Baldur er mitt örugga val Valgerður Janusdóttir skrifar 23. maí 2024 07:00 Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Það verður með mikilli ánægju sem ég mæti á kjörstað í þetta sinn því nú fæ ég tækifæri til að greiða afburðar frambjóðanda atkvæði mitt. Það er góð tilfinning að hafa djúpa sannfæringu fyrir vali sínu. Baldur Þórhallsson fær mitt atkvæði. Baldur er einstaklega heilsteyptur,traustur og greindur maður. Ég hef þekkt Baldur náið í næstum þrjátíu ár og fylgst með honum í lífi og starfi allan þann tíma. Það fer ekki fram hjá þeim sem þekkja Baldur hve mikla ástríðu hann hefur fyrir starfi sínu, hann er sérstaklega iðinn, afkastamikill og einbeittur við það sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann hefur einstakan áhuga á samfélagi okkar og samspili þess við alþjóðasamfélagið. Faglegt framlag hans til alþjóðasamfélagsins nýtist honum án nokkurs vafa í forsetaembættinu fái hann umboð til þess. Áhugi Baldurs og elja hefur vakið aðdáun mína alla tíð en aðdáun mín á persónuleikanum er ekki minni. Persónueinkenni Baldurs, eru hófsemi, viska og staðfesta. Hann hefur líka gríðarlegt hugrekki til að fylgja sannfæringu sinni og taka þá slagi sem hann stendur frammi fyrir og gerir það af yfirvegun. Mér finnast þessir eiginleikar hafa komið vel í ljós í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann er traustur og þú veist alltaf hvar þú hefur Baldur. Hann er maður samtalsins og rökræðunnar, hann mætir allri umræðu af miklu æðruleysi, yfirvegun, sanngirni og virðingu við viðmælandann. Það er svo nærandi að eiga rökræður við Baldur vegna hæfileika hans og reynslu, hann hlustar, hann greinir og þróar sína eigin sýn á forsendum rökræðunnar. Það er sérstaklega áhugvert að vera ósammála Baldri um einstök mál því í návist hans fær umræðan að þroskast. Mest er þó aðdáun mín á fjölskyldumanninum Baldri og hvernig hann og Felix hafa alla tíð hagað sínu fjölskyldulífi og sett börnin sín í forgang. Fjölskyldulíf þeirra er til mikillar fyrirmyndar og einkennist af umhyggju, gleði, reisn og virðingu. Sjálfsvirðing allra innan fjölskyldunnar er mjög sterk þrátt fyrir að reglulega hafi komið ágjöf frá samfélaginu. Í þessu góða umhverfi hafa börnin þeirra vaxið og dafnað. Það er einstaklega gott að eiga þá sem vini, þeir hafa einstakt lag á að rækta vináttuna. Baldur er sterk fyrirmynd í samfélagi okkar og með Felix sér við hlið á Bessastöðum mun þjóðin brjóta blað í sögu sinni og hafa áhrif langt út fyrir öll landamæri.yrir öll landamæri. Höfundur er stuðningsmaður Baldurs Þórhallssonar til forseta.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun