Uppgjör og myndir: Keflavík - Grindavík 89-82 | Mögnuð frammistaða Keflavíkur tryggði oddaleik Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2024 21:06 Keflavík Grindavík. Subway deild karla sumar 2024 körfubolti KKÍ. Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann 89-82 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Sigurinn tryggir Keflvíkingum oddaleik þar sem ræðst hvaða lið kemst í úrslitin. Marek Dolezaj treður boltanum.Vísir/Hulda Margrét Ég hef sjaldan séð viðlíka byrjun og í leiknum í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu fyrstu sóknina á að taka þrjú sóknarfráköst og skoruðu fyrstu tólf stigin. Þeir lokuðu vörninni og Grindvíkingar sáu varla körfuna löngum stundum. Eðlilega kveikti byrjun heimamanna vel í þeirra stuðningsmönnum og Sláturhúsið stóð svo sannarlega undir nafni á þessum tímapunkti. Grindvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins í öðrum leikhluta en voru engu að síður of mikið að kvarta og kveina í dómurum og hvor öðrum. DeAndre Kane hélt þeim inni í leiknum með sínum 17 stigum, aðrir voru úti á þekju löngum stundum. DeAndre Kane sækir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu góða byrjun á seinni hálfleik. Hana fengu þeir þó ekki heldur juku Keflvíkingar bara muninn. Hann fór mest í tuttugu og tvö stig en var fjórtán stig þegar fjórði leikhluti hófst. Þá kom áhlaup Grindavíkur. Eða réttara sagt áhlaup Dedrick Basile. Basile skoraði 11 stig á fyrstu tveimur mínútum leikhlutans og skyndilega var munurinn orðinn tvö stig. Keflvíkingar voru í köðlunum en héldu sér á lífi með stórum skotum. Basile fékk litla aðstoð og til dæmis skoraði DeAndre Kane aðeins fjögur stig í síðari hálfleiknum. Keflvíkingar tókst að auka muninn á ný og klára leikinn. Oddaleikur framundan og það er leikur sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að missa af. Atvik leiksins Fyrstu 3:57 mínútur leiksins flokkast í heild sinni sem atvik leiksins. Að þeim loknum var staðan orðin 15-1 fyrir Keflavík og þetta var akkúrat svarið sem þeir þurftu eftir upprúllun Grindvíkinga í síðasta leik. Sigurður Pétursson var frábær í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir náðu sér aldrei eftir þessa byrjun Keflavíkur og áhlaupið í fjórða leikhluta var einfaldlega ekki nóg. Stjörnur og skúrkar Sigurður Pétursson var stjarna leiksins í kvöld. Þvílík frammistaða hjá drengnum! Hann byrjaði leikinn af svakalegum krafti, skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta og endaði leikinn með 24 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum og sýndi frábært fordæmi með baráttu sinni. Sigurður Pétursson sposkur á svip.Vísir/Hulda Margrét Of margir leikmenn Grindavíkur mættu ekki til leiks í kvöld. Dedrick Basile, Ólafur Ólafsson og Daniel Mortensen voru samtals með 12 stig í fyrri hálfleik og Ólafur hitti úr þremur af fjórtán skotum sínum í leiknum. Dómararnir Í heild sinni dæmdu þeir leikinn vel. Þeir ætluðu sér greinilega ekki að missa leikinn úr höndum sér, fóru þrisvar í skjáinn í fyrri hálfleik og dæmdu þá þrjár óíþróttamannslegar villur. Halldór Garðar Hermannsson liggur óvígur.Vísir/Hulda Margrét Halldór Garðar Hermannsson var rekinn úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik og getur ekki kennt neinum þar um nema sjálfum sér. Einkunn dómara 8/10. Stemmning og umgjörð Það var frábær stemmning í Sláturhúsinu í kvöld. Það heyrðist vel í stuðningsmönnum í stúkunni og gæslan var vel sýnileg eftir lætin í leik númer tvö. