Hafa náð lendingu um staðarval nýs kirkjugarðs Atli Ísleifsson skrifar 21. maí 2024 10:08 Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði að jarða í nýjum kirkjugarði eftir þrjú til fjögur ár. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA/VÍSIR/VILHELM Samkomulag hefur náðst um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði þar sem sá sem fyrir er við kirkjuna er sprunginn. Íbúakosning um málið fór fram á dögunum þar sem rúmlega sex af hverjum tíu greiddu atkvæði með tillögu um að nýjum kirkjugarði skyldi komið fyrir við Brimnes. Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár. Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð sveitarstjórnar Fjallabyggðar. Um tuttugu prósent þeirra 589 íbúa sem voru á kjörskrá tóku þátt í íbúakönnuninni og féllu atkvæði á þann veg að um 62 prósent greiddu atkvæði með kirkjugarði við Brimnes og 38 prósent með tillögu um kirkjugarð við Garðsveg – tillögu sem sóknarnefnd Ólafsfjarðarprestakalls taldi vænlegasta kostinn. Bæjarstjórn samþykkti með sjö atkvæðum að hafin yrði formleg skipulagsvinna við Brimnes í samræmi við niðurstöðu hinnar ráðgefandi íbúakosningar. Í fundargerð er íbúum Ólafsfjarðar sérstaklega þakkað fyrir þátttöku í kosningunni. Svæðið við Brimnes.Fjallabyggð Engir stækkunarmöguleikar Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð hafa síðustu mánuði verið með til skoðunar hvar best væri að koma fyrir nýjum kirkjugarði í Ólafsfirði þar sem sá gamli sé við það að fyllast. Ljós hefur verið að stækkunarmöguleikar hafi ekki fyrir hendi þar sem garðurinn er staðsettur í miðjum bænum. Svæðið við Brimnes er 2,5 hektari að stærð og að finna sunnan megin við Ólafsfjarðarveg þegar keyrt er inn í bæinn, eftir að komið er út úr Múlagöngum. Meðal þess sem var talið vinna með svæðinu er að það sé innan þéttbýlis og einungis um átta hundrað metra frá Ólafsfjarðarkirkju. „Með uppbyggingu manar eða skjólbeltis meðfram þjóðveginum er hægt að búa til friðsælt svæði og skjól. Tún, skurðir, moldarhaugar og vegir eru innan svæðis. Ráðast þyrfti strax í uppbyggingu á stórum hluta svæðisins til að minnka áhrif landnotkunar fyrri ára á heildarútlit svæðisins. Með uppbyggingu á svæðinu er um leið verið að fegra innkomuna í bæinn. Svæðið er í leigu skv. lóðarleigusamning frá 2009, ráðast þyrfti í innköllun á hluta lóðarinnar,“ sagði í skýrslu tæknideildar sveitarfélagsins. Sigríður Ingvarsdóttir, bæjarstjóri Fjallabyggðar, sagði í samtali við fréttastofu síðasta haust að hugsanlegt væri að hægt yrði í að jarða í nýjum garði eftir þrjú til fjögur ár.
Fjallabyggð Kirkjugarðar Skipulag Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira