Sara upp um tíu sæti á heimslistanum en tvær íslenskar fyrir ofan hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2024 09:31 Sara Sigmundsdóttir er á uppleið á heimslistanum en hún þarf að gera mjög vel í undanúrslitamótinu í Frakklandi um næstu helgi ætli hún að komast aftur á heimsleikana. @sarasigmunds Ísland á fjóra fulltrúa meðal þeirra hundrað bestu í heimi á nýjum heimslista CrossFit samtakanna en hann var gefinn út áður en undanúrslitamótin fara fram. Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur Íslendinga á heimslistanum en hann skipar ellefta sætið hjá körlunum. Björgvin er í sama sæti og síðast en staða þeirra þrettán efstu er óbreytt á milli lista. Efsti maðurinn er Jeffrey Adler, Justin Medeiros er annar og Roman Khrennikov er þriðji. Björgvin er eins og áður eini íslenski karlinn sem er meðal þeirra hundrað bestu á heimslista CrossFit samtakanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Katrín Tanja Davíðsdóttir verður ekki meira með á þessu CrossFit tímabili vegna bakmeiðsla en hún er samt efsta íslenska konan á heimslistanum. Katrín Tanja skipar fjórtánda sætið og dettur niður um fimm sæti. Hún mun þó ekki fá nein stig það sem eftir er af þessu tímabili og dettur því örugglega hratt niður á næsta lista. Næstefsta íslenska konan er Þuríður Erla Helgadóttir sem er í 23. sæti og fer upp um þrjú sæti. Þuríður Erla náði bestum árangri íslensku stelpnanna í fjórðungs úrslitunum. Sara Sigmundsdóttir hækkar sig aftur á móti mest af íslensku konunum á topp hundrað því hún fer upp um heil tíu sæti og upp í 31. sætið. Báðar eru þær Þuríður Erla og Sara að fara að keppa á undanúrslitamótinu í Lyon í Frakklandi alveg eins og Björgvin Karl. Fjórði íslenski keppandinn er síðan hin unga Bergrós Björnsdóttir. Listinn er settur upp með svipuðum hætti og heimslistarnir í golfi og tennis. Árangur fólks á síðustu heimsleikum, bæði undankeppninni og úrslitunum, skilar þeim ákveðnum stigum. Um leið og nýtt mót dettur inn þá falla stig viðkomandi úr elsta mótinu út. Tia Clair Toomey var dottin út af listanum eftir að hafa farið í fæðingarorlof en hún hoppar upp í sjöunda sætið. Efstu sex konurnar á listanum eru í sömu sætum og síðast en efst er ríkjandi heimsmeistari Laura Horvath frá Ungverjalandi, hin kanadíska Emma Lawson er önnur og hin pólska Gabriela Migala er þriðja. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Sjá meira