Tveir valkostir Ragnheiður Jónsdóttir skrifar 21. maí 2024 21:00 Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Íslendingar voru fyrsta þjóð heims til að velja sér konu fyrir forseta í lýðræðislegri kosningu þegar Vigdís Finnbogadóttir varð forseti Íslands og sinnti því hlutverki farsællega í sextán ár. Nú eru liðin tuttuguogátta ár frá því að Vigdís lét af embætti. Karlar hafa setið á Bessastöðum frá 1996, eins og reyndin var allar götur frá lýðveldisstofnun fram til 1980. Nú finnst mér kominn tími á að fá konu á Bessastaði. Ekki bara einhverja konu heldur þroskaða konu sem býr að víðtækri reynslu og hefur í fyrri störfum sínum sýnt í verki að hún hefur heilbrigða og réttsýna dómgreind, starfar í almannaþágu og er reiðubúin að taka erfiðar og mögulega óvinsælar ákvarðanir ef þörf er á. Í mínum huga eru aðeins tvær konur sem koma til greina í embætti forseta Íslands. Fyrir mér stendur valið milli Höllu Tómasdóttur og Katrínar Jakobsdóttur. Báðar eru þær afburða manneskjur sem búa umfram aðra frambjóðendur að þeirri reynslu og mannkostum sem tilteknir voru hér að ofan. Þær eru með báða fætur í íslenskum rótum sínum en eru jafnframt sigldar og sóma sér vel í félagsskap fulltrúa á alþjóðavettvangi þar sem þær njóta virðingar. Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir hafa skýra framtíðarsýn, geta látið rödd Íslands heyrast á erlendum vettvangi svo eftir sé tekið. Báðar hafa þær valist til forystu allan sinn starfsferil, tekist á við krefjandi verkefni og leitt þau til farsældar fyrir heildina. Við getum treyst því að með því að merkja við Höllu Tómasdóttur eða Katrínu í kjörklefanum fyrsta júní næstkomandi erum við að verja atkvæði okkar vel. Af tveimur ágætum valkostum er Halla Tómasdóttir minn frambjóðandi. Ég tel hana bera af öðrum frambjóðendum. Halla Tómasdóttir er hlý manneskja, auðmjúk, vel menntuð, skelegg, greind og lausnamiðuð, brennur fyrir að leggja sitt af mörkum til að skapa betra samfélag og hefur sýnt í verki að hún er mikils megnug. Það kemur ekki af sjálfu sér að Halla Tómasdóttir var valin ein af tuttugu áhrifamestu konum heims í loftslags-og umhverfismálum 2024 af Reuters fréttastofunni og árið 2011 var hún á lista Newsweek yfir 150 konur sem hafa afgerandi mótandi áhrif á heiminn.Ég sé hins vegar verðugan frambjóðanda í Katrínu Jakobsdóttur, sem myndi án efa einnig leysa hlutverk forseta Íslands vel af hólmi. Mig dreymir um að nú á þessu herrans ári 2024, verði Íslendingar fyrstir þjóða til að kjósa konu í embætti forseta öðru sinni. Við höfum engu að tapa en allt að vinna. Ragnheiður Jóna Jónsdóttir
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun