Íslenski boltinn

Starfs­maður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Halldór sá rautt í fyrsta leik tímabilsins þegar Fylkir tapaði 4-3 fyrir KR.
Halldór sá rautt í fyrsta leik tímabilsins þegar Fylkir tapaði 4-3 fyrir KR. Vísir/Anton Brink

Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna.

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands kom saman í dag og var þar staðfest hvaða leikmenn, og liðstjórar, væru á leið í leikbann.

Í Bestu deild karla eru þeir Alex Þór Hauksson, KR, og Ívar Örn Árnason, KA, á leið í eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Þá er Halldór á leið í tveggja leikja bann þar sem hann hefur nú nælt sér í tvö rauð spjöld á leiktíðinni sem er tiltölulega nýbyrjuð.

Bikarbönn

Þá var þónokkuð af leikmönnum sem verða í banni í næsta bikarleik sínum, sama hvort um sé að ræða leik í ár eða ánæstu leiktíð.

Erik Sandberg, miðvörður ÍA, var dæmdur í eins leiks bann fyrir að fá rautt spjald en hann mun taka það út á næstu leiktíð þar sem ÍA er úr leik. Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, sá rautt þegar Keflavík lagði Skagamenn. Frans verður því hvergi sjáanlegur þegar liðið mætir til leiks í 8-liða úrslitum.

Andri Fannar Stefánsson, KA, og Hólmar Örn Eyjólfsson, Valur, eru báðir á leið í bann þar sem þeir hafa fengið tvö gul spjöld í Mjólkurbikarnum til þessa á leiktíðinni.

Að lokum var Agla María Albertsdóttir dæmd í eins leiks bann vegna brottvísunar sinnar í sigri Breiðabliks á Stjörnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×