Sat saklaus í unglingafangelsi í tvö ár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. maí 2024 08:01 Ólafur Hafsteinn Einarsson sem er sjónskertur var sem unglingur sóttur af lögreglu og lokaður inni í tvö ár á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins. Tildrög innilokunarinnar eru alls óljós. Vísir/BEB Sjónskertur maður var sem drengur sóttur af lögreglu og lokaður inni á Níunni sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í tvö ár á áttunda áratug síðustu aldar. Tildrög vistunnar hans eru alls óljós og honum gafst ekki kostur á skólagöngu meðan á dvölinni stóð. Ólafur er sjónskertur vegna heilahimnubólgu sem hann fékk þegar hann var þriggja ára gamall. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni í Efra-Breiðholt í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Þar segist hann hafa byrjað að slæpast með öðrum unglingum og stundum verið úti um nætur. Lögreglan hafi brugðist afar harkalega við. Ólafur fékk heilahimnubólgu þegar hann var þriggja ára sem olli sjónsskerðingu. Veikur þegar lögregla kom „Við vorum flutt upp í Efra- Breiðholt árið 1971. Í framhaldinu lenti ég í félagsskap með öðrum unglingum sem voru taldir hafa óæskileg áhrif á mig og það var verið að reyna að koma mér út úr honum. Við vorum út og suður stundum fram á nætur og foreldrum mínum fannst þetta náttúrulega ekki ganga upp. Það var hins vegar ekkert sem ég gerði sem skýrði svo framkomu yfirvalda við mig og fjölskyldu mína. En lögreglan kom heim og sótti mig árið 1973 þar sem ég lá hálflasinn. Ég held að það hafi verið af því ég hafði verið að slæpast í þessum félagsskap í einhverjum nýbyggingum þarna í Breiðholtinu. Móður minni leið hræðilega þegar lögreglan fór með mig,“ segir Ólafur. Nían þar sem Ólafur dvaldi í tvö ár frá 1973-1975. Skráningar sýna að lögregla og félagsmálayfirvöld lokuð ellefu hundruð unglinga þar inni á síðustu öld. Líklega eru unglingarnir þó fleiri. Það var ólöglegt samkvæmt barnaverndarlögum þess tíma. Hræðileg niðurlæging Ólafur var færður á Níuna sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi sem átti að gegna því hlutverki að loka svokallaða vandræðaunglinga inni til skamms tíma. Ólafur var hins vegar vistaður á Níunni í tvö ár. Hann segir að vistin þar hafi oft á tíðum verið einmannaleg, honum hafi aldrei gefist kostur á að fara í skóla og stundum hafi hann orðið fyrir einelti af hálfu annarra unglinga á stofnuninni. „Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg héldu að ég gæti ekki lært þannig að ég fékk ekki að fara í skóla,“ segir Ólafur. Ólafur segir að móðir hans hafi verið miður sín yfir vistun hans á Níunni og aldrei hafa getað skýrt af hverju hann var færður þangað.Vísir Ólafur var að tveimur árum liðnum færður á önnur vistheimili á vegum ríkisins og berst nú fyrir sanngirni í sínu máli. „Mér finnst ekki bati fyrir neinn einasta einstakling að dveljast á svona vistheimilum. Það er hræðileg niðurlæging. Það er kannski allt í lagi í skamman tíma ef þörf er á en ekki eins og unglingaheimilið var,“ segir Ólafur að lokum. Ólafur er meðal þeirra að minnsta kosti ellefu hundruð unglinga sem lögregla og félagsmálayfirvöld lokuðu inni á Níunni á áttunda áratug síðustu aldar. Nían tilheyrði Unglingaheimili ríkisins en oft voru unglingar þaðan lokaðir þar inni og sættu jafnvel einangrun í herbergi sem kallað var sellan. Meira er fjallað um málið í þáttaröðinni Vistheimilin sem sýnd er á Stöð 2. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112. Vistheimilin Vistheimili Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30 Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
