Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. maí 2024 19:46 Linda Karen ástandið óásættanlegt. vísir/bjarni/berghildur Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48