Há laun og dýr bjór séu vandamál ÁTVR Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2024 21:00 Arnar Sigurðsson er stofnandi og eigandi Santé. Vísir/Ívar Fannar Eigandi netsölu á áfengi gagnrýnir að forstjóri ÁTVR kenni netsölu um samdrátt í hagnaði verslunarinnar. Löngu tímabært sé að leggja ÁTVR niður, sem hafi einfaldlega lent undir á samkeppnismarkaði. Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar. Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Í ársskýrslu ÁTVR fyrir árið 2023 kemur fram að arðgreiðsla verslunarinnar í ríkissjóð nemi fimm hundruð milljónum og lækki um 400 milljónir milli ára. Salan á áfengi minnkaði um tvö prósent milli ára og í formála Ívars Arndals, forstjóra ÁTVR, segir hann það rökrétt að álykta að sökudólgurinn séu netsölur áfengis. Fjögur ár séu síðan ÁTVR kærði netsölu til lögreglu en ekkert hafi heyrst frá henni á þessum tíma. Spyr hvers vegna þurfi ríkisstofnun Arnar Sigurðsson, eigandi Santé sem selur áfengi á netinu, telur að netverslanirnar séu ekki vandamálið, þvert á móti sé það ÁTVR. „Að sjálfsögðu ætti að leggja þetta niður eins og grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir á sínum tíma. Það er engin þörf á þessu, þetta stenst engin rök. Einstaklingar eru að selja skotvopn, sprengiefni, geislavirk efni og svo framvegis. Hvers vegna þarf ríkisstofnun til að selja þetta? Ég hef ekki séð nein rök fyrir því. Það mætti að mínu mati skala þetta niður snarlega og hætta þessari starfsemi,“ segir Arnar. Klippa: Vill leggja ÁTVR niður Há laun og dýr bjór Hann telur ÁTVR einfaldlega verða undir á samkeppnismarkaði. „ÁTVR er bundið á því að versla við heildsala, þeir flytja ekki inn neinar vörur. Við erum að flytja inn bjór sem kemur beint frá Belgíu og er 39 prósent ódýrari en hjá ríkinu. Þetta er kannski ein af ástæðunum fyrir því hvers vegna þeir eru að verða undir í samkeppninni,“ segir Arnar. Aukinn launakostnaður hjá ÁTVR hljóti líka að hafa áhrif. „Þeir til dæmis auka stjórnunarkostnað þannig reksturinn á skrifstofunni hjá Ívari og vinum hans kostar íslenskan almenning um 550 milljónir á þessu ári. Stjórnunarkostnaðurinn eykst um 120 milljónir, ekki bara á þessu ári heldur líka á síðasta ári. Þannig að á hverju ári erum við að borga Ívari og félögum hans 240 milljónum meira heldur en var fyrir þremur árum síðan,“ segir Arnar.
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Verslun Neytendur Mest lesið Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent