Spilaði á móti Caitlin Clark og Paige Bueckers í háskóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 13:40 Elisa Pinzan og Daniela Wallen eru atvinnumennirnir í Keflavíkurliðinu. Vísir/Hulda Margrét Elisa Pinzan átti mjög flottan leik þegar Keflavíkurkonur komust í 2-0 í úrslitaeinvígi sínu á móti Njarðvík í Subway deild kvenna í körfubolta. Subway Körfuboltakvöld valdi Pinzan Play Air leiksins í öðrum leiknum þar sem hún var með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, fékk hana í viðtal á háborðð eftir leikinn og spurði hana meðal annars út í hlutverk hennar í Keflavíkurliðnu og um það hvort hún væri að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu. Ekki hugsa of mikið „Ég held það og ég vona það. Ég reyni að koma með sjálfstraust inn í liðið. Ef þú hugsar of mikið þá eru skotin þín ekki að fara niður og þú ferð að gera mistök. Þetta bara spurning um að spila leikinn og ég elska þennan leik. Ég vil bara að njóta þess að spila en liðsfélagarnir mínir fá hrós fyrir að finna mig og halda ákefðinni uppi í varnarleiknum. Nú er bara að ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Elisa Pinzan. Pinzan var í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum. fyrst fjögur ár með University of South Florida og svo í eitt ár með University of Maryland. Hún spilaði meðal annars með Diamond Miller sem var valin önnur í WNBA-nýliðavalinu af Minnesota Lynx. Hvernig finnst henni hafa gengið að aðlagast íslenska boltanum? Mætti öllum stjörnunum „Það hefur gengið vel. Mér fannst háskólaboltinn hjálpa mér með líkamlega þáttinn. Ég spilað á móti Paige Bueckers, Caitlyn Clark og það væri hægt að nefna alla þessar stjörnuleikmenn. Líkamlegar körfur í háskólaboltanum hjálpa þér að vera agressífari og halda þínum manni fyrir framan þig,“ sagði Pinzan. Caitlyn Clark er ein frægasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag og hefur hjálpað til að auka mikið áhuga á kvennakörfunni. Keflvíkingar voru því að fá reynslumikinn leikmann inn í sitt lið. Pinzan segist hafa lært mikið að eltast við alla þessa frábæru íþróttakonur í bandaríska háskólaboltanum. „Ég reyni að vera agressíf, að halda mínum manni fyrir framan mig og reyna svo að skila mínu starfi sem er að hjálpa liðsfélögum mínum,“ sagði Pinzan. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Elisa Pinzan Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld valdi Pinzan Play Air leiksins í öðrum leiknum þar sem hún var með 18 stig, 5 fráköst, 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds, fékk hana í viðtal á háborðð eftir leikinn og spurði hana meðal annars út í hlutverk hennar í Keflavíkurliðnu og um það hvort hún væri að taka að sér leiðtogahlutverk í liðinu. Ekki hugsa of mikið „Ég held það og ég vona það. Ég reyni að koma með sjálfstraust inn í liðið. Ef þú hugsar of mikið þá eru skotin þín ekki að fara niður og þú ferð að gera mistök. Þetta bara spurning um að spila leikinn og ég elska þennan leik. Ég vil bara að njóta þess að spila en liðsfélagarnir mínir fá hrós fyrir að finna mig og halda ákefðinni uppi í varnarleiknum. Nú er bara að ná í einn sigur í viðbót,“ sagði Elisa Pinzan. Pinzan var í fimm ár í bandaríska háskólaboltanum. fyrst fjögur ár með University of South Florida og svo í eitt ár með University of Maryland. Hún spilaði meðal annars með Diamond Miller sem var valin önnur í WNBA-nýliðavalinu af Minnesota Lynx. Hvernig finnst henni hafa gengið að aðlagast íslenska boltanum? Mætti öllum stjörnunum „Það hefur gengið vel. Mér fannst háskólaboltinn hjálpa mér með líkamlega þáttinn. Ég spilað á móti Paige Bueckers, Caitlyn Clark og það væri hægt að nefna alla þessar stjörnuleikmenn. Líkamlegar körfur í háskólaboltanum hjálpa þér að vera agressífari og halda þínum manni fyrir framan þig,“ sagði Pinzan. Caitlyn Clark er ein frægasta íþróttakona Bandaríkjanna í dag og hefur hjálpað til að auka mikið áhuga á kvennakörfunni. Keflvíkingar voru því að fá reynslumikinn leikmann inn í sitt lið. Pinzan segist hafa lært mikið að eltast við alla þessa frábæru íþróttakonur í bandaríska háskólaboltanum. „Ég reyni að vera agressíf, að halda mínum manni fyrir framan mig og reyna svo að skila mínu starfi sem er að hjálpa liðsfélögum mínum,“ sagði Pinzan. Það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. Klippa: PlayAir leiksins var Elisa Pinzan
Subway-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Hverjar veita fyrsta höggið? Í beinni: Þór - Valur | Vilja verja vígið Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Sjá meira