Stefna á opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á næsta ári Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2024 09:47 Sölufyrirtæki geta nú keypt langtímavörur frá framleiðendum raforku á uppboðsmörkuðum. Elma stefnir á opnun fyrsta markaðarins með skammtímavörur á næsta ári. Vísir/Vilhelm Dótturfélag Landsnets segist stefna að því að setja fyrsta uppboðsmarkaðinn með skammtímasamninga um raforku í byrjun næsta árs. Þegar hefur verið gengið frá samstarfssamningi við evrópska raforkukauphöll í tengslum við verkefnið. Hröð þróun á sér nú stað á heildsölumarkaði með raforku á Íslandi. Nú í vor hófu tvær kauphallir með langtímasamninga þar sem sölufyrirtæki geta keypt raforku af framleiðendum. Önnur þeirra er á vegum fyrirtækisins Vonarskarðs ehf. en hitt á vegum Elmu, dótturfélags Landsnets. Nú segist Elma hafa gengið frá samstarfssamningi við evrópsku raforkukauphöllina Nord Pool um opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á Íslandi. Þar verði boðið upp á uppboðsmarkað með dags fyrirvara en í framhaldinu sé stefnt að því að bæta við viðskiptum innan dags. Stefnt er að því að markaðurinn fari í loftið í byrjun árs 2025. Á skammtímamarkaðinum segist Elma gegna hlutverki miðlægs mótaðila sem tryggi öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Langtímamarkaður Elmu er í samstarfi við króatíska fyrirtækið Cropex Power Exchange. Nord Pool er með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi og er í eigu evrópsku kauphallarinnar Euronext og TSO Holding, sem er í eigu dreifiaðila raforku á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum. Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43 Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Hröð þróun á sér nú stað á heildsölumarkaði með raforku á Íslandi. Nú í vor hófu tvær kauphallir með langtímasamninga þar sem sölufyrirtæki geta keypt raforku af framleiðendum. Önnur þeirra er á vegum fyrirtækisins Vonarskarðs ehf. en hitt á vegum Elmu, dótturfélags Landsnets. Nú segist Elma hafa gengið frá samstarfssamningi við evrópsku raforkukauphöllina Nord Pool um opnun fyrsta skammtíma raforkumarkaðarins á Íslandi. Þar verði boðið upp á uppboðsmarkað með dags fyrirvara en í framhaldinu sé stefnt að því að bæta við viðskiptum innan dags. Stefnt er að því að markaðurinn fari í loftið í byrjun árs 2025. Á skammtímamarkaðinum segist Elma gegna hlutverki miðlægs mótaðila sem tryggi öryggi og gagnsæi fyrir alla þátttakendur. Langtímamarkaður Elmu er í samstarfi við króatíska fyrirtækið Cropex Power Exchange. Nord Pool er með höfuðstöðvar í Ósló í Noregi og er í eigu evrópsku kauphallarinnar Euronext og TSO Holding, sem er í eigu dreifiaðila raforku á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.
Orkumál Tengdar fréttir Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43 Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Landsvirkjun selur í fyrsta skipti í raforkukauphöll Stærsta orkufyrirtæki landsins Landsvirkjun tekur nú í fyrsta skipti þátt í söluferli á rafmagni í gegnum nýstofnaða raforkukauphöll. Fyrirtækið segist einnig skoða þátttöku á öðru markaðstorgi með raforku sem verður opnað síðar. 13. maí 2024 14:43
Markaðstorg með raforku spretta upp Fyrsta íslenska raforkukauphöllin hefur starfsemi sína í dag. Landsvirkjun, langumsvifamesti aðilinn á raforkumarkaði, er ekki þátttakandi í kauphöllinni eins og sakir standa. Dótturfélag Landsnets opnar einnig uppboðsmarkað á næstu vikum. 15. apríl 2024 13:00