Kári tekur ábyrgð á stuðningi Víðis og Þórólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 10. maí 2024 16:42 „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama,“ segir Kári um að hann hafi lýsti yfir stuðningi við Katrínu. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda af eigin frumkvæði. Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“ Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Hann segist þó hafa fengið Þórólf Guðnason, fyrrverandi sóttvarnalækni, og Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, til þess að gera slíkt hið sama. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Kára en stuðningur hans, Þórólfs og Víðið í garð Katrínar vakti athygli í morgun. Á meðal þeirra sem velti stuðningnum fyrir sér var Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sem einnig sækist eftir embætti forseta Íslands. „Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta og spilltasta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk,“ sagði Steinunn. Kári vill meina að hann hafi sjálfur haft frumkvæði af stuðningsyfirlýsingunni. Hann hafi ekki haft samband við kosningateymi hennar. „Enda forðast ég kosningamaskínur eins og heitan eldinn,“ segir Kári. „Það má líka leiða að því rök að ég hafi ýtt Þórólfi og Víði til þess að gera hið sama. Við þrír eigum það nefnilega sameiginlegt að hafa unnið náið með Katrínu meðan Covid-19 faraldurinn gekk yfir þjóðina og þótti okkur hún sýna yfirvegun, visku og réttlæti í því hvernig hún höndlaði þá áskorun. Við höfum sem sagt skoðun á Katrínu sem forsetaframbjóðenda sem er ekki úr lausu lofti gripin heldur byggir hún meðal annars á reynslu okkar af samvinnu við hana um erfitt verkefni.“ Í færslu sinni ræðir Kári um málfrelsi, en hann segir að enginn þremenninganna, hans sjálfs, Þórólfs og Víðis, hafi afsalað sér réttinum til að hafa skoðun á samfélagslegum málefnum. „Afsal á slíkum rétti er ekki hluti af starfslýsingu okkar. Það er hluti af mannréttindum okkar að hafa leyfi til þess að tjá okkur um álitamál í samfélagi okkar sem og um álitafólk eins og forstetaframbjóðendur. Við leggjum áherslu á að í yfirlýsingum okkar var ekki eitt einasta hnjóðsyrði um aðra frambjóðendur enda eru þeir allir gott fólk og vel til þess fallið að sitja hátt í samfélaginu,“ segir Kári. Hann telur þó liggja fyrir að sumir séu á þeirri skoðun að hann og þeir sem hafi unnið með Katrínu eigi ekki að styðja við framboð hennar til forseta Íslands. „Það er hins vegar ljóst á athugasemdum við stuðningsyfirlýsingar okkar að þeir eru til í okkar samfélagi sem líta svo á að það hljóti að vera til einhver regla sem banni þeim sem hafa unnið með Katrínu að styðja hana og/eða sumum störfum fyrir hið opinbera fylgi svifting almennra mannréttinda eins og réttinum til þess að tjá sig um það hvern menn vildu fá sem forseta. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.“
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent