Dan Ndoye og Stefan Posch skoruðu mörk gestanna á níundu og tólftu mínútu leiksins áður en Matteo Politano misnotaði vítaspyrnu eftir um tuttugu mínútna leik og staðan því 2-0 í hálfleik, Bologna í vil.
Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í síðari hálfleik og niðurstaðan varð því að lokum 2-0 sigur Bologna sem tók stórt skref í átt að sæti í Meistaradeild Evrópu með sigrinum.
A HUGE W IN NAPLES. 🙌#NapoliBologna #WeAreOne pic.twitter.com/OnmsNmhwh3
— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) May 11, 2024
Bologna situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig eftir 36 leiki, sjö stigum meira en Atalanta og Roma sem sitja í fimmta og sjötta sæti og geta ógnað Meistaradeildarvonum Bologna. Liðið hefur ekki leikið í Meistaradeildinni síðan tímabilið 1964/65 og því verða sextíu ár á milli þess sem félagið leikur í keppninni.
Napoli situr hins vegar í áttunda sæti ítölsku deildarinnar með 51 stig og enn er óvíst hvort liðið nái að vinna sér inn sæti í Sambandsdeildinni.