Segist kallaður „stríðsæsingarmaður“ vegna fyrirhyggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. maí 2024 14:05 Baldur sagði það óbeint ef ekki beint að hann myndi halda áfram að tala fyrir fyrirhyggju í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Vilhelm „Mér finnst mjög mikilvægt að forseti sýni frumkvæði á sviði utanríkismála en auðvitað verður það að gerast innan ramma utanríkisstefnunnar og í samráði við stjórnvöld, sitjandi ríkisstjórn á hverjum tíma.“ Þetta sagði Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær, þegar rætt var um frumkvæði forseta. „Ég hef til dæmis talað mikið fyrir fyrirhyggju í öryggis- og varnarmálum, hef lagt mikla áherslu á það og var byrjaður á því löngu fyrir allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu. Til dæmis að tala um mikilvægi þess að við huguðum að fæðuöryggi, orkuöryggi, birgðarstöðu í landinu, að gæta að sæköplunum, að gæta netöryggis. Fyrir þetta var ég kallaður stríðsæsingarmaður í aðdraganda innrásar Rússlands í Úkraínu,“ sagði Baldur. Hann benti á að hann hefði lagt stund á svokölluð smáríkjafræði í yfir 30 ár, meðal annars hvernig lítil ríki á borð við Ísland og hin Norðurlöndin gætu komið í veg fyrir krísur og hvernig þau ættu að haga undirbúningi fyrir krísur. Þetta ætti að vera eitthvað sem forseti gæti talað um. „Þess hugmynd okkar: „Þetta reddast“, það er mjög gott mottó okkar Íslendinga; þá brettum við upp ermarnar og látum til okkar taka og skilum verulegum árangri á stuttum tíma en ég held að það sé mjög gott til dæmis að hafa fyrirhyggjuna með í farteskinu.“ „Það er hlustað þegar við tölum“ „Að sjálfsögðu erum við að kjósa forseta sem hefur sjálfstæða rödd, það finnst mér ekki nokkur vafi,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, spurð að því hvort forseti ætti að geta haft frumkvæða að því að bjóða til sín fólki án þess að bera það undir ríkisstjórnina. „Hann að sjálfsögðu verður að hafa svigrúm til þess að móta embættið og leggja sínar áherslur. Að því sögðu segi ég: Að sjálfsögðu á forseti líka að vera í góðu og þéttu sambandi við utanríkisráðuneytið. Þannig virkar þetta best.“ Katrín sagði hlutverk forseta á alþjóðavettvangi meðal annars að vera öflugur fulltrúi fyrir íslenskt samfélag, atvinnulíf og íþrótta- og menningarstarf og að tala fyrir íslenskum gildum hvað varðar mannréttindi, lýðræði og frið. Þá sagðist hún vita það af eigin reynslu að „við erum kannski ekki mörg hér á Íslandi og landið er ekki stórt en það er hlustað þegar við tölum“. „Þá verður forseti líka að vera reiðubúinn að geta stigið inn í umræðu á alþjóðavettvangi til þess að gæta hagsmuna Íslands og til þess að sýna þjóðinni hollustu. Og ég segi, ég tel að fyrrverandi forseti hafi gert það til að mynda þegar hann steig inn í umræðu á alþjóða vettvangi og þá er ég að vísa í Ólaf Ragnar Grímsson. Það er bara þannig að það er auðvitað það sem ræður för en auðvitað á það líka að vera lykilregla að forseti vinnur samkvæmt utanríkisstefnunni og í góðu samráði við stjórnvöld,“ sagði Katrín. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan. Forsetakosningar 2024 Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ 17. maí 2024 10:30 Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17. maí 2024 07:01 Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16. maí 2024 22:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Þetta sagði Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi og prófessor í stjórnmálafræði, í kappræðum forsetaframbjóðenda á Stöð 2 í gær, þegar rætt var um frumkvæði forseta. „Ég hef til dæmis talað mikið fyrir fyrirhyggju í öryggis- og varnarmálum, hef lagt mikla