Chhetri er 39 ára gamall og hefur raðað inn mörkum fyrir indverska landsliðið frá frumraun sinni árið 2005. Hann skoraði sitt 94. mark í 150. landsleiknum gegn Afganistan og situr í þriðja sæti á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi á lista yfir landsliðsmörk núverandi leikmanna.
Það vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar Indverjar tóku upp hið alíslenska víkingaklapp þegar þeir fögnuðu sigri. Chhetri var fyrirliði og fór fyrir fagnaðarlátunum í leikslok og tók að sér heimsfrægt hlutverk Arons Einars Gunnarssonar eins og sjá má hér fyrir neðan.
Nothing beats postmatch celebrations with the fans 👏🇮🇳! #AsianCup2019 pic.twitter.com/JFbAxuHKTS
— #AsianCup2023 (@afcasiancup) January 6, 2019
Hann tilkynnti ákvörðunina með tæplega tíu mínútna löngu myndskeiði á samfélagsmiðlum. Kveðjur til kappans hafa raðast inn síðan færslan var birt.
Honum er eignaður stór hlutur í uppgangi fótbolta á Indlandi, sem hefur í gegnum tíðina verið gefnari fyrir krikket. Chhetri hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir störf sín utan vallar, bæði í þágu knattspyrnunnar og almannaheillar.