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist heyrðist eðlilega meira í stuðningsmönnum Keflavíkur og maður minn, þeir voru öflugir í kvöld. Viðtöl „Fannst þetta frekar lítið“ Halldór Garðar Hermannsson sagði frábæra byrjun Keflavíkur hafa lagt grunninn að sigri liðsins gegn Grindavík í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður með orkustigið í liðinu. Við byrjuðum strax og komum út með þvílíku offorsi og settum tóninn. Svo héldum við áfram út leikinn,“ sagði Halldór Garðar í samtali við Andra Má Eggertsson í kvöld. „Þetta var frá byrjun í dag, mjög sætt og ég er ánægður með heildina. Það voru allir að leggja í púkkið varnar- og sóknarlega.“ Halldór Garðar Hermannsson sækir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar komu sterkir út í seinni hálfleik og juku þá muninn upp í rúmlega tuttugu stig. „Við breyttum úr tíu í tuttugu og vorum með stjórn þó þeir hafi náð að minnka þetta. Þetta er leikur áhlaupa. Við byrjuðum mjög vel bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Halldór Garðar var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og þurfti því að yfirgefa völlinn. Hann var ekki ánægður með síðari villuna. „Maður sýnir tilfinningar og um leið og maður gerir það er manni hent út úr húsi. Það er ein hraðaupphlaupsvilla sem er hægt að réttlæta. Svo finnst mér vera vitlaus dómur og ég bregst kannski aðeins rangt við. Mér finnst að það megi sýna smá tilfinningar, ég var ekki að urða neitt yfir hann. Miðað við það sem hefur verið í gangi í þessu einvígi fannst mér þetta frekar lítið.“ Keflvíkingar fagna að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Honum fannst vissulega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það er hræðilegt, ég var búinn að naga allar neglurnar. Það var lítið sem ég gat gert því miður. Ég hafði alltaf trú á liðsfélögunum. Það var helvíti sterkt að klára þetta.“ Stuðningsmenn Keflavíkur létu eðlilega vel í í sér heyra í kvöld og hrósaði Halldór Garðar þeim í hástert. „Eins og ég hef sagt frá bikarnum þá eigum við bestu stuðningsmenn á Íslandi og þeir halda áfram að gefa okkur auka 10-15%. Ég vona að það mæti sem flestir í Smárann og hjálpi okkur að vinna þar.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Grindavík
Keflavík vann 89-82 sigur á Grindavík í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Sigurinn tryggir Keflvíkingum oddaleik þar sem ræðst hvaða lið kemst í úrslitin. Marek Dolezaj treður boltanum.Vísir/Hulda Margrét Ég hef sjaldan séð viðlíka byrjun og í leiknum í kvöld. Keflvíkingar byrjuðu fyrstu sóknina á að taka þrjú sóknarfráköst og skoruðu fyrstu tólf stigin. Þeir lokuðu vörninni og Grindvíkingar sáu varla körfuna löngum stundum. Eðlilega kveikti byrjun heimamanna vel í þeirra stuðningsmönnum og Sláturhúsið stóð svo sannarlega undir nafni á þessum tímapunkti. Grindvíkingar vöknuðu aðeins til lífsins í öðrum leikhluta en voru engu að síður of mikið að kvarta og kveina í dómurum og hvor öðrum. DeAndre Kane hélt þeim inni í leiknum með sínum 17 stigum, aðrir voru úti á þekju löngum stundum. DeAndre Kane sækir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar þurftu góða byrjun á seinni hálfleik. Hana fengu þeir þó ekki heldur juku Keflvíkingar bara muninn. Hann fór mest í tuttugu og tvö stig en var fjórtán stig þegar fjórði leikhluti hófst. Þá kom áhlaup Grindavíkur. Eða réttara sagt áhlaup Dedrick Basile. Basile skoraði 11 stig á fyrstu tveimur mínútum leikhlutans og skyndilega var munurinn orðinn tvö stig. Keflvíkingar voru í köðlunum en héldu sér á lífi með stórum skotum. Basile fékk litla aðstoð og til dæmis skoraði DeAndre Kane aðeins fjögur stig í síðari hálfleiknum. Keflvíkingar tókst að auka muninn á ný og klára leikinn. Oddaleikur framundan og það er leikur sem enginn íþróttaáhugamaður ætti að missa af. Atvik leiksins Fyrstu 3:57 mínútur leiksins flokkast í heild sinni sem atvik leiksins. Að þeim loknum var staðan orðin 15-1 fyrir Keflavík og