Guardiola: Arsenal verður meistari ef við vinnum ekki Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Eins og oft áður undir stjórn Pep Guardiola þá er Manchester City að enda tímabilið á miklu skriði. Getty/Gaspafotos Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lítur á leikinn á móti Tottenham í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið og það eru örugglega margir sammála honum. City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira
City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Fleiri fréttir Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Sjá meira