Segir að Ortega hafi unnið titilinn fyrir City Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2024 09:30 Rúben Dias faðmar Stefan Ortega eftir sigur Manchester City á Tottenham í gær. getty/Justin Setterfield Stefan Ortega, varamarkvörður Manchester City, var óvænt hetja liðsins í sigrinum á Tottenham í gær. Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, gekk svo langt að segja að Ortega hafi unnið enska meistaratitilinn fyrir City. Ortega kom inn á sem varamaður fyrir Ederson í seinni hálfleik í leiknum gegn Tottenham í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir slapp Son Heung-min, fyrirliði Spurs, í gegn en Ortega varði frá honum. Í uppbótartíma skoraði Erling Haaland svo annað mark City úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 0-2 sigur. Með sigrinum komst City á topp ensku úrvalsdeildarinnar og þarf bara að vinna West Ham United í lokaumferðinni á sunnudaginn til að verða meistari fjórða árið í röð. Carragher segir að City geti þakkað Ortega fyrir að vera með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. „Tottenham gerði City erfiðara fyrir en við höfum séð nokkuð lið gera í langan tíma, hvað varðar færin sem þeir fengu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Ortega, einn síns liðs, vann ensku úrvalsdeildina fyrir þá. Augljóslega hefur margt gerst á tímabilinu en ef þú horfir á þennan leik og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur í stöðunni 1-0 hefði Arsenal unnið titilinn. Það er svona stutt á milli.“ Carragher segir að stuðningsmenn Arsenal muni gráta færið þar sem Ortega varði frá Son í langan tíma. „Þetta færi er augnablik sem stuðningsmenn Arsenal munu muna eftir næstu 5-10 árin. Jafnvel þótt þeir vinni titilinn á næstu fimm árum - þeir eiga möguleika á því þar sem þeir eru með frábært lið og frábæran stjóra - mun þetta færi ásækja þá,“ sagði Carragher og líkti færinu sem Son fékk við mark Vincents Kompany fyrir City gegn Leicester City 2019. Með því komst City í bílstjórasætið í baráttunni við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn þýski Ortega kom til City frá Armina Bielefeld fyrir tveimur árum. Á þessu tímabili hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir City. Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira
Ortega kom inn á sem varamaður fyrir Ederson í seinni hálfleik í leiknum gegn Tottenham í gær. Þegar fjórar mínútur voru eftir slapp Son Heung-min, fyrirliði Spurs, í gegn en Ortega varði frá honum. Í uppbótartíma skoraði Erling Haaland svo annað mark City úr vítaspyrnu og tryggði liðinu 0-2 sigur. Með sigrinum komst City á topp ensku úrvalsdeildarinnar og þarf bara að vinna West Ham United í lokaumferðinni á sunnudaginn til að verða meistari fjórða árið í röð. Carragher segir að City geti þakkað Ortega fyrir að vera með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina. „Tottenham gerði City erfiðara fyrir en við höfum séð nokkuð lið gera í langan tíma, hvað varðar færin sem þeir fengu,“ sagði Carragher eftir leikinn í gær. „Ortega, einn síns liðs, vann ensku úrvalsdeildina fyrir þá. Augljóslega hefur margt gerst á tímabilinu en ef þú horfir á þennan leik og ef hann hefði ekki átt þessar vörslur í stöðunni 1-0 hefði Arsenal unnið titilinn. Það er svona stutt á milli.“ Carragher segir að stuðningsmenn Arsenal muni gráta færið þar sem Ortega varði frá Son í langan tíma. „Þetta færi er augnablik sem stuðningsmenn Arsenal munu muna eftir næstu 5-10 árin. Jafnvel þótt þeir vinni titilinn á næstu fimm árum - þeir eiga möguleika á því þar sem þeir eru með frábært lið og frábæran stjóra - mun þetta færi ásækja þá,“ sagði Carragher og líkti færinu sem Son fékk við mark Vincents Kompany fyrir City gegn Leicester City 2019. Með því komst City í bílstjórasætið í baráttunni við Liverpool um Englandsmeistaratitilinn. Hinn þýski Ortega kom til City frá Armina Bielefeld fyrir tveimur árum. Á þessu tímabili hefur hann leikið fimmtán leiki fyrir City.
Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sjá meira