þetta var akkúrat svarið sem þeir þurftu eftir upprúllun Grindvíkinga í síðasta leik. Sigurður Pétursson var frábær í leiknum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir náðu sér aldrei eftir þessa byrjun Keflavíkur og áhlaupið í fjórða leikhluta var einfaldlega ekki nóg. Stjörnur og skúrkar Sigurður Pétursson var stjarna leiksins í kvöld. Þvílík frammistaða hjá drengnum! Hann byrjaði leikinn af svakalegum krafti, skoraði 10 stig í fyrsta leikhluta og endaði leikinn með 24 stig, hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum og sýndi frábært fordæmi með baráttu sinni. Sigurður Pétursson sposkur á svip.Vísir/Hulda Margrét Of margir leikmenn Grindavíkur mættu ekki til leiks í kvöld. Dedrick Basile, Ólafur Ólafsson og Daniel Mortensen voru samtals með 12 stig í fyrri hálfleik og Ólafur hitti úr þremur af fjórtán skotum sínum í leiknum. Dómararnir Í heild sinni dæmdu þeir leikinn vel. Þeir ætluðu sér greinilega ekki að missa leikinn úr höndum sér, fóru þrisvar í skjáinn í fyrri hálfleik og dæmdu þá þrjár óíþróttamannslegar villur. Halldór Garðar Hermannsson liggur óvígur.Vísir/Hulda Margrét Halldór Garðar Hermannsson var rekinn úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik og getur ekki kennt neinum þar um nema sjálfum sér. Einkunn dómara 8/10. Stemmning og umgjörð Það var frábær stemmning í Sláturhúsinu í kvöld. Það heyrðist vel í stuðningsmönnum í stúkunni og gæslan var vel sýnileg eftir lætin í leik númer tvö. Miðað við hvernig leikurinn þróaðist heyrðist eðlilega meira í stuðningsmönnum Keflavíkur og maður minn, þeir voru öflugir í kvöld. Viðtöl „Fannst þetta frekar lítið“ Halldór Garðar Hermannsson sagði frábæra byrjun Keflavíkur hafa lagt grunninn að sigri liðsins gegn Grindavík í kvöld. „Ég er gríðarlega ánægður með orkustigið í liðinu. Við byrjuðum strax og komum út með þvílíku offorsi og settum tóninn. Svo héldum við áfram út leikinn,“ sagði Halldór Garðar í samtali við Andra Má Eggertsson í kvöld. „Þetta var frá byrjun í dag, mjög sætt og ég er ánægður með heildina. Það voru allir að leggja í púkkið varnar- og sóknarlega.“ Halldór Garðar Hermannsson sækir að körfunni.Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar komu sterkir út í seinni hálfleik og juku þá muninn upp í rúmlega tuttugu stig. „Við breyttum úr tíu í tuttugu og vorum með stjórn þó þeir hafi náð að minnka þetta. Þetta er leikur áhlaupa. Við byrjuðum mjög vel bæði í fyrri og seinni hálfleik.“ Halldór Garðar var rekinn út úr húsi eftir að hafa fengið tæknivillu í seinni hálfleik. Hann fékk óíþróttamannslega villu í fyrri hálfleik og þurfti því að yfirgefa völlinn. Hann var ekki ánægður með síðari villuna. „Maður sýnir tilfinningar og um leið og maður gerir það er manni hent út úr húsi. Það er ein hraðaupphlaupsvilla sem er hægt að réttlæta. Svo finnst mér vera vitlaus dómur og ég bregst kannski aðeins rangt við. Mér finnst að það megi sýna smá tilfinningar, ég var ekki að urða neitt yfir hann. Miðað við það sem hefur verið í gangi í þessu einvígi fannst mér þetta frekar lítið.“ Keflvíkingar fagna að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Honum fannst vissulega erfitt að fylgjast með af hliðarlínunni. „Það er hræðilegt, ég var búinn að naga allar neglurnar. Það var lítið sem ég gat gert því miður. Ég hafði alltaf trú á liðsfélögunum. Það var helvíti sterkt að klára þetta.“ Stuðningsmenn Keflavíkur létu eðlilega vel í í sér heyra í kvöld og hrósaði Halldór Garðar þeim í hástert. „Eins og ég hef sagt frá bikarnum þá eigum við bestu stuðningsmenn á Íslandi og þeir halda áfram að gefa okkur auka 10-15%. Ég vona að það mæti sem flestir í Smárann og hjálpi okkur að vinna þar.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti