Fóru í fyrsta flugið milli Calgary og Keflavíkurflugvallar Atli Ísleifsson skrifar 16. maí 2024 15:52 Klippt var á borða á Keflavíkurflugvelli í dag. Isavia Kanadíska flugfélagið WestJet fór í dag í sínar fyrstu ferðir milli Calgary í Albertafylki og Keflavíkurflugvallar. Fyrsta fluginu var sérstaklega fagnað í morgun þar sem forstjóri Isavia og framkvæmdastjóri frá WestJet klipptu á borða áður en flogið var frá Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu frá Isavia segir að WestJet fljúgi á Boeing 737MAX vél milli Calgary og Keflavíkurflugvallar fjórum sinnum í viku fram í miðjan október næstkomandi. Fram kemur að WestJet hafi gert samning við Icelandair þess efnis að farþegar kanadíska flugfélagsins geti bókað sig áfram á einum flugmiða frá Calgary í gegnum Keflavíkurflugvöll áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Það sama sé í boði fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík til Calgary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim. Haft er eftir Angelu Avery, framkvæmdastjóra hjá WestJet, að áfangastaðurinn Ísland byði upp á landslag sem væri hrífandi og jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum afskaplega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýjum beinum áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún benti á að WestJet væri eina flugfélagið sem tengdi Ísland við Calgary. Þá er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að hann hlakkaði til samstarfsins við WestJet sem yrði mikilvægur samstarfsaðili flugvallarins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætlunarflug styður við þá framtíðarsýn okkar að tengja heiminn í gegnum Ísland.“ Flugvél Westjet á Keflavíkurflugvelli í morgun.ISAVIA „Þessi nýja flugleið er meira en bara tenging milli tveggja borga, þetta snýst um að viðurkenna gagnkvæma skuldbindingu við alþjóðlegar tengingar,“ segir Chris Dinsdale, forstjóri og stjórnarformaður hjá alþjóðaflugvellinum í Calgary. „Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti nýjum vinum okkar hjá kanadíska flugfélaginu WestJet,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Við hlökkum mikið til að fá félagið sem nýja viðbót í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli. WestJet hefur, með því að velja Ísland sem nýjan áfangastað, sýnt að það hefur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöngum WestJet verður tekið með opnum örmum. Þá veit ég að Íslendingar eiga eftir að velja Calgary sem nýjan og spennandi áfangstað þar sem njóta má alls sem borgin og Albertafylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterkur samtarfsaðili til framtíðar og mikilvæg viðbót á Keflavíkurflugvelli.“ Keflavíkurflugvöllur Kanada Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Isavia segir að WestJet fljúgi á Boeing 737MAX vél milli Calgary og Keflavíkurflugvallar fjórum sinnum í viku fram í miðjan október næstkomandi. Fram kemur að WestJet hafi gert samning við Icelandair þess efnis að farþegar kanadíska flugfélagsins geti bókað sig áfram á einum flugmiða frá Calgary í gegnum Keflavíkurflugvöll áfram til áfangastaða Icelandair í Evrópu. Það sama sé í boði fyrir farþega sem fljúgi frá Keflavík til Calgary sem geti farið áfram til annarra áfangastaða WestJet víða um heim. Haft er eftir Angelu Avery, framkvæmdastjóra hjá WestJet, að áfangastaðurinn Ísland byði upp á landslag sem væri hrífandi og jarðfræðilega fjölbreytt. „Við erum afskaplega ánægð með að geta bætt Íslandi við sem nýjum beinum áfangastað okkar í Evrópu.“ Hún benti á að WestJet væri eina flugfélagið sem tengdi Ísland við Calgary. Þá er haft eftir Sveinbirni Indriðasyni, forstjóra Isavia, að hann hlakkaði til samstarfsins við WestJet sem yrði mikilvægur samstarfsaðili flugvallarins til framtíðar. „Sú ákvörðun WestJet að hefja þetta áætlunarflug styður við þá framtíðarsýn okkar að tengja heiminn í gegnum Ísland.“ Flugvél Westjet á Keflavíkurflugvelli í morgun.ISAVIA „Þessi nýja flugleið er meira en bara tenging milli tveggja borga, þetta snýst um að viðurkenna gagnkvæma skuldbindingu við alþjóðlegar tengingar,“ segir Chris Dinsdale, forstjóri og stjórnarformaður hjá alþjóðaflugvellinum í Calgary. „Við á Keflavíkurflugvelli tökum fagnandi á móti nýjum vinum okkar hjá kanadíska flugfélaginu WestJet,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar á Keflavíkurflugvelli. „Við hlökkum mikið til að fá félagið sem nýja viðbót í flugvallarsamfélagið á Keflavíkurflugvelli. WestJet hefur, með því að velja Ísland sem nýjan áfangastað, sýnt að það hefur trú á því að farþegar haldi áfram að vilja upplifa það sem náttúran hefur upp á að bjóða hér í Norðri. Ferðalöngum WestJet verður tekið með opnum örmum. Þá veit ég að Íslendingar eiga eftir að velja Calgary sem nýjan og spennandi áfangstað þar sem njóta má alls sem borgin og Albertafylki hafa upp á að bjóða. WestJet verður sterkur samtarfsaðili til framtíðar og mikilvæg viðbót á Keflavíkurflugvelli.“
Keflavíkurflugvöllur Kanada Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira