Sá markahæsti dæmdur í sex mánaða bann klukkutíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 15:03 Valeri Nichushkin er góður leikmaður en glímir við einhverja djöfla utan vallar. Getty/Jonathan Kozub Leikmenn og þjálfarar NHL-liðsins Colorado Avalanche fengu að vita það klukkutíma fyrir leik í úrslitakeppninni um Stanley bikarinn að markahæsti leikmaður liðsins og í raun allrar úrslitakeppninnar yrði ekki með liðinu. Ekki bara í leik gærkvöldsins heldur öllum leikjum liðsins næsta hálfa árið. Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann. Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins. Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024 Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1. Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni. Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni. Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna. Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum. Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar. "We hope that he can find some peace and get help."Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024 Íshokkí Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira
Rússneski íshokkímaðurinn Valeri Nichushkin hafði verið dæmdur í hálfs árs bann. Bandarískir fjölmiðlar segja frá banninu en ekki frá ástæðunum af hverju leikmaðurinn er kominn í þetta langa bann. Colorado Avalanche er í undanúrslitum Vesturdeildarinnar á móti Dallas Stars og hefur nú tapað þremur leikjum í röð eftir að hafa unnið fyrsta leik einvígsins. Avs forward Valeri Nichushkin suspended for at least 6 months an hour before Game 4 against Stars https://t.co/yRPTMe3S8D— ESPN 690 (@ESPN690Jax) May 14, 2024 Nichushkin er markhæsti leikmaður allrar úrslitakeppninnar með níu mörk í átta leikjum. Liðið saknaði hans í líka í leiknum sem tapaðist 5-1. Leikmenn Avalanche fréttu bara af banni hans um leið og þeir mættu til leiks því Nichushkin var með þeim á morgunæfingunni. Nichushkin verður launalaus þessa sex mánuði sem hann er í banni. Það fylgir þessum fréttum að Nichushkin er kominn á þriðja stig stuðningsmeðferðar leikmannasamtakanna. Það að hann sé kominn á þriðja stigið þýðir að leikmaðurinn hefur brotið reglurnar á síðustu tveimur mánuðum. Hinn 29 ára gamli Nichushkin var nefnilega líka frá keppni um miðjan janúar þegar hann var líka tekinn inn í umrædda stuðningsmeðferð. Hann var frá keppni fram í lok febrúar. "We hope that he can find some peace and get help."Coach Jared Bednar speaks on the Valeri Nichushkin situation. pic.twitter.com/SVezYNHQTF— TSN (@TSN_Sports) May 14, 2024
Íshokkí Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Sjá meira