áherslu á það og var byrjaður á því löngu fyrir allsherjarinnrás Rússlands í Úkraínu. Til dæmis að tala um mikilvægi þess að við huguðum að fæðuöryggi, orkuöryggi, birgðarstöðu í landinu, að gæta að sæköplunum, að gæta netöryggis. Fyrir þetta var ég kallaður stríðsæsingarmaður í aðdraganda innrásar Rússlands í Úkraínu,“ sagði Baldur. Hann benti á að hann hefði lagt stund á svokölluð smáríkjafræði í yfir 30 ár, meðal annars hvernig lítil ríki á borð við Ísland og hin Norðurlöndin gætu komið í veg fyrir krísur og hvernig þau ættu að haga undirbúningi fyrir krísur. Þetta ætti að vera eitthvað sem forseti gæti talað um. „Þess hugmynd okkar: „Þetta reddast“, það er mjög gott mottó okkar Íslendinga; þá brettum við upp ermarnar og látum til okkar taka og skilum verulegum árangri á stuttum tíma en ég held að það sé mjög gott til dæmis að hafa fyrirhyggjuna með í farteskinu.“ „Það er hlustað þegar við tölum“ „Að sjálfsögðu erum við að kjósa forseta sem hefur sjálfstæða rödd, það finnst mér ekki nokkur vafi,“ svaraði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, spurð að því hvort forseti ætti að geta haft frumkvæða að því að bjóða til sín fólki án þess að bera það undir ríkisstjórnina. „Hann að sjálfsögðu verður að hafa svigrúm til þess að móta embættið og leggja sínar áherslur. Að því sögðu segi ég: Að sjálfsögðu á forseti líka að vera í góðu og þéttu sambandi við utanríkisráðuneytið. Þannig virkar þetta best.“ Katrín sagði hlutverk forseta á alþjóðavettvangi meðal annars að vera öflugur fulltrúi fyrir íslenskt samfélag, atvinnulíf og íþrótta- og menningarstarf og að tala fyrir íslenskum gildum hvað varðar mannréttindi, lýðræði og frið. Þá sagðist hún vita það af eigin reynslu að „við erum kannski ekki mörg hér á Íslandi og landið er ekki stórt en það er hlustað þegar við tölum“. „Þá verður forseti líka að vera reiðubúinn að geta stigið inn í umræðu á alþjóðavettvangi til þess að gæta hagsmuna Íslands og til þess að sýna þjóðinni hollustu. Og ég segi, ég tel að fyrrverandi forseti hafi gert það til að mynda þegar hann steig inn í umræðu á alþjóða vettvangi og þá er ég að vísa í Ólaf Ragnar Grímsson. Það er bara þannig að það er auðvitað það sem ræður för en auðvitað á það líka að vera lykilregla að forseti vinnur samkvæmt utanríkisstefnunni og í góðu samráði við stjórnvöld,“ sagði Katrín. Kappræðurnar í heild má sjá að neðan.
Forsetakosningar 2024 Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ 17. maí 2024 10:30 Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17. maí 2024 07:01 Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16. maí 2024 22:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Umhverfis- og loftslagsmálin „Icesave okkar tíma“ „Nú er til dæmis mál sem brennur mjög augljóslega á ungu fólki í dag og ætti ekki að hafa farið framhjá neinum; umhverfis- og loftslagsmálin. Ég er búinn að vera að standa í þessari kosningabaráttu núna í einhverjar vikur og ég hef aldrei verið spurður út í það.“ 17. maí 2024 10:30
Treysta sér til þess að vernda þjóðkirkjuna Þrátt fyrir að aðeins tveir frambjóðendur í forsetakappræðum Stöðvar 2 í gærkvöldi segðust berum orðum vera félagar í þjóðkirkjunni lýstu þeir sig allir tilbúna til þess að vernda kirkjuna og eiga við hana gott samstarf. 17. maí 2024 07:01
Staldraði við þegar talað var um fóstur sem frumuklasa Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi segir vanvirðingu þegar talað er um fóstur eða barn í móðurkviði sem frumuklasa. Umhugsunarefni sé hve margar fóstureyðingar séu framkvæmdar hér á landi árlega. Fullt af fólki væri tilbúið að veita þeim börnum sem fæddust gott líf. 16. maí 2024 22:49