hafa versnað til muna á undanförnum mánuðum. 16. október 2023 09:10