„Er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig?“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. maí 2024 13:50 Steinunn Þórðardóttir er formaður Læknafélags Íslands. Vísir/Arnar Formaður Læknafélags Íslands telur að með lögleiðingu dánaraðstoðar hér á landi yrði hlutverki lækna breytt í grundvallaratriðum. Formaður Lífsvirðingar segir að með lögum um slíkt yrði þó ekki lögð skylda á lækna að framkvæma dánaraðstoð. Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“ Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Rætt var um möguleikann á að leyfa dánaraðstoð hér á landi á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Læknafélag Íslands hefur lagst gegn slíkum hugmyndum. Formaður félagsins segir að dánaraðstoð myndi breyta hlutverki lækna verulega. „Auðvitað er réttur hvers og eins hvort hann vill lifa eða deyja. En það er spurning, er réttur þinn eða mannréttindi að einhver annar deyði þig? Það er stóra spurningin. Svo er það líka þessi umræða, hvert er hlutverk lækna? Og það að leyfa dánaraðstoð er auðvitað grundvallarbreyting á hlutverki lækna,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands. Öll verk lækna beinist að því að viðhalda lífi eða líkna fólk sem þjáist. „En að á virkan hátt deyða, hefur ekki verið hluti af okkar verkahring, nema í þeim löndum þar sem þetta hefur verið innleitt. Þannig að þetta er grundvallarbreyting á okkar hlutverki, og mjög mikilvægt að allar svona breytingar séu gerðar í víðtækri sátt við læknastéttina að mínu mati. Vegna þess að þetta snýst ekki bara um réttindi einstaklingsins til að deyja. Þetta snýst um annan aðila sem á þá að framkvæma þennan verknað, veita þessa aðstoð.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp úr smiðju Viðreisnar, þar sem lagt er til að dánaraðstoð verði heimiluð að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Steinunn gagnrýnir skort á samráði við lækna. Það var ekkert rætt við okkur, sem mér finnst mjög merkilegt, vegna þess að í þessu frumvarpi kemur fram mjög nákvæmlega hvernig læknar eiga að deyða sjúklinga. Og maður hugsar: Getur maður lagt svona fram án þess einu sinni að ræða við samtök lækna? Mér finnst það áhugavert, því eins og ég segi þá vissum við ekki að þetta væri á leiðinni,“ sagði Steinunn. Rétturinn til að biðja um ekki það sama og rétturinn til að fá Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar, félags sem berst fyrir löggjöf um dánaraðstoð á Íslandi, segist skilja afstöðu læknafélagsins að einhverju leyti. „En það var eins með presta. Þið munið eftir því þegar þetta frumvarp var samþykkt um giftingar samkynhneigðra. Þá voru prestar lengi vel á móti, og á einhverjum tímapunkti þá tók Alþingi af skarið, sagði „Við komumst ekki lengra“, og í raun samþykkti frumvarp með þeim skilyrðum að prestar gátu neitað,“ sagði Ingrid. Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.Vísir/Vilhelm Hún segir ekki lagðar skyldur á lækna að framkvæma dánaraðstoð, séu þeir mótfallnir því á siðferðislegum eða trúarlegum grundvelli. „Þess vegna er alltaf sagt til dæmis í Hollandi, að þú átt ekki rétt á dánaraðstoð. Þú átt rétt á að biðja um dánaraðstoð.Það er ekki það sama.“
Dánaraðstoð Alþingi Heilbrigðismál Sprengisandur Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira