Sá besti í heimi á þessu CrossFit tímabili kom til Íslands til að æfa með BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2024 14:30 Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski tóku vel á því á ÍR-vellinum á Sumardeginum fyrsta. Skjámynd/The Training Plan Finninn Jonne Koski hefur verið að gera frábæra hluti á þessu CrossFit tímabili og í raun hefur enginn staðist honum snúninginn hingað til nú þegar tveir fyrstu hlutar undankeppni heimsleikanna eru að baki. Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira
Hinn þrítugi Koski vann fyrst Open, fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna, en fylgdi því síðan eftir með því að vinna líka fjórðungsúrslitin. Hann tryggði sér því með sannfærandi hætti sæti í undanúrslitunum þar sem í boði eru sæti á heimsleikunum í haust. Þjálfari Koski er landi hans Jami Tikkanen sem við Íslendingar þekkjum vel enda búinn að þjálfa Anníe Mist Þórisdóttur og Björgvin Karl Guðmundsson lengi. Björgvin Karl Guðmundsson og Jonne Koski ræða málin.Skjámynd/Youtube Tikkanen sýndi frá því á The Training Plan Youtube síðunni þegar Koski kom til Íslands og æfði með Björgvini en báðir eru að undirbúa sig fyrir undanúrslitin sem fara fram í þessum mánuði. Björgvin Karl varð í sjötta sæti á heimsvísu og í þriðja sæti í Evrópu í fjórðungsúrslitunum. Æfðu á ÍR-vellinum Myndbandið byrjar á þeim hlaupa hringi á ÍR-vellinum á Sumardaginn fyrsta. Tikkanen segir þar mikilvægt að pína þá til að keyra sig áfram þegar þeir eru orðnir þreyttir. Hann lét þá hlaupa þrisvar sinnum 800 metra með stuttum hvíldum og endurtaka það síðan. Eftir það sprettu þeir 400 metra, 300 metra, 200 metra og 100 metra. Þetta er taktískur undirbúningur fyrir komandi keppni. Lét þá spretta þegar þeir voru þreyttir „Ég er bara að passa upp á það að þeir eigi hraða eftir í fótunum þegar þeir eru orðnir þreyttir. Það er staða sem kemur svo oft upp í CrossFit keppnum. Í lok hlaups þá verður að eiga eftir aukagír eins og í lok erfiðarar keppnishelgar þá verður þú að geta ennþá hlaupið,“ sagði Jami Tikkanen. Í myndbandinu má síðan sjá brot af æfingum félaganna og eins ræðir Jami stöðuna á þeim nú þegar alvaran nálgast og kemur í ljós hvort þeir keppa um heimsmeistaratitilinn í ár. Liðsfélagar eða keppinautar? „Þeir eru bæði liðsfélagar og keppinautar. Þeir eru liðsfélagar á æfingunum en svo eru þeir auðvitað keppinautar í keppnum sjálfum. Ef það koma upp möguleikar til að vinna saman í keppni, svo að báðum gangi betur, þá er líka tímapunktur fyrir þá að vera liðsfélagar á ný,“ sagði Jami. „Þetta er klassísk tilhögun þegar þú ert með háklassa íþróttamenn sem eru að æfa saman. Þeir eru að reyna að verða betri en þurfa ekki að keppa á æfingum. Þeir eru meira að ýta hvorum öðrum áfram í erfiðum æfingum. Þegar kemur að keppninni þá er þetta auðvitað hver maður fyrir sig,“ sagði Jami. Hér fyrir neðan má sjá þetta athyglisverða myndband þar sem við fáum innsýn í æfingar þessara heimsklassa CrossFit kappa. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jVxjA7pThMQ">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Í beinni: Þróttur - Valur | Liðin í þriðja og fjórða Í beinni: Fram - Víkingur | Tekst gestunum að toga bláklæddar niður? Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dagskráin: Besta deild kvenna og baráttan um Meistaradeildarsæti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Sjá meira