Líklegt að Ísraelar hafi brotið alþjóðalög með bandarískum vopnum Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2024 22:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti stígur um borð í forsetaþyrlu. Hann lét vinna skýrslu um hernað Ísraela á Gasa að kröfu Bandaríkjaþings. AP/Jose Carlos Fajardo Bandaríkjastjórn telur líklegt að ísraelsk stjórnvöld hafi brotið alþjóðleg mannúðarlög með notkun sinni á bandarískum vopnum í hernaði sínum á Gasa. Ekki hafi þó verið hægt að staðfesta það og hún trúi fullyrðingum Ísraela um að þeir fari að lögum. Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Niðurstaða skýrslu sem Joe Biden Bandaríkjaforseti lét taka saman er að ekki sé hægt að tengja ákveðin bandarísk vopn við einstakar árásir Ísraelshers á Gasa vegna stríðsástandsins þar. Það sé þó réttmætt að álykta að bandarísk vopn hafi verið notuð í tilvikum sem „voru í ósamræmi við skyldur samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum“ eða „bestu starfsvenjur“ Bandaríkjahers, að sögn Washington Post. Þrátt fyrir það segist stjórn Biden taka loforð ísraelskra stjórnvalda um að þau brjóti hvorki bandarísk lög né alþjóðalög trúanleg. Þannig getur hún haldið áfram að veita Ísraelum hernaðaraðstoð. Þolinmæði Biden og ríkisstjórnar hans með ísraelskum bandamönnum hefur farið þverrandi á undanförnum mánuðum í skugga áframhaldandi blóðsúthellinga á Gasa. Áætlað er að hernaðaraðgerðir Ísraela hafi kostað á fjórða tug þúsunda Palestínumanna lífið. Aðgerðirnar eru svar við hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna í október þar sem á annað þúsund Ísraela voru drepin. Bandaríkjastjórn stöðvaði þannig sendingu á um 3.500 sprengjum sem til stóð að afhenda Ísraelum til þess að fæla þá frá fyrirætlunum sínum um árás á borgina Rafah. Itamar Ben-Gvir, þjóðaröryggisráðherra Ísraels og harðlínumaður, svaraði á samfélagsmiðli með því að segja að Hamas-samtökin elskuðu Biden. Hafa þekkingu og tól til að lágmarka mannfall en virðast ekki beita þeim alltaf Ísraelar sýndu ekki fullan samstarfsvilja til að greiða götu hjálpargagna á Gasa fyrstu mánuðina eftir að hernaðaraðgerðir þeirra hófust samkvæmt skýrslunni. Tekið er fram að Ísraelar hafi síðan tekið sig á. Washington Post segir að sá hluti skýrslunnar virðist hafa verið skrifaður áður en Ísraelar stöðvuðuð flæði hjálpargagna inn á suðurhluta Gasa fyrir innrás sína í Rafah. Þá segja skýrsluhöfundar Bandaríkjastjórnar að Ísraelar hafi gripið til einhverra ráða til þess að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og að þeir hafi til þess þekkingu og tækni. Hátt mannfall óbreyttra borgara veki aftur á móti spurningar um hvort að Ísraelsher beiti þeim ráðum í öllum tilfellum.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53 Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37 Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Ísland greiddi atkvæði með auknum rétti Palestínu hjá SÞ Fulltrúi Íslands greiddi atkvæði með aukinni þátttöku Palestínu í störfum allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í atkvæðagreiðslu þar í dag. Tillagan var samþykkt en Bandaríkin voru eitt níu ríkja sem greiddi atkvæði gegn henni. 10. maí 2024 17:53
Skotið á íbúa Rafah og heilbrigðiskerfi Gasa hrunið Reyk lagði yfir landamæraborgina Rafah á Gasaströndinni og sprengingar heyrðust í morgun eftir að Ísraelsher gerði árás á austurhluta borgarinnar. Heilbrigðisstarfsmenn í borginni segja þrjá hafa verið skotna til bana í skriðdrekaárás við mosku í morgun. 9. maí 2024 13:37
Takmarkar hernaðaraðstoð verði gerð árás á Rafah Forseti Bandaríkjanna lýsti því yfir í gær að hann muni stöðva vopnasendingar á sprengjum og skotvopum til Ísrael ef forsætisráðherra Ísrael Benjamin Netanyahu fyrirskipar árás inn á Rafah. Það sagði Biden í viðtali við CNN í gær. Hann sagði Bandaríkin enn munu styðja Ísrael með öðrum hætti. 9. maí 2024 08:02