Fylgishrun Höllu Hrundar staðfest Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 11. maí 2024 12:01 Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi …… Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudaginn að samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Maskínu, sem birtar höfðu verið daginn áður og þeir fjallað um, hefði stuðningur við Höllu Hrund Logadóttur hrunið og þannig dregizt saman um tíu prósentustig fyrir og eftir kappræðurnar í Ríkisútvarpinu 3. maí síðastliðinn. Sama dag sat Halla einnig fyrir svörum í Spursmál á mbl.is og mætti sömuleiðis í Pallborðið á Stöð 2 ásamt þeim Baldri Þórhallssyni og Katrínu Jakobsdóttur. Var í kjölfarið mikið rætt um slaka frammistöðu hennar. Maskína fjallaði um meginniðurstöður könnunarinnar á vefsíðu sinni, þar sem Halla Hrund mældist með mest fylgi, en síðan kom eftirfarandi greining á þeim: „Þegar á hinn bóginn tölur eru skoðaðar eftir fyrstu kappræður á RÚV kemur í ljós marktæk breyting hjá Höllu Hrund Logadóttur. Fyrir kappræður sögðust 33% ætla að kjósa hana en tæplega 23% eftir kappræður, hér munar tæplega 10 prósentustigum. Einnig hækkar hlutfall þeirra sem vilja hana síst sem forseta úr tæplega 9% í rúmlega 18% fyrir og eftir kappræður …“ Sjálfsagt að skjóta sendiboðann Viðbrögð ófárra á Facebook-síðu stuðningsmanna Höllu Hrundar voru óneitanlega afar áhugaverð. Fjölmiðlarnir sem sögðu frá greiningu Maskínu voru þannig úthrópaðir og sakaðir um annarlegar hvatir. Þeir væru að flytja falsfréttir, þeir væru að ráðast á Höllu Hrund og að eigendur þeirra væru að beita sér gegn henni. Sömuleiðis að ekkert væri að marka þessa greiningu fjölmiðlanna þrátt fyrir þá staðreynd að miðlarnir voru einungis að segja frá greiningu Maskínu á eigin könnun. Sjálfsagt þótti greinilega að skjóta sendiboðann. Daginn eftir, það er að segja í gær, birtust síðan niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Gallups þar sem greining Maskínu var staðfest. Sú könnun var alfarið gerð eftir að kappræðurnar í Ríkisútvarpinu, viðtalið við Höllu Hrund í Spursmálum og þátttaka hennar í pallborði Stöðvar 2 átti sér stað. Samkvæmt könnuninni dróst fylgi Höllu Hrundar saman um 11 prósentustig frá fyrri könnun fyrirtækisins sem vel má kalla hrun. Hliðstætt og í þeim hluta könnunar Maskínu sem gerð var eftir kappræðurnar, Spursmál og Pallborðið. Mikilvægi málefnalegrar umræðu Hefði skoðanakönnun Maskínu verið gerð alfarið eftir 3. maí verður að teljast mjög líklegt að niðurstöður hennar hefðu að minnsta kosti verið hliðstæðar við könnun Gallups. Það er að Halla Hrund og Katrín væru jafnar. Þó er ekki ósennilegt að Katrín hefði verið eitthvað ofar í ljósi þess að síðasta könnun Maskínu þar á undan skilaði hagstæðari niðurstöðu fyrir hana en fyrri könnun Gallups. Fróðlegt verður fyrir vikið að sjá næstu könnun frá Maskínu. Í öllu falli er ljóst að fylgi getur auðvitað bæði farið hratt upp og hratt niður aftur. Talsvert minni umræða hefur verið um skoðanakönnun Gallups á stuðningsmannasíðu Höllu Hrundar en fréttirnar um könnun Maskínu á fimmtudaginn. Engu að síður má þó finna ýmis ummæli þar sem ýjað er að einhvers konar samsæri i garð hennar sem ekki var fyrir að fara þegar ánægja var þar á bæ með niðurstöður kannana. Miklar tilfinningar tengjast eðlilega forsetakosningunum, bæði á meðal stuðningsmanna Höllu Hrundar og annarra. Hins vegar hljótum við að geta sameinazt um mikilvægi málefnalegrar umræðu. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun