Hægriflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 07:46 Hinn umdeildi Geert Wilders hefur verið mjög áberandi í hollenskum stjórnmálum síðustu áratugi. AP Geert Wilders, leiðtogi hollenska popúlistaflokksins Frelsisflokksins, segir að fjórir hægriflokkar hafi loks náð saman um myndun nýrrar samsteypustjórnar. Wilders mun ekki gegna embætti forsætisráðherra í þeirri stjórn. Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna. Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Wilders sagði í samtali við fjölmiðla í gær að samkomulag um myndun stjórnar væri í höfn en að spurningin um hver myndi gegna embætti forsætisráðherra yrði tekin upp síðar. Háværar raddir hafa verið uppi um að nýr forsætisráðherra verði tæknikrati, það er sóttur út fyrir hið pólitíska svið. Þingkosningar fóru fram í Hollandi fyrir hálfu ári síðan og varð Frelsisflokkur Wilders stærstur þar sem hann tryggði sér 37 þingsæti af 150. Wilders fór ekkert í grafgötur við það að hann myndi sækjast eftir forsætisráðherraembættinu í stjórnarviðræðum, en hann er mjög umdeildur í Hollandi þar sem hann hefur meðal annars talað gegn íslam og fyrir mjög strangri innflytjendastefnu. Ljóst má vera að aðrir hægriflokkar hafa ekki sætt sig við að Wilders yrði forsætisráðherra í nýrri stjórn. Þeir flokkar sem munu mynda nýja stjórn með Frelsisflokknum eru Þjóðarflokkurinn, flokkur Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra, hinn íhaldssami NSC-flokkur og Bændahreyfingin (BBB). Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað komi fram í stjórnarsáttmála flokkanna.
Holland Kosningar í Hollandi Tengdar fréttir Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57 Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Gefst upp á því að verða forsætisráðherra Geert Wilders, leiðtogi hins hollenska Frelsisflokks segist ekki munu verða næsti forsætisráðherra landsins vegna þess að mögulegir ríkisstjórnarflokkar styðja hann ekki. 13. mars 2024 21:57
Ekki lengur hægt að hunsa Frelsisflokkinn sem „muni stjórna“ „Það er ekki lengur hægt að hunsa PVV [Frelsisflokkinn]. Við munum stjórna.“ Þetta sagði Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins, eftir að ljóst var að flokkurinn hefði unnið stórsigur í hollensku þingkosningunum sem fram fór í gær. 23. nóvember 2023 08:41