Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Rúben Dias faðmar Stefan Ortega eftir sigur Manchester City á Tottenham í gær. getty/Justin Setterfield Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City. Ortega kom inn á sem varamaður fyrir Ederson í seinni hálfleik í leiknum gegn Tottenham í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir slapp Son Heung-min, fyrirliði Spurs, í gegn en Ortega varði frá honum. Í uppbótartíma skoraði Erling Haaland svo annað mark City úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 0-2 sigur. Með sigrinum komst City á topp ensku úrvalsdeildarinnar og þarf bara að vinna West Ham United í lokaumferðinni á sunnudaginn til að verða meistari fjórða árið í röð. Carragher segir að City geti þakkað Ortega fyrir að vera með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. „Tottenham gerði City erfiðara fyrir en við höfum séð nokkuð lið gera í langan tíma, hvað varðar færin sem þeir fengu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Ortega, einn síns liðs, vann ensku úrvalsdeildina fyrir þá. Augljóslega hefur margt gerst á tímabilinu en ef þú horfir á þennan leik og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur í stöðunni 1-0 hefði Arsenal unnið titilinn. Það er svona stutt á milli.“ Carragher segir að stuðningsmenn Arsenal muni gráta færið þar sem Ortega varði frá Son í langan tíma. „Þetta færi er augnablik sem stuðningsmenn Arsenal munu muna eftir næstu 5-10 árin. Jafnvel þótt þeir vinni titilinn á næstu fimm árum - þeir eiga möguleika á því þar sem þeir eru með frábært lið og frábæran stjóra - mun þetta færi ásækja þá,“ sagði Carragher og líkti færinu sem Son fékk við mark Vincents Kompany fyrir City gegn Leicester City 2019. Með því komst City í bílstjórasætið í baráttunni við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn þýski Ortega kom til City frá Armina Bielefeld fyrir tveimur árum. Á þessu tímabili hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir City. Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Ortega kom inn á sem varamaður fyrir Ederson í seinni hálfleik í leiknum gegn Tottenham í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir slapp Son Heung-min, fyrirliði Spurs, í gegn en Ortega varði frá honum. Í uppbótartíma skoraði Erling Haaland svo annað mark City úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 0-2 sigur. Með sigrinum komst City á topp ensku úrvalsdeildarinnar og þarf bara að vinna West Ham United í lokaumferðinni á sunnudaginn til að verða meistari fjórða árið í röð. Carragher segir að City geti þakkað Ortega fyrir að vera með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. „Tottenham gerði City erfiðara fyrir en við höfum séð nokkuð lið gera í langan tíma, hvað varðar færin sem þeir fengu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Ortega, einn síns liðs, vann ensku úrvalsdeildina fyrir þá. Augljóslega hefur margt gerst á tímabilinu en ef þú horfir á þennan leik og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur í stöðunni 1-0 hefði Arsenal unnið titilinn. Það er svona stutt á milli.“ Carragher segir að stuðningsmenn Arsenal muni gráta færið þar sem Ortega varði frá Son í langan tíma. „Þetta færi er augnablik sem stuðningsmenn Arsenal munu muna eftir næstu 5-10 árin. Jafnvel þótt þeir vinni titilinn á næstu fimm árum - þeir eiga möguleika á því þar sem þeir eru með frábært lið og frábæran stjóra - mun þetta færi ásækja þá,“ sagði Carragher og líkti færinu sem Son fékk við mark Vincents Kompany fyrir City gegn Leicester City 2019. Með því komst City í bílstjórasætið í baráttunni við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn þýski Ortega kom til City frá Armina Bielefeld fyrir tveimur árum. Á þessu tímabili hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir City.
Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira