Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir Bjarki Sigurðsson skrifar 19. maí 2024 21:31 Trausti Haraldsson er framkvæmdastjóri Prósents. Vísir/Sigurjón Nokkrir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa lýst andúð sinni á skoðanakönnunum í aðdraganda kosninga og að ekki megi draga ályktanir af þeim. Framkvæmdastjóri Prósents segir kannanirnar afar marktækar og að frambjóðendurnir sjálfir geti nýtt sér þær. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti. Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga hafa lengi þótt umdeildar. Í aðdraganda forsetakosninganna í ár hafa að minnsta kosti þrír frambjóðendur lýst andstöðu sinni á þeim og hvatt fjölmiðla til að elta þær ekki. Í Pallborðinu á Vísi þann 26. apríl síðastliðinn lýstu Arnar Þór Jónsson, Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Ástþór Magnússon öll áhyggjum sínum á skoðanakönnunum. Umræðuna má sjá í klippunni hér fyrir neðan. Hún hefst við byrjun innslagsins og varir í um ellefu mínútur. Klippa: Pallborðið í heild sinni: Kappræður Arnars Þórs, Ásdísar Ránar og Ástþórs Áður sannað marktæki Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri skoðanakannannafyrirtækisins Prósent, segir kannanir fyrirtækjanna hér á landi vera ansi marktækar. Sagan hafi til að mynda sýnt það í forsetakosningunum 2020 þegar skoðanakannanir reyndust örfáum prósentustigum frá endanlegri niðurstöðu. „Við notum Þjóðskrá Íslands sem er viðurkennda skrá. Tökum handahófskennt úrtak úr öllum átján ára á landinu og eldri, hringjum í einstaklinga og spyrjum hvort þeir vilji vera með í hópnum okkar. Hugmyndafræðin á bakvið þetta er að allir eigi jafn miklar líkur á að vera með,“ segir Trausti. Telja sig mjög nákvæm Þessi hópur Prósents samanstendur af um tíu þúsund manns og svo er hluti þeirra spurður. Úrtak hverrar könnunar endurspeglar fjölda í ýmsum þjóðfélagshópum. Klippa: Frambjóðendur geti nýtt sér skoðanakannanir „Ef við myndum spyrja alla Íslendinga átján ára og eldri, um það bil þrjú hundruð þúsund manns, þá væri ég að fá sirka 95 prósent eins niðurstöðu og er að koma fram í þessum könnunum hjá okkur,“ segir Trausti. Frambjóðendur geti prófað sig áfram Skoðanakannanir séu nauðsynlegar þrátt fyrir að einhverjir gætu tekið afstöðu út frá þeim. Frambjóðendur geti einnig nýtt sér þær. „Er eitthvað sem ég þarf að endurskoða hjá mér? Af hverju er ég ekki að fá meira af atkvæðum? Er einhver ný stefna sem ég þarf að fara? Síðan fer ég þá leið og sé allt í einu að ég er að hækka,“ segir Trausti.
Skoðanakannanir Forsetakosningar 2024 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent