„Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. maí 2024 17:48 Guðbergur Egill Eyjólfsson er fyrrverandi fyrirliði íslenska blaklandsliðsins. Hann hvetur landsliðið til að sleppa því að mæta á Ísraelsleikinn eða mæta, fara inn á völlinn og gera ekki neitt. Aðsend/HK Digranes Fyrrverandi fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í blaki fordæmir ákvörðun landsliðsins um að keppa við ísraelska landsliðið í CEV Silver deildinni sem fer fram í Digranesi í Kópavogi um helgina. Hann hvetur liðið til að mæta ekki á leikinn. Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt. Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifaði skoðanagrein sem birtist á Vísi fyrr í dag sem ber nafnið „Opið bréf til landsliðsmanna Íslands í blaki“. Þar segir hann íslenska landsliðið í stöðu sem gæti haft áhrif til góðs á alþjóðavísu og segist vona að það nyti sér það tækifæri. Samkvæmt áætlun helgarinnar mun íslenska landsliðið í blaki etja kappi við ísraelska liðið á morgun klukkan þrjú. Þetta hefur vakið athygli á Facebook hópnum Sniðganga fyrir Palestínu, en hávær krafa hefur verið í samfélaginu um að sniðganga allar keppnir þar sem Ísrael er á meðal keppenda. „Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið,“ segir í bréfi Guðbergs. „Eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans“ Þá segir hann ekki hægt að fela sig á bak við staðreyndina að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hafi til að mynda verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael noti íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. „Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem manneskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi,“ segir Guðbergur. „Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið Þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingarbúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita,“ segir hann jafnframt.
Blak Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ KA Íslandsmeistari kvenna í blaki: Unnu allt sem hægt var að vinna Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Sjá meira