Guardiola: Arsenal verður meistari ef við vinnum ekki Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Eins og oft áður undir stjórn Pep Guardiola þá er Manchester City að enda tímabilið á miklu skriði. Getty/Gaspafotos Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lítur á leikinn á móti Tottenham í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið og það eru örugglega margir sammála honum. City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira