Segir að Play sé og verði áfram með höfuðstöðvar á Íslandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. maí 2024 13:34 Einar Örn Ólafsson, forstjóri flugfélagsins Play. Einar Árnason Forstjóri Play vill árétta að flugfélagið sé ekki á förum frá Íslandi. Kjarnastarfsemin sé hér á landi og verði það áfram. Í tengslum við stækkunarfasa félagsins séu hins vegar uppi hugmyndir um að tvær til þrjár flugvélar verði staðsettar í öðru landi. Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“ Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Í gær birtist viðtal við Einar Örn Ólafsson, forstjóra Play, í flugfréttamiðlinum Flightglobal þar sem fram komu ýmsar hugmyndir um framtíð félagsins í tengslum við stækkun flugflotans. Einari finnst þó ýmislegt hafa misfarist í túlkun blaðamannsins og sumt tekið of bókstaflega. „Það sem ég segi við hann er að við höfum gefið það út að við ætlum að tvöfalda flugflotann okkar á næstu fjórum til fimm árum og fara með þetta upp í átján til tuttugu vélar, og okkur finnst ekkert ótrúlegt - þó engin ákvörðun hafi verið tekin um slíkt - að tvær til þrjár þeirra verði staðsettar annars staðar en á Íslandi og fljúgi þá frekar til Íslands frekar en frá Íslandi. Við erum nú þegar með nokkur flug daglega, að jafnaði, til Spánar og til hinna ýmsu staða; Barcelona, Madrid, Alicante, Tenerife, Malaga, Mallorca, þetta er út um allt. Við erum þegar með nokkur flug á dag til Spánar og það er ekkert sem kemur í veg fyrir að við snúum þessu við og fljúgum frekar frá Spáni til Íslands.“ Ýmsir kostir geti verið fólgnir í því að hafa tvær til þrjár flugvélar á Spáni. „Þetta myndi þá hugsanlega þýða að við værum þá að fljúga frá þessum stöðum líka til annarra staða í Evrópu heldur en til Íslands en ennþá eru þetta nú bara svona fabúleringar um hvert vöxturinn gæti leitt okkur. Þetta hefði auðvitað ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram á Íslandi því auðvitað myndu vélar sem eru staðsettar á Spáni ekki fljúga milli Íslands og Kaupmannahafnar eða Íslands og Bandaríkjanna, þannig að þetta hefur ekki áhrif á þá starfsemi sem fer fram hér. Hún mun eftir sem áður vaxa en hluti af vexti félagsins kann að fara fram með þeim hætti að við staðsetjum vélar utan Íslands.“ Félagið sé íslenskt og verði með sínar höfuðstöðvar hér. „Kjarni félagsins er að fljúga með ferðamenn til og frá Íslandi og reyndar yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi. Það er kjarninn í starfseminni og þessu verður ekki sinnt öðruvísi en með því að aðalstarfsemin verði á Íslandi.“
Fréttir af flugi Play Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Forstjóri Play íhugar að fljúga frekar til Íslands en frá Forstjóri Play hefur velt upp möguleikanum á því að koma á fót heimavelli annars staðar en á Íslandi, til dæmis á Spáni. Þannig væri hægt að fljúga frá Spáni til Íslands með spænska áhöfn. 15. maí 2024 18:00