Drápu fangaverði og hjálpuðu fanga að strjúka Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 14:10 Hundruð lögreglumanna leita nú strokufangans og vitorðsmanna hans. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA Umfangsmikil leit stendur nú yfir að þungvopnuðum mönnum sem skutu að minnsta kosti tvo fangaverði til bana og særðu þrjár aðra alvarlega þegar þeir hjálpuðu fanga að strjúka í norðanverðu Frakklandi í dag. Strokufanginn var dæmdur fyrir rán. Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Byssumennirnir veittu fangaflutningabíl sem flutti fangann úr dómsal í fangelsi fyrirsát við tollskýli nærri Rúðuborg í Normandí í Norður-Frakklandi um ellefu leytið að staðartíma í morgun. Tveir fangavarðanna sem særðust eru í sérstakri lífshættu, að sögn Erics Dupond-Moretti, dómsmálaráðherra Frakklands. Reuters-fréttastofan segir að myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum sýni að minnsta kosti tvo grímuklædda menn með riffla við brennandi jeppa. Svo virðist sem að jeppanum hafi verið ekið framan á fangaflutningabílinn. Dupond-Moretti sagði að árásarmennirnir hefðu verið þungvopnaðir. Strokufanginn sem árásarmennirnir hjálpuðu að sleppa heitir Mohamed Amra, fæddur árið 1994, að sögn saksóknara. Hann var sakfelldur fyrir hættulegt rán í síðustu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters hefur eftir sínum heimildum innan frönsku lögreglunnar að maðurinn sé grunaður um að hafa fyrirskipað morð í Marseille í Suður-Frakklandi þar sem hann tengist skipulögðum glæpasamtökum. Franskir fjölmiðlar segja að Amra sé þekktur undir viðurnefninu „Flugan“ (fr. La mouche), að sögn AP-fréttastofunnar. Nokkur hundruð lögreglumenn eru nú sagðir taka þátt í leitinni að fanganum og samverkamönnum hans. Emmanuel Macron forseti segir að allt verði gert til þess að hafa hendur í hári þeirra. „Þessi árás í morgun sem kostaði líf fangavarða er okkur öllum áfall. Þjóðin stendur með fjölskyldunum, þeim særðu og samstarfsfólki þeirra,“ skrifaði Macron á samfélagsmiðlinum X.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira