Óvænt að „gáfumannarapparar“ herji stríð af þessu tagi Jón Þór Stefánsson skrifar 15. maí 2024 14:00 „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen um erjur Drake og Kendricks Lamar. EPA „Þetta er alveg undarlega ugly,“ segir Arnar Eggert Thoroddsen, aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands, um útistöður tveggja vinsælustu rappara heims Drake og Kendrick Lamar sem hafa verið að orðhöggvast sín á milli undanfarnar vikur. Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“ Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Sjá meira
Bardaginn fer fram á tónlistar- og ritvellinum. Rappararnir tveir hafa skiptst á að gefa út svokölluð disslög til höfuðs hvorum öðrum þar sem alvarlegar ásakanir um mansalshringi, heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun á börnum hafa komið fram. Þá var skotárás framin við heimili Drake í Toronto í Kanada þegar deilurnar voru í hvað mestu hámæli. Þar særðist öryggisvörður alvarlega. Þess má þó geta að ekki hefur fengist staðfest að árásin tengist erjum rapparana beinlínis. Sjá einnig: Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum „Þarna erum við með tvo risa rappara, ef ekki bara þá tvo stærstu, og það sem þykir áhugavert við þetta er að þetta eru ekki svona glæparapparar. Það er dálítið merkilegt,“ sagði Arnar í útvarpsþættinum Brennslunni á FM957 um málið. „Kendrick Lamar hefur verið stillt upp sem menningarrappara, rosa djúphugull og fékk Pulitzer-verðlaun. Og Drake er þessi tilfinningarappari. Báðir svona gáfumannarapparar að einhverju leyti,“ sagði Arnar og útskýrði að þess vegna hafi það komið sér í opna skjöldu að átök þeirra hafi þróast eins og raun ber vitni. Erjur sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Rapparar hafa deilt sín á milli um áratugaskeið, en Arnar bendir á að tónlistarmenn í öðrum greinum geri þetta síður. „Hermigervill er ekki að beefa við Daníel Ágúst. Þegar maður segir þetta þá er þetta svo fáránlegt að maður getur ekki einu sinni hugsað um það,“ sagði Arnar. Útilokar ekki sviðsetningu sem er þó ólíkleg „Ég var að sjá að þeir eru hjá sama útgáfufyrirtæki. Þannig það er einhver Jóakim Aðalönd að telja peningana á bakvið tjöldin.“ Aðspurður út í hvort möguleiki sé á því að atburðarrásin sé sviðsett, að það séu samantekin ráð hjá röppurunum að bera þungar sakir á borð til þess að auka eigin vinsældir, segist Arnar ekki vilja útiloka neitt. Þrátt fyrir það finnst honum alvarleiki ásakananna fella þá kenningu. „Þeir eru allt í einu búnir að gefa ákveðna fyrirmynd af því að virðulegir rapparar megi láta eins og fífl. Af því þetta er auðvitað fyrst og fremst það: að láta eins og fífl,“ segir Arnar. „Ég bæti því við að þetta eru menn komnir undir fertugt. Þetta eru bara gamlir kallar að tuða.“
Tónlist Bandaríkin Kanada Hollywood Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Sjá meira