Ólafur er sjónskertur vegna heilahimnubólgu sem hann fékk þegar hann var þriggja ára gamall. Hann flutti ásamt fjölskyldu sinni í Efra-Breiðholt í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Þar segist hann hafa byrjað að slæpast með öðrum unglingum og stundum verið úti um nætur. Lögreglan hafi brugðist afar harkalega við. Ólafur fékk heilahimnubólgu þegar hann var þriggja ára sem olli sjónsskerðingu. Veikur þegar lögregla kom „Við vorum flutt upp í Efra- Breiðholt árið 1971. Í framhaldinu lenti ég í félagsskap með öðrum unglingum sem voru taldir hafa óæskileg áhrif á mig og það var verið að reyna að koma mér út úr honum. Við vorum út og suður stundum fram á nætur og foreldrum mínum fannst þetta náttúrulega ekki ganga upp. Það var hins vegar ekkert sem ég gerði sem skýrði svo framkomu yfirvalda við mig og fjölskyldu mína. En lögreglan kom heim og sótti mig árið 1973 þar sem ég lá hálflasinn. Ég held að það hafi verið af því ég hafði verið að slæpast í þessum félagsskap í einhverjum nýbyggingum þarna í Breiðholtinu. Móður minni leið hræðilega þegar lögreglan fór með mig,“ segir Ólafur. Nían þar sem Ólafur dvaldi í tvö ár frá 1973-1975. Skráningar sýna að lögregla og félagsmálayfirvöld lokuð ellefu hundruð unglinga þar inni á síðustu öld. Líklega eru unglingarnir þó fleiri. Það var ólöglegt samkvæmt barnaverndarlögum þess tíma. Hræðileg niðurlæging Ólafur var færður á Níuna sem tilheyrði Unglingaheimili ríkisins í Kópavogi sem átti að gegna því hlutverki að loka svokallaða vandræðaunglinga inni til skamms tíma. Ólafur var hins vegar vistaður á Níunni í tvö ár. Hann segir að vistin þar hafi oft á tíðum verið einmannaleg, honum hafi aldrei gefist kostur á að fara í skóla og stundum hafi hann orðið fyrir einelti af hálfu annarra unglinga á stofnuninni. „Hafnarfjarðarbær og Reykjavíkurborg héldu að ég gæti ekki lært þannig að ég fékk ekki að fara í skóla,“ segir Ólafur. Ólafur segir að móðir hans hafi verið miður sín yfir vistun hans á Níunni og aldrei hafa getað skýrt af hverju hann var færður þangað.Vísir Ólafur var að tveimur árum liðnum færður á önnur vistheimili á vegum ríkisins og berst nú fyrir sanngirni í sínu máli. „Mér finnst ekki bati fyrir neinn einasta einstakling að dveljast á svona vistheimilum. Það er hræðileg niðurlæging. Það er kannski allt í lagi í skamman tíma ef þörf er á en ekki eins og unglingaheimilið var,“ segir Ólafur að lokum. Ólafur er meðal þeirra að minnsta kosti ellefu hundruð unglinga sem lögregla og félagsmálayfirvöld lokuðu inni á Níunni á áttunda áratug síðustu aldar. Nían tilheyrði Unglingaheimili ríkisins en oft voru unglingar þaðan lokaðir þar inni og sættu jafnvel einangrun í herbergi sem kallað var sellan. Meira er fjallað um málið í þáttaröðinni Vistheimilin sem sýnd er á Stöð 2. Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Hér var fjallað um ofbeldi. Ef þig vantar aðstoð eða ráð sem þolandi, aðstandandi eða til að breyta ofbeldisfullri hegðun þinni þá er hægt er að fá nánari upplýsingar á ofbeldisgátt 112.is. Þar á meðal um þá þjónustu sem er til staðar á landsvísu. Einnig er ætíð hægt að hafa samband í síma 112.
Vistheimilin Vistheimili Tengdar fréttir „Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30 Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Sjá meira
„Þetta er náttúrulega sorgarsaga okkar Íslendinga“ Vistheimilin eru nýir þættir Berghildar Erlu Bernharðsdóttur fréttakonu á Stöð 2. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum. 14. maí 2024 10:30
Vaknaði og barnið var horfið Kona sem þurfti vegna alvarlegs heimilisofbeldis að gangast undir aðgerð á Landakotsspítala segir að stjórnendur þar hafi ákveðið án samráðs að taka af henni kornabarn og vista á vöggustofu. Áður hafði henni verið sagt að barnið, sem var á brjósti, fengi að vera hjá henni meðan hún væri að jafna sig. 13. maí 2024 09:06