Vilja breyta fyrirkomulagi við úthlutun plássa Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2024 12:44 Starfsmenn Reykjavíkurborgar ætla að skoða hvort breyta þurfi regluverki við úthlutun plássa í sumarfrístund. Myndirnar eru úr safni, en frístundaheimilið Gulahlíð kemur málinu ekki beint við. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Starfsmenn Reykjavíkurborgar skoða nú hvort unnt sé að breyta fyrirkomulagi varðandi frístund barna á sumrin. Foreldrar í Reykjavík hafa kallað eftir auknu fjármagni og breyttu fyrirkomulagi við úthlutun plássa. Nú ríki fyrirkomulagið „fyrstur kemur fyrstur fær“ sem þýði að þau sem þurfi mest á plássinu að halda fái ef til vill ekkert pláss, séu þau of sein að sækja um. Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Hópur foreldra í Reykjavík vakti athygli á málinu í grein á Vísi þar sem þau sögðu kerfið aðeins geta sinnt um helmingnum af eftirspurninni. Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar, tekur undir það að fjármagn vanti í kerfið. „Sko við náttúrulega vinnum eftir þessum fjárhagsramma sem að okkur er gefinn á hverju ári, og það hefur því miður verið þannig að við önnum ekki eftirspurninni á sumrin, en á veturna þá tökum við við öllum börnum sem koma inn,“ segir Soffía. Óvíst sé hvort og hvenær meira fjármagn fáist í kerfið. „Ég sé ekki fyrir mér að það gangi kannski fyrir sumarið í sumar, en það væri óskandi að það myndi leysast fyrir næsta sumar.“ Hún tekur einnig undir með því að fyrirkomulagið við úthlutun plássa sé ekki eins og best verður á kosið. „Á veturnar eins og ég sagði áðan þá er það þannig að allir komast inn, en auðvitað hefur það líka verið svosem umdeilt, og þar hefur verið biðlisti, en þar er ákveðinn forgangur. Yngstu börnin komast fyrst og börn með sérþarfir, og því er ekki til að dreifa í sumarstarfinu. Mér finnst það bara mjög góð ábending frá þessum foreldrum sem að ég legg til að við rýnum betur í. Þá munum við þurfa breyta regluverki hjá okkur.“ Til standi að skoða breytingar á þessu fyrirkomulagi. „Við sannarlega tökum það til skoðunar, en það er verkefni sem við breytum ekki með einni hendingu,“ segir Soffía Pálsdóttir, skrifstofustjóri frístundamála hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.
Reykjavík Frístund barna Tengdar fréttir Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Vilja að plássum í sumarfrístund sé útdeilt með sanngjarnari hætti Foreldra grunnskólabarna í Vesturbænum kalla nú eftir því að Reykjavíkurborg leggi meira fjármagn í frístund á sumrin svo fleiri komist að. Sé það ekki gert kalla þau eftir því að plássum í frístund sé úthlutað með sanngjarnari hætti en nú. 11. maí 2024 07:01