„Þetta einvígi er rétt að byrja“ Hinrik Wöhler skrifar 19. maí 2024 22:46 Gunnar Magnússon öskrar sína menn áfram á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Mosfellingar sigruðu FH í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta. Afturelding hefur ekki unnið titilinn síðan 1999 en Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var þó með báðar fætur á jörðinni eftir sigurinn. „Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel að vinna fyrsta leik. Við byrjuðum ‚soft‘ og lélegir til baka. Þeir náðu að keyra á okkur í byrjun og við vorum ekki að mæta þeim þar. Við fáum á okkur 13 mörk fyrsta korterið og vorum ekki mættir, fannst mér. Steini [Þorsteinn Leó Gunnarsson] hélt okkur á floti þá en svo small þetta eftir korter.“ „Mér fannst við ná upp það sem við stöndum fyrir, þessa baráttu og þennan neista. Við náum að koma til baka hratt og náum betri vörn, fleiri leikmenn stigu upp í kjölfarið. Tókum yfir leikinn þá en þetta var reyndar bara stál í stál allan tímann,“ sagði Gunnar eftir leikinn í kvöld. Þorsteinn Leó Gunnarsson bar uppi sóknarleik Mosfellinga og skoraði þrettán mörk í kvöld. Gunnar var vitaskuld sáttur með hans frammistöðu í leiknum. „Hann var frábær í kvöld, það segir aðeins um breiddina hjá okkur. Hann var nánast ekki með í síðasta leik en stígur upp núna. Það þurfa ekki allir að eiga stjörnuleik þegar við vinnum, við erum með mörg vopn og marga góða leikmenn. Steini var heitur í kvöld en aðrir einnig samt sem áður, sérstaklega varnarlega, náðum við að leggja gruninn á þessu.“ Mosfellingar fóru hægt af stað og voru sex mörkum undir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Gunnar er ekki með skýringuna á því hvers vegna þeir voru svona lengi í gang. „Við tókum leikhlé í fyrri hálfleik og þá náðum við að vakna. Svipað á móti Val, ég veit ekki af hverju við vorum ekki klárir í baráttuna. Það er eitthvað sem við getum ekki boðið upp á aftur. Við töluðum um það í hálfleik að það var ekki í boði að mæta svona, þá myndum við ekki lifa þetta af. Við mættum klárir og lönduðum góðum sigri. Þetta einvígi er rétt að byrja, 1-0, það er nóg eftir af þessu og fögnum þessu í kvöld. Byrjum á morgun að undirbúa næsta stríð,“ sagði Gunnar. Mosfellingar hafa beðið í 25 ár eftir Íslandsmeistaratitli og en Gunnar einbeitir sér að næsta leik. „Auðvitað eru allir að stefna á það. Það er bara eina markmiðið en það er bara 1-0. Þurfum að taka þetta skref fyrir skref. Næsta markmið er að ná öðrum sigri en þeir mæta dýrvitlausir í Mosó og við þurfum að mæta þeim þar,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Afturelding FH Tengdar fréttir Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Uppgjör: FH - Afturelding 29-32 | Mosfellingar taka forystuna FH tók á móti Aftureldingu í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Leikurinn endaði með þriggja marka sigri Aftureldingar og leiða Mosfellingar einvígið 1-0. 19. maí 2024 19:00