Ágreiningur innan stjórnarinnar brýst upp á yfirborðið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. maí 2024 07:52 Netanyahu og Gallant sitja saman í ríkisstjórn en virðast langt í frá góðir mátar. epa/Abir Sultan Sundrung innan ríkisstjórnar Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, virðist nú vera að brjótast upp á yfirborðið en varnarmálaráðherrann Yoav Gallant hefur kallað eftir svörum um framtíð Gasa. Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira
Netanyahu lét Gallant fjúka í fyrra en dró ákvörðun sína til baka í kjölfar fjöldamótmæla og pólitískrar krísu. Önnur slík virðist nú í uppsiglingu en Gallant kallaði í gær opinberlega eftir því að forsætisráðherrann upplýsti hvað hann hefði í hyggju varðandi Gasa að loknum átökum. Þá ítrekaði varnarmálaráðherrann að hann myndi ekki styðja lausn þar sem Ísraelsmenn færu með stjórn svæðisins. Benny Gantz, sem er ráðherra án málaflokks en situr í stríðsráðuneyti landsins, tók undir með Gallant og kom honum til varnar þegar köll fóru að heyrast eftir því að síðarnefndi yrði látinn taka poka sinn í annað sinn. „Varnarmálaráðherra segir satt; það er hlutverk forystunnar að taka rétta ákvörðun fyrir landið, sama hvað það kostar,“ sagði Gantz. Hvað á að taka við? Gallant greindi frá því á blaðamannafundi í Tel Aviv í gær að hann hefði óskað eftir því að leit yrði hafin að einhverjum sem gæti stjórnað Gasa að átökum yfirstöðnum, öðrum en Hamas. Hann hefði hins vegar ekki fengið nein svör. Þá gagnrýndi hann að engar áætlanir væru uppi um hvað ætti að taka við á Gasa. Gallant endurómaði einnig áhyggjur sem eru sagðar uppi innan hersins um stjórnleysi á þeim svæðum þar sem Hamas-samtökin eiga að hafa verið upprætt en herinn hefur þurft að sækja aftur inn á. „Endalok hernaðaraðgerðanna er pólitísk ákvörðun. Við munum aðeins upplifa „daginn eftir Hamas“ með því að finna einhvern til að taka við af Hamas. Þetta varðar fyrst og fremst hagsmuni Ísrael,“ sagði Gallant. Netanyahu svaraði Gallant opinberlega og ítrekaði þá afstöðu sína að Palestínumenn myndu ekki taka við stjórnartaumunum á Gasa á meðan Hamas-samtökin væru ennþá til. Útrýming Hamas væri lykilatriði. Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, sagði samtökin hins vegar myndu óhjákvæmilega eiga þátt í því að ákvarða framtíð Gasa, í samráði við aðra hópa Palestínumanna. Samtökin væru komin til að vera.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Fleiri fréttir Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Sjá meira