Góður málsvari íslenskrar menningar Kristín Huld Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2024 18:01 Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hafði verið forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins í átta ár, þegar Katrín Jakobsdóttir tók við sem mennta- og menningarmálaráðherra árið 2009. Frá fyrsta degi sýndi hún málefnum fornleifa brennandi áhuga, rétt eins og öðrum sviðum menningarmála. Hún var sú fyrsta af ráðherrum málaflokksins sem þáði boð um að koma í heimsókn og kynna sér hvað starfsfólk Fornleifaverndarinnar var að fást við. Hún hlustaði á það sem við höfðum að segja. Hún var þægileg, áhugasöm og jákvæð. Ég var ekki alltaf sátt við niðurstöður ráðuneytisins en öll okkar samskipti voru hreinskiptin og fagleg. Katrín var afbragðsgóður ráðherra verndar og vörslu menningarminja. Undir hennar stjórn voru Þjóðminjalög endurskoðuð og ný, farsæl lög um menningarminjar voru sett árið 2012. Fornleifavernd ríkisins og húsafriðunarnefnd voru sameinaðar og Minjastofnun Íslands tók til starfa. Unnið var að fjölda spennandi verkefna í ráðherratíð Katrínar, sem hún tók þátt í. Meðal þeirra var evrópsk ráðstefna um nýtingu fjarkönnunar, svo sem gervihnatta við að skrá minjar. Tækni, sem sýnir m. a. minjar á sjávarbotni, í þéttvöxnum skógi og víðar sem önnur tækni nær ekki til. Katrín sló í gegn og var ljóst af umræðum næstu árin að ráðstefnugestir fylgdust með henni. Önnur áhugaverð verkefni frá þessum tíma voru samkeppni um bætta miðlun og aðgengi að minjunum í Stöng í Þjórsárdal og opnun minjagarðsins á Skriðuklaustri og undirritun verndaráætlunar minjanna. Hvaða umsögn, fær fyrrverandi ráðherra frá fyrrverandi forstöðumanni ? Katrín setur sig vel inn í málin. Það er gaman að ræða við hana. Hún hefur kímnigáfu. Hún er hlý og hefur mikla útgeislun. Hún er afburðagreind eins og alkunna er. Hún talar hin ýmsu tungumál, þeirra á meðal Norðurlandamálin, sem er nauðsynlegt fyrir forseta Íslands. Hún er vel tengd og nýtur virðingar erlendis. Núna þegar hún er hætt í stjórnmálum og gefur kost á sér sem forseti er enginn vafi í mínum huga að íslensk menning fær ekki betri vin í næsta forseta, jafnvel þótt margt ágætt fólk úr menningunni sé í framboði. Katrín fær atkvæðið mitt. Höfundur er með Phd. gráðu í fornleifafræði og fyrrverandi forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins og Minjastofnunar Íslands.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun