Sveindís bikarmeistari annað árið í röð Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2024 15:59 Sveindís Jane fagnar með liðsfélögum sínum í leikslok vísir/Getty Wolfsburg varð í dag þýskur bikarmeistari í fótbolta kvenna, tíunda árið í röð, með því að leggja helstu keppinauta sína í Bayern München að velli, 2-0, í úrslitaleik í Köln. Bayern fagnaði þýska meistaratitlinum um síðustu helgi og hafði ekki tapað leik í vetur í þýsku deildinni né bikarnum, en Wolfsburg hefur hins vegar gríðarlega reynslu af því að vinna bikarúrslitaleiki eins og fyrr segir. Og það var líka Wolfsburg sem spilaði af mun meiri krafti í fyrri hálfleiknum, fullt sjálfstrausts, og í honum komu bæði mörkin. Jule Brand skoraði fyrra markið með skoti utan teigs á 14. mínútu, en Maria Grohs gerði slæm mistök þegar hún leyfði boltanum að skoppa yfir sig í marki Bayern. Dominique Janssen skoraði svo seinna markið með skalla eftir hornspyrnu, fimm mínútum fyrir hálfleik. Glódís Perla Viggósdóttir stóð fyrir sínu í vörn Bayern í bikarúrslitaleiknum en verður að láta sér þýska meistaratitilinn nægja í ár.Getty/Christof Koepsel Sveindís Jane Jónsdóttir er nýkomin á ferðina eftir meiðsli en kom inn á hjá Wolfsburg á 68. mínútu. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, stóð vaktina vel í vörn liðsins allan leikinn en liðsfélagar hennar náðu lítið að skapa fram á við. Þegar það tókst varði Merle Frohms frábærlega í marki Wolfsburg. Draumur Bayern um að vinna tvöfalt varð því að engu en Wolfsburg vann tíunda bikarmeistaratitil sinn í röð, og Alexandra Popp vann sinn ellefta bikarmeistaratitil. Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Bayern fagnaði þýska meistaratitlinum um síðustu helgi og hafði ekki tapað leik í vetur í þýsku deildinni né bikarnum, en Wolfsburg hefur hins vegar gríðarlega reynslu af því að vinna bikarúrslitaleiki eins og fyrr segir. Og það var líka Wolfsburg sem spilaði af mun meiri krafti í fyrri hálfleiknum, fullt sjálfstrausts, og í honum komu bæði mörkin. Jule Brand skoraði fyrra markið með skoti utan teigs á 14. mínútu, en Maria Grohs gerði slæm mistök þegar hún leyfði boltanum að skoppa yfir sig í marki Bayern. Dominique Janssen skoraði svo seinna markið með skalla eftir hornspyrnu, fimm mínútum fyrir hálfleik. Glódís Perla Viggósdóttir stóð fyrir sínu í vörn Bayern í bikarúrslitaleiknum en verður að láta sér þýska meistaratitilinn nægja í ár.Getty/Christof Koepsel Sveindís Jane Jónsdóttir er nýkomin á ferðina eftir meiðsli en kom inn á hjá Wolfsburg á 68. mínútu. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern, stóð vaktina vel í vörn liðsins allan leikinn en liðsfélagar hennar náðu lítið að skapa fram á við. Þegar það tókst varði Merle Frohms frábærlega í marki Wolfsburg. Draumur Bayern um að vinna tvöfalt varð því að engu en Wolfsburg vann tíunda bikarmeistaratitil sinn í röð, og Alexandra Popp vann sinn ellefta bikarmeistaratitil.
Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira