Tekur til varna eftir stuðningsyfirlýsingu við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2024 12:46 Vilhjálmur Birgisson mætir í heimsókn í forsætisráðuneytið þegar Katrín var forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, tekur til varna á Facebook-síðu sinni eftir að hafa upplýst að atkvæði hans í komandi forsetakosningum færi til Katrínar Jakobsdóttur. Yfirlýsingin vakti mikla athygli og var meðal annars spurt hvort einhver óprúttinn hefði komist í tölvu verkalýðsforkólfsins. Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið. Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira
Innan við þrjár vikur eru til kosninga og hiti að færast í umræðuna. Ekki síst á Facebook þar sem umræða um Katrínu Jakobsdóttur hefur verið mikil. Yfirlýstur stuðningur Víðis Reynissonar, Kára Stefánssonar og Þórólfs Guðnasonar fór öfugt ofan í margan og hið sama má segja þegar Vilhjálmur uppfærði prófílmynd sína með borðanum: Kjósum Katrínu. „Ég get ekki orða bundist yfir sumum athugasemdum sem birtust undir mynd þar sem fram kom að ég ætli persónulega að styðja Katrínu Jakobsdóttur í komandi kosningum til embættis forseta Íslands. Það er sorglegt og dapurlegt að verða vitni að því að sumt fólk skuli ekki virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum þeim sem hefur kosningarrétt til að ákveða hvaða aðila það treystir best til að gegna þessu mikilvæga embætti sem forsetaembættið er,“ segir Vilhjálmur. Halla Hrund Logadóttir og Katrín Jakobsdóttir þykja líklegastar sem stendur til að ná kjöri sem forseti Íslands. Halla Hrund þar aðeins líklegri en Katrín. Baldur Þórhallsson keppir við þær stöllur í kapphlaupinu að Bessastöðum.Vísir/Vilhelm „Aldrei myndi ég skipta mér af því hvaða aðila fólk ætlar að styðja opinberlega til embættis forseta Íslands, enda kemur mér það ekkert við. Munum að virða sjálfstæðan rétt hjá hverjum og einum að ákveða hvern frambjóðenda það mun styðja.“ Hann segist aldrei munu taka þá í því að ata skoðun annarra eða aðra frambjóðendur auri. „Ég mun aldrei taka þátt í slíku enda virði ég ætíð sjálfstæðan rétt hvers og eins til að hafa sína skoðun. Hins vegar er ekkert að því að skiptast málefnalega á skoðunum um frambjóðendur en ég geri þá lágmarkskröfu að það byggist á málefnalegum forsendum og án skítkasts. Ég vil taka það skýrt fram að ég deili ekki sömu pólitísku skoðunum og Katrín í mörgum málum þrátt fyrir það tel ég hana góðan kost fyrir íslensku þjóðina sem forseta Íslands.“ Vilhjálmur lýsir samskiptum sínum við Katrínu undanfarin ár og fer yfir kosti hennar. „Það sem ég tel best í hennar fari er að hún er alþýðuleg, laus við hroka, yfirlæti og snobb sem því miður einkennir sumt fólk sem hefur mikil völd og því til viðbótar virðist Katrín eiga afar gott með að leiða saman og vinna með fólki með ólíkar skoðanir.“ Eins og gengur er viðbrögðin við færslu Vilhjálms misjöfn eftir því hvort fólki líst vel á framboð Katrínar eða ekki. Hún hefur iðullega mælst með næstmest fylgi frambjóðenda í könnunum undanfarið en þá hefur komið fram að mörgum líst alls ekki á Katrínu í embættið.
Forsetakosningar 2024 Stéttarfélög Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Sjá meira