„Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 18. maí 2024 19:46 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni gegn Olympiacos í dag Vísir/Pawel Cieslikiewicz Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, var ánægður með fjögurra marka sigur gegn Olympiacos 30-26. Valur er úr leik í Íslandsmótinu og því verður næsti leikur liðsins seinni leikurinn gegn Olympiacos eftir viku. „Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira
„Mér fannst við mjög góðir og þéttir varnarlega ásamt því hlupum við vel til baka varnarlega. Þeir voru kannski hræddir við hraðann okkar þar sem þeir keyrðu meira gegn FTC. Við skutum nokkuð vel á markið og vorum agaðir en vorum með nokkra tæknifeila í fyrri hálfleik,“ sagði Óskar Bjarni í samtali við Vísi og hélt áfram. „Þeir eru sterkir, þungir og erfiðir varnarlega. Stundum fóru þeir út úr stöðu og mér fannst það hjálpa okkur. Mér fannst þetta heilsteyptur og góður leikur hjá okkur yfir höfuð.“ Varnarleikur var mjög öflugur á köflum og Óskar var ánægður með að Björgvin Páll Gústavsson hafi dottið í gang eftir að hafa byrjað illa. „Þeir klikkuðu á nokkrum dauðafærum. Björgvin varði ekkert fyrstu tuttugu mínúturnar en var í mörgum boltum en maður vissi að hann myndi fara verja og hann varði vel frá hægra horninu. Ég á von á því að það verði allt önnur tónlist hjá þeim í Grikklandi þar sem þeir eru búnir að færa leikinn í 10.000 manna höll.“ Óskar taldi það ekkert mál að halda leikmönnum við efnið þar sem Valur á eftir að mæta Olympiacos á útivelli. „Það er veisla núna. Ef þú þarft að halda einhverjum á tánum í úrslitunum í Evrópukeppni þá geta þeir farið að stunda félagsvist. Það er líka ágæt að hafa vikuna til þess að undirbúa okkur. Við erum dottnir út úr héraðsmótinu og Afturelding og FH verður gott einvígi.“ „Ég er ekkert viss um að við hefðum unnið þá ef við hefðum ekki fengið þennan svakalega stuðning. Ég er mjög þakklátur fyrir alla Valsara og allt fólkið úr öðrum liðum og þá sem komu og hjálpuðu okkur. Þetta gaf okkur örugglega nokkur mörk,“ sagði Óskar Bjarni að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Sjá meira