Guardiola: Arsenal verður meistari ef við vinnum ekki Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Eins og oft áður undir stjórn Pep Guardiola þá er Manchester City að enda tímabilið á miklu skriði. Getty/Gaspafotos Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lítur á leikinn á móti Tottenham í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið og það eru örugglega margir sammála honum